Stýrivaxtahækkanir eru eignartilfærsla frá skuldsettum heimilum til fjármálakerfisins Vilhjálmur Birgisson skrifar 8. október 2021 11:01 Nú hefur þriðja stýrivaxtahækkun Seðlabankans litið dagsins ljós en á nokkrum mánuðum hafa stýrivextir bankans hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent. Það liggur fyrir að svona vaxtahækkun þegar hún hefur skilað sér út að fullu hefur mikil áhrif á hag og ráðstöfunartekjur heimilanna. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á því sem fram kemur í Tíund blaði frá ríkisskattstjóra að íslensk heimili og einstaklingar skulduðu 2.266 milljarða króna árið 2019. Það er gríðarlega mikilvægt að almenningur átti sig á því að vaxtahækkanir eru ekkert annað en eignarfærsla frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins og 0,75% vaxtahækkun þýðir eignartilfærslu sem nemur tæpum 17 milljörðum á ári þegar og ef öll stýrivaxtahækkunin skilar sér í formi hækkunar á vöxtum fjármálakerfisins. Ástæðan fyrir þessari vaxtahækkun er vegna aukinnar verðbólgu en 12 mánaða verðbólgan í dag er 4,4% en takið eftir að verðbólgan án húsnæðisliðar í vísitölunni er einungis 2,9%. Það liggur fyrir að ástæða fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs sem rekja má til trega sveitarfélaganna til að úthluta lóðum sem hefur leitt til framboðsskorts. Það undarlega í þessu er að við hækkun á fasteignaverði skapast sjálfkrafa hækkun á fasteignagjöldum sem sveitarfélögin fá. Með öðrum orðum lóðaskortur sem leiðir til hækkunar á fasteignaverði skilar sveitafélögunum umtalsvert auknum tekjum og því má segja að sveitarfélögin hafi nánast hvata til að viðhalda lóðaskorti til að ýta undir hækkun á fasteignaverði enda skilar það þeim hærri fasteignagjöldum eins og áður sagði. Tímabundin hækkun í séreignarsjóði betri lausn? Nú segir Seðlabankastjóri að stýrivaxtahækkun sé stýritæki sem þeir beita m.a til að draga úr einkaneyslu til að ná niður verðbólgu. Það má vera rétt, en er nauðsynlegt að gera það með því að ástunda miskunnarlausa eignatilfærslu frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins. Getum við tekið upp nýtt fyrirkomulag sem Seðlabankinn hefði til að draga úr einkaneyslu almennings til að ná verðbólgu niður. Mitt mat er, já það er svo sannarlega hægt að gera án þess að fjármagn renni ekki í milljarða vís í hvert sinn sem stýrivextir eru hækkaðir til fjármagnseigenda. Ég tel að það eigi að breyta þessu þannig að ekki sé verið að draga úr einkaneyslu almennings með þeim hætti að flytja jafnvel 16 milljarða frá heimilunum eins og þessar vaxtahækkanir munu leiða af sér. Það væri miklu skynsamlegra að breyta þessu þannig að Seðlabankinn hefði heimild til að hækka framlag í séreignasjóði af launatekjum til að draga tímabundið úr einkaneyslu. Það er ljóst að mun meiri sátt myndi ríkja um það ef Seðlabankinn hefði heimild til að gefa það út að allt launafólk myndi t.d auka framlag sitt tímabundið í séreignasjóð um 0,75% af sínum heildarlaunum til að slá tímabundið á einkaneysluna. Upphæðin færi inn á séreignareikning viðkomandi launamanns, en með því væri ekki verið að færa milljarða frá almenningi yfir til fjármálakerfisins heldur inn á reikning hjá einstaklingum sem myndi draga úr einkaneyslu. Fjármunirnir væru eftir sem áður eign fólksins. Hvaða sanngirni er í því að það séu bara skuldsett heimili og fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum sem á að draga úr einkaneyslu en þeir sem skuldlausir eru leggja ekkert til málanna við að ná verðbólgunni niður. Ég tel það í það minnsta fráleitt að verið sé að færa milljarða til fjármálakerfisins þegar það liggur fyrir að hægt væri að finna önnur stýritæki til að draga úr einkaneyslu almennings án þess að verið sé að færa milljarða frá þeim yfir til fjármálaelítunnar. Það er morgunljóst að þessi leið myndi tryggja að ekki sé ástunduð grimmileg eignartilfærsla frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins í skjóli þess að draga þurfi tímabundið úr einkaneyslu almenningsins til að kveða niður verðbólguna. Eina sem þarf til að breyta þessu er kjarkur, vilji og þor, en að sjálfsögðu mun fjármálaelítan leggjast gegn svona hugmyndum þar sem komið yrði í veg fyrir að fjármálakerfið myndi fá að vaða ofan í vasa vinnandi fólks og skuldsettra heimila með skítugum krumlum sínum í hvert sinn og Seðlabankinn ákveður að hækka stýrivextina. Finnum nýja leið til þess þar sem hagsmunir launafólks og heimilanna verða hafðir í forgrunni en ekki enn og aftur hagsmunir fjármálaelítunnar eins og núverandi fyrirkomulag kveður á um. Munum að þetta fyrirkomulag Seðlabankans um að draga úr einkaneyslu launafólks til að ná niður verðbólgu er ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk sem auðveldlega er hægt að breyta. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú hefur þriðja stýrivaxtahækkun Seðlabankans litið dagsins ljós en á nokkrum mánuðum hafa stýrivextir bankans hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent. Það liggur fyrir að svona vaxtahækkun þegar hún hefur skilað sér út að fullu hefur mikil áhrif á hag og ráðstöfunartekjur heimilanna. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á því sem fram kemur í Tíund blaði frá ríkisskattstjóra að íslensk heimili og einstaklingar skulduðu 2.266 milljarða króna árið 2019. Það er gríðarlega mikilvægt að almenningur átti sig á því að vaxtahækkanir eru ekkert annað en eignarfærsla frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins og 0,75% vaxtahækkun þýðir eignartilfærslu sem nemur tæpum 17 milljörðum á ári þegar og ef öll stýrivaxtahækkunin skilar sér í formi hækkunar á vöxtum fjármálakerfisins. Ástæðan fyrir þessari vaxtahækkun er vegna aukinnar verðbólgu en 12 mánaða verðbólgan í dag er 4,4% en takið eftir að verðbólgan án húsnæðisliðar í vísitölunni er einungis 2,9%. Það liggur fyrir að ástæða fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs sem rekja má til trega sveitarfélaganna til að úthluta lóðum sem hefur leitt til framboðsskorts. Það undarlega í þessu er að við hækkun á fasteignaverði skapast sjálfkrafa hækkun á fasteignagjöldum sem sveitarfélögin fá. Með öðrum orðum lóðaskortur sem leiðir til hækkunar á fasteignaverði skilar sveitafélögunum umtalsvert auknum tekjum og því má segja að sveitarfélögin hafi nánast hvata til að viðhalda lóðaskorti til að ýta undir hækkun á fasteignaverði enda skilar það þeim hærri fasteignagjöldum eins og áður sagði. Tímabundin hækkun í séreignarsjóði betri lausn? Nú segir Seðlabankastjóri að stýrivaxtahækkun sé stýritæki sem þeir beita m.a til að draga úr einkaneyslu til að ná niður verðbólgu. Það má vera rétt, en er nauðsynlegt að gera það með því að ástunda miskunnarlausa eignatilfærslu frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins. Getum við tekið upp nýtt fyrirkomulag sem Seðlabankinn hefði til að draga úr einkaneyslu almennings til að ná verðbólgu niður. Mitt mat er, já það er svo sannarlega hægt að gera án þess að fjármagn renni ekki í milljarða vís í hvert sinn sem stýrivextir eru hækkaðir til fjármagnseigenda. Ég tel að það eigi að breyta þessu þannig að ekki sé verið að draga úr einkaneyslu almennings með þeim hætti að flytja jafnvel 16 milljarða frá heimilunum eins og þessar vaxtahækkanir munu leiða af sér. Það væri miklu skynsamlegra að breyta þessu þannig að Seðlabankinn hefði heimild til að hækka framlag í séreignasjóði af launatekjum til að draga tímabundið úr einkaneyslu. Það er ljóst að mun meiri sátt myndi ríkja um það ef Seðlabankinn hefði heimild til að gefa það út að allt launafólk myndi t.d auka framlag sitt tímabundið í séreignasjóð um 0,75% af sínum heildarlaunum til að slá tímabundið á einkaneysluna. Upphæðin færi inn á séreignareikning viðkomandi launamanns, en með því væri ekki verið að færa milljarða frá almenningi yfir til fjármálakerfisins heldur inn á reikning hjá einstaklingum sem myndi draga úr einkaneyslu. Fjármunirnir væru eftir sem áður eign fólksins. Hvaða sanngirni er í því að það séu bara skuldsett heimili og fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum sem á að draga úr einkaneyslu en þeir sem skuldlausir eru leggja ekkert til málanna við að ná verðbólgunni niður. Ég tel það í það minnsta fráleitt að verið sé að færa milljarða til fjármálakerfisins þegar það liggur fyrir að hægt væri að finna önnur stýritæki til að draga úr einkaneyslu almennings án þess að verið sé að færa milljarða frá þeim yfir til fjármálaelítunnar. Það er morgunljóst að þessi leið myndi tryggja að ekki sé ástunduð grimmileg eignartilfærsla frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins í skjóli þess að draga þurfi tímabundið úr einkaneyslu almenningsins til að kveða niður verðbólguna. Eina sem þarf til að breyta þessu er kjarkur, vilji og þor, en að sjálfsögðu mun fjármálaelítan leggjast gegn svona hugmyndum þar sem komið yrði í veg fyrir að fjármálakerfið myndi fá að vaða ofan í vasa vinnandi fólks og skuldsettra heimila með skítugum krumlum sínum í hvert sinn og Seðlabankinn ákveður að hækka stýrivextina. Finnum nýja leið til þess þar sem hagsmunir launafólks og heimilanna verða hafðir í forgrunni en ekki enn og aftur hagsmunir fjármálaelítunnar eins og núverandi fyrirkomulag kveður á um. Munum að þetta fyrirkomulag Seðlabankans um að draga úr einkaneyslu launafólks til að ná niður verðbólgu er ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk sem auðveldlega er hægt að breyta. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun