Skólabörnum boðið upp á hrikalegan veg í skólabílum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2021 08:31 Guðmundur Jósef Loftsson skólabílstjóri tók þessa mynd af ástandi vegarins í vikunni en íbúar sveitarinnar segja ástandið algjörlega óþolandi. Aðsend „Okkur finnst ástandið algjörlega óþolandi og við viljum fá skýr svör um endurbætur. Ástandið getur ekki verið svona lengur og sinnuleysi gagnvart svörum er komið að algjörum þolmörkum hjá okkur, það verður eitthvað að gerast í málinu,“ segir Guðrún Óska Steinbjörnsdóttir, bóndi á bænum Sauðadalsá í Húnaþingi vestra, en á bænum eru fimm börn á leik-og grunnskólaaldri. Hér er hún að vísa til vegarins um Vatnsnes og Vesturhóp skammt frá Hvammstanga. Vegurinn hefur sjaldan eða aldrei verið eins slæmur og í haust en um er að ræða 80 kílómetra, sem er meira og minna allur út í holum. „Það eru 17 börn, sem þurfa að fara í tveimur skólabílum þessa leið alla virka daga í skóla á Hvammstanga og svo keyrum við íbúar í sveitinni börnin okkar þennan veg líka alla daga í leikskóla á Hvammstanga, auk tómstundastarfs með eldri börnin. Ástandið er skelfilegt og vesalings börnin að þurfa að sætta sig við þetta ástand og geta ekkert gert en við fullorðna fólkið erum að reyna að berjast fyrir úrbótum fyrir þau. Við viljum fá að heyra að það sé einhver sem er að hlusta og einhver sem ætlar að svara spurningum okkar um úrbætur á veginum og koma með einhverjar lausnir, þetta gengur ekki lengur,“ bætir Guðrún Ósk við. Hún segir að vegurinn sé á ábyrgð ríkisins. Guðrún Óska Steinbjörnsdóttir með Þórhildi dóttur sína 10 mánaða. Guðrún er ein af þeim, sem er að berjast fyrir því að vegurinn um Vatnsnes og Vesturhóp verði lagður, sem allra fyrst.Aðsend Húnaþing vestra Vegagerð Grunnskólar Leikskólar Samgöngur Skóla - og menntamál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Hér er hún að vísa til vegarins um Vatnsnes og Vesturhóp skammt frá Hvammstanga. Vegurinn hefur sjaldan eða aldrei verið eins slæmur og í haust en um er að ræða 80 kílómetra, sem er meira og minna allur út í holum. „Það eru 17 börn, sem þurfa að fara í tveimur skólabílum þessa leið alla virka daga í skóla á Hvammstanga og svo keyrum við íbúar í sveitinni börnin okkar þennan veg líka alla daga í leikskóla á Hvammstanga, auk tómstundastarfs með eldri börnin. Ástandið er skelfilegt og vesalings börnin að þurfa að sætta sig við þetta ástand og geta ekkert gert en við fullorðna fólkið erum að reyna að berjast fyrir úrbótum fyrir þau. Við viljum fá að heyra að það sé einhver sem er að hlusta og einhver sem ætlar að svara spurningum okkar um úrbætur á veginum og koma með einhverjar lausnir, þetta gengur ekki lengur,“ bætir Guðrún Ósk við. Hún segir að vegurinn sé á ábyrgð ríkisins. Guðrún Óska Steinbjörnsdóttir með Þórhildi dóttur sína 10 mánaða. Guðrún er ein af þeim, sem er að berjast fyrir því að vegurinn um Vatnsnes og Vesturhóp verði lagður, sem allra fyrst.Aðsend
Húnaþing vestra Vegagerð Grunnskólar Leikskólar Samgöngur Skóla - og menntamál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira