Heimur sem var ekki hannaður fyrir mig Sæunn Gísladóttir skrifar 15. október 2021 08:00 Hefur þú oft misst símann úr höndunum á þér? Fengið þér lyf sem sló svo ekki á einkennin þín? Fundist andlitsgríma of stór fyrir andlitið á þér? Eða bara verið kalt á skrifstofunni? Ef svarið við þessu öllu er já, er mjög líklegt að þú sért kona. Í nútímasamfélagi þurfa konur stöðugt að takast á við það að heimurinn sem þær lifa í var hannaður án tillits til þeirra. Ástæða þess er kynjaða gagnabilið: við reiðum okkur á gögn og tölur þegar kemur að því að ráðstafa fjármunum og taka afdrifaríkar ákvarðanir í efnahagslegri uppbyggingu, heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu. Vandamálið er hins vegar að stór hluti gagnasöfnunar tekur ekki tillit til kyns og lítur á karlkynið sem sjálfgefið en kvenkynið sem frávik. Afleiðingin er að hlutdrægni er samofin kerfinu á öllum sviðum. Áhrifin geta verið minniháttar. Að skjálfa í skrifstofurými sem er stillt fyrir meðallíkamshitastig karla, til að mynda, eða að eiga í erfiðleikum með að ná upp í hillu sem er stillt út frá meðalhæð karla. Klárlega pirrandi og tvímælalaust ósanngjarnt. En ekki lífshættulegt. Ekki eins og að lenda í slysi í bíl með öryggisbúnað sem hefur verið hannaður án þess að taka mið af líkamsvexti kvenna; Þegar kona lendir í bílslysi er hún 47% líklegri en karl til að slasast alvarlega og 17% líklegri til að deyja. Eða að hjartaáfall sé ekki greint hjá konu vegna þess að einkennin eru „óhefðbundin.“ Fyrir þessar konur eru afleiðingar þess að lifa í heimi sem var hannaðar út frá karllægum gögnum lífshættulegar. Eitt af því mikilvægasta sem við kemur kynjaða gagnabilinu er að það er almennt ekki gert af illgirni, eða af ásettu ráði. Þvert á móti. Það er einfaldlega afleiðing hugsunarháttar sem hefur viðgengist í árþúsundir og snýst í raun um það að hugsa ekki. Að sjá karlmenn sjálfkrafa fyrir sér þegar hugsað er um manneskjur er grundvallaratriði í samfélagi manna. Menningin okkar er mörkuð af - afmynduð af - fjarveru í kvenkyns formi: í kvikmyndum, fréttum, bókmenntum, vísindum, borgarskipulagi, og hagfræði; Það eru fleiri styttur af körlum sem hétu John en af sögulegum, nafngreindum konum í Bretlandi (utan konungsfjölskyldunnar). Á síðustu árum hafa lofsverðar tilraunir verið gerðar til þess að taka á þessari menningarlegu karlhlutdrægni, en oft er því mætt með andstöðu. Þegar Thor var endurskapaður sem kona í Marvel teiknimyndasögunum, mótmæltu aðdáendur harðlega - þrátt fyrir að enginn hefði mótmælt því þegar Thor var breytt í frosk. Sumar breytingar hafa þó tekist vel. Lengst af á tuttugustu öld voru engir kvenkyns hljóðfæraleikarar í Fílharmóníuhljómsveit New York borgar. En með innleiðingu áheyrnaprufa þar sem hljóðfæraleikararnir sáust ekki á áttunda áratug síðustu aldar fór allt í einu eitthvað að breytast. Snemma á níunda áratugnum voru konur orðnar allt að fimmtíu prósent nýrra ráðninga. Í dag er hlutfall kvenkyns hljóðfæraleikara í Fílharmóníuhljómsveit New York rúmlega 45%. Vandamálið er djúpstæðara en svo að heimurinn henti ekki rúmleg helmingi íbúa þess, hefðbundin hönnun í mörgum geirum hefur tekið mið af „viðmiðunarmanninum“ hvítum karlmanni milli tuttugu og fimm og þrjátíu ára sem er 70 kg. Þetta hefur til dæmis haft þær afleiðingar að hinar ýmsu hlífðargrímur eru hannaðar út frá andlitsfalli bandarísks meðalmanns sem þýðir að grímurnar passa fæstum konum (og ekki heldur mörgum svörtum körlum og öðrum körlum í minnihlutahópum). Lausnin á gagnabilinu hvað varðar kynferði og kyngervi er skýr: við þurfum að loka bilinu í þátttöku kvenna. Þegar konur taka þátt í ákvarðanatöku, í rannsóknum, og að framleiða þekkingu gleymast þær ekki. Líf kvenna og sjónarhorn þeirra eru dregin út úr skugganum. Þetta er konum til hagsbóta alls staðar og við getum öll lagt okkar af mörkum að loka gagnabilinu. Höfundur er hagfræðingur og þýðandi bókarinnar Ósýnilegar konur - Afhjúpun gagnahlutdrægni í heimi hönnuðum fyrir karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinnumarkaður Sæunn Gísladóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hefur þú oft misst símann úr höndunum á þér? Fengið þér lyf sem sló svo ekki á einkennin þín? Fundist andlitsgríma of stór fyrir andlitið á þér? Eða bara verið kalt á skrifstofunni? Ef svarið við þessu öllu er já, er mjög líklegt að þú sért kona. Í nútímasamfélagi þurfa konur stöðugt að takast á við það að heimurinn sem þær lifa í var hannaður án tillits til þeirra. Ástæða þess er kynjaða gagnabilið: við reiðum okkur á gögn og tölur þegar kemur að því að ráðstafa fjármunum og taka afdrifaríkar ákvarðanir í efnahagslegri uppbyggingu, heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu. Vandamálið er hins vegar að stór hluti gagnasöfnunar tekur ekki tillit til kyns og lítur á karlkynið sem sjálfgefið en kvenkynið sem frávik. Afleiðingin er að hlutdrægni er samofin kerfinu á öllum sviðum. Áhrifin geta verið minniháttar. Að skjálfa í skrifstofurými sem er stillt fyrir meðallíkamshitastig karla, til að mynda, eða að eiga í erfiðleikum með að ná upp í hillu sem er stillt út frá meðalhæð karla. Klárlega pirrandi og tvímælalaust ósanngjarnt. En ekki lífshættulegt. Ekki eins og að lenda í slysi í bíl með öryggisbúnað sem hefur verið hannaður án þess að taka mið af líkamsvexti kvenna; Þegar kona lendir í bílslysi er hún 47% líklegri en karl til að slasast alvarlega og 17% líklegri til að deyja. Eða að hjartaáfall sé ekki greint hjá konu vegna þess að einkennin eru „óhefðbundin.“ Fyrir þessar konur eru afleiðingar þess að lifa í heimi sem var hannaðar út frá karllægum gögnum lífshættulegar. Eitt af því mikilvægasta sem við kemur kynjaða gagnabilinu er að það er almennt ekki gert af illgirni, eða af ásettu ráði. Þvert á móti. Það er einfaldlega afleiðing hugsunarháttar sem hefur viðgengist í árþúsundir og snýst í raun um það að hugsa ekki. Að sjá karlmenn sjálfkrafa fyrir sér þegar hugsað er um manneskjur er grundvallaratriði í samfélagi manna. Menningin okkar er mörkuð af - afmynduð af - fjarveru í kvenkyns formi: í kvikmyndum, fréttum, bókmenntum, vísindum, borgarskipulagi, og hagfræði; Það eru fleiri styttur af körlum sem hétu John en af sögulegum, nafngreindum konum í Bretlandi (utan konungsfjölskyldunnar). Á síðustu árum hafa lofsverðar tilraunir verið gerðar til þess að taka á þessari menningarlegu karlhlutdrægni, en oft er því mætt með andstöðu. Þegar Thor var endurskapaður sem kona í Marvel teiknimyndasögunum, mótmæltu aðdáendur harðlega - þrátt fyrir að enginn hefði mótmælt því þegar Thor var breytt í frosk. Sumar breytingar hafa þó tekist vel. Lengst af á tuttugustu öld voru engir kvenkyns hljóðfæraleikarar í Fílharmóníuhljómsveit New York borgar. En með innleiðingu áheyrnaprufa þar sem hljóðfæraleikararnir sáust ekki á áttunda áratug síðustu aldar fór allt í einu eitthvað að breytast. Snemma á níunda áratugnum voru konur orðnar allt að fimmtíu prósent nýrra ráðninga. Í dag er hlutfall kvenkyns hljóðfæraleikara í Fílharmóníuhljómsveit New York rúmlega 45%. Vandamálið er djúpstæðara en svo að heimurinn henti ekki rúmleg helmingi íbúa þess, hefðbundin hönnun í mörgum geirum hefur tekið mið af „viðmiðunarmanninum“ hvítum karlmanni milli tuttugu og fimm og þrjátíu ára sem er 70 kg. Þetta hefur til dæmis haft þær afleiðingar að hinar ýmsu hlífðargrímur eru hannaðar út frá andlitsfalli bandarísks meðalmanns sem þýðir að grímurnar passa fæstum konum (og ekki heldur mörgum svörtum körlum og öðrum körlum í minnihlutahópum). Lausnin á gagnabilinu hvað varðar kynferði og kyngervi er skýr: við þurfum að loka bilinu í þátttöku kvenna. Þegar konur taka þátt í ákvarðanatöku, í rannsóknum, og að framleiða þekkingu gleymast þær ekki. Líf kvenna og sjónarhorn þeirra eru dregin út úr skugganum. Þetta er konum til hagsbóta alls staðar og við getum öll lagt okkar af mörkum að loka gagnabilinu. Höfundur er hagfræðingur og þýðandi bókarinnar Ósýnilegar konur - Afhjúpun gagnahlutdrægni í heimi hönnuðum fyrir karla.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun