Umfjöllun: Valur - Haukar 58-62 | Bikarmeistararnir unnu nauman sigur í uppgjöri bestu liða landsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 22:21 Haukar urðu bikarmeistarar á dögunum og héldu sigurgöngu sinni áfram í kvöld með sigri í Meistarakeppni KKÍ. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals tóku á móti nýkrýndum bikarmeisturum Hauka í Meistarakeppni KKÍ í kvöld. Þó Helena Sverrisdóttir væri fjarri góðu gamni fór það svo að Haukar unnu nauman fjögurra stiga sigur, lokatölur 62-58. Góð byrjun bikarmeistaranna lagði grunninn að sigri liðsins en liðið skoraði 22 stig í fyrsta leikhluta gegn aðeins 12 stigum Valskvenna. Mest náðu Haukar upp 14 stiga forystu í fyrsta leikhluta en Valur setti síðustu fjögur stig leikhlutans og kom muninum niður í tíu stig áður en flautan gall. Eftir það jafnaðist leikurinn töluvert og var varnarleikur beggja liða til fyrirmyndar. Það sem eftir lifði leiks. Valur hélt í við Hauka í öðrum leikhluta og minnkaði muninn hægt og rólega. Ameryst Alston fór það fremst í flokki en það var Ásta Júlía Grímsdóttir sem minnkaði muninn í tvö stig með sniðskoti þegar rúmlega tvær mínútur voru til hálfleiks. Ásta Júlía átti góðan leik í liði Vals.Vísir/Bára Dröfn Haukar gáfu aðeins í eftir það og var munurinn orðinn sex stig er flautað var til hálfleiks, staðan 35-29 Haukum í vil. Haukar náðu aftur vopnum sínum í þriðja leikhluta og voru tíu stigum yfir þegar fjórði og síðasti leikhluti leiksins hófst. Aftur gerðu Valskonur áhlaup og setti Dagbjört Dögg Karlsdóttir niður þrist sem minnkaði muninn í tvö stig, 56-54, þegar sex mínútur og 50 sekúndur lifðu leiks. Ameryst Alston jafnaði svo metin skömmu síðar. Leikurinn var í járnum eftir það en Haukar náðu að setja niður nokkur mikilvæg stig á meðan Valur náði ekki að svara. Ekkert var skorað síðustu tvær mínútur leiksins og því fór það þannig að Haukar sigruðu leikinn, 62-58. Af hverju unnu Haukar? Þær reyndust einfaldlega sterkari þegar á reyndi. Frábær byrjun og góð vörn undir lokin lögðu grunninn að sigri kvöldsins. Valskonur voru þó grátlega nálægt því að stela sigrinum í fjórða leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Ameryst Alston var stigahæst í liði Vals með 25 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þar á eftir kom Dagbjört Dögg með 10 stig á meðan Ásta Júlía skoraði fjögur stig og tók 12 fráköst. Hjá Haukum var Lovísa Björt Henningsdóttir stigahæst með 23 stig ásamt því að taka sjö fráköst. Haiden Denise Palmer skoraði 10 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þá skoraði Elísabeth Ýr Ægisdóttir sex stig, tók 10 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Lovísa Björt Henningsdóttir var frábær í kvöld.Vísir/Bára Hvað gekk illa? Þegar varnarleikur er upp á tíu er sóknarleikurinn venjulega ekki upp á marga fiska. Það átti svo sannarlega við í kvöld. Þá hittu Valskonur einstaklega illa úr 3ja stiga skotum sínum en aðeins þrjú af 21 slíku rötuðu rétta leið. Hvað gerist næst? Þann 6. október næstkomandi hefst úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Valur heimsækir Grindavík á meðan Haukar fá Njarðvík í heimsókn. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Valur Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Góð byrjun bikarmeistaranna lagði grunninn að sigri liðsins en liðið skoraði 22 stig í fyrsta leikhluta gegn aðeins 12 stigum Valskvenna. Mest náðu Haukar upp 14 stiga forystu í fyrsta leikhluta en Valur setti síðustu fjögur stig leikhlutans og kom muninum niður í tíu stig áður en flautan gall. Eftir það jafnaðist leikurinn töluvert og var varnarleikur beggja liða til fyrirmyndar. Það sem eftir lifði leiks. Valur hélt í við Hauka í öðrum leikhluta og minnkaði muninn hægt og rólega. Ameryst Alston fór það fremst í flokki en það var Ásta Júlía Grímsdóttir sem minnkaði muninn í tvö stig með sniðskoti þegar rúmlega tvær mínútur voru til hálfleiks. Ásta Júlía átti góðan leik í liði Vals.Vísir/Bára Dröfn Haukar gáfu aðeins í eftir það og var munurinn orðinn sex stig er flautað var til hálfleiks, staðan 35-29 Haukum í vil. Haukar náðu aftur vopnum sínum í þriðja leikhluta og voru tíu stigum yfir þegar fjórði og síðasti leikhluti leiksins hófst. Aftur gerðu Valskonur áhlaup og setti Dagbjört Dögg Karlsdóttir niður þrist sem minnkaði muninn í tvö stig, 56-54, þegar sex mínútur og 50 sekúndur lifðu leiks. Ameryst Alston jafnaði svo metin skömmu síðar. Leikurinn var í járnum eftir það en Haukar náðu að setja niður nokkur mikilvæg stig á meðan Valur náði ekki að svara. Ekkert var skorað síðustu tvær mínútur leiksins og því fór það þannig að Haukar sigruðu leikinn, 62-58. Af hverju unnu Haukar? Þær reyndust einfaldlega sterkari þegar á reyndi. Frábær byrjun og góð vörn undir lokin lögðu grunninn að sigri kvöldsins. Valskonur voru þó grátlega nálægt því að stela sigrinum í fjórða leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Ameryst Alston var stigahæst í liði Vals með 25 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þar á eftir kom Dagbjört Dögg með 10 stig á meðan Ásta Júlía skoraði fjögur stig og tók 12 fráköst. Hjá Haukum var Lovísa Björt Henningsdóttir stigahæst með 23 stig ásamt því að taka sjö fráköst. Haiden Denise Palmer skoraði 10 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þá skoraði Elísabeth Ýr Ægisdóttir sex stig, tók 10 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Lovísa Björt Henningsdóttir var frábær í kvöld.Vísir/Bára Hvað gekk illa? Þegar varnarleikur er upp á tíu er sóknarleikurinn venjulega ekki upp á marga fiska. Það átti svo sannarlega við í kvöld. Þá hittu Valskonur einstaklega illa úr 3ja stiga skotum sínum en aðeins þrjú af 21 slíku rötuðu rétta leið. Hvað gerist næst? Þann 6. október næstkomandi hefst úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Valur heimsækir Grindavík á meðan Haukar fá Njarðvík í heimsókn.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Valur Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli