Laporta vonaðist til að Messi mynda spila launalaust Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 09:31 Lionel Messi grét á blaðamannafundi er hann kvaddi Barcelona eftir 21 árs dvöl hjá félaginu. Eric Alonso/Getty Images Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, vonaðist til þess að Lionel Messi myndi spila fyrir félagið launalaust í vetur. Allt kom fyrir ekki og Messi samdi við París Saint-Germain. Eftir 21 ár hjá Barcelona ákvað Lionel Messi að söðla um og halda til Parísar er samningur hans rann út. Laporta lifði í þeirri von um að Messi myndi spila launalaust fyrir félagið þar sem skuldastaða þess er einkar slæm og félagið gat ekki boðið Argentínumanninum nýjan samning vegna launaþaks deildarinnar. „Það kom tími þar sem báðir aðilar sáu að það væri ekki mögulegt. Það voru mikil vonbrigði fyrir báða aðila. Hann vildi vera áfram en það var líka mikil pressa vegna tilboðsins sem þeir fengu, “ sagði Laporta í útvarpsviðtali á dögunum. Messi í treyju PSG.Chloe Knott/Getty Images Messi fór á endanum til Parísar þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. „Ég vonaðist til að Messi myndi taka U-beygju og hann sagði að hann myndi spila launalaust fyrir okkur. Ég hefði ekki sett mig upp á móti því og það er minn skilningur að La Liga (spænska úrvalsdeildin) hefði leyft það en við getum ekki leyft leikmanni á borð við Messi að gera slíkt,“ sagði Laporta einnig í viðtalinu. Það stenst ekki alveg þær kröfur sem La Liga gerir en samkvæmt reglugerð deildarinnar hefði Messi ekki mátt spila frítt. Laporta sagði einnig að La Liga hefði verið tilbúið að leyfa Barcelona að halda Messi ef féagið myndi samþykkja samning við fjárfestingarsjóðinn CVC Capital Partners. Slíkur samningur hefði þýdd að spænska úrvalsdeildin myndi gefa frá sér hluta auglýsingatekna í fyrsta skipti í næstum 50 ár. Barcelona neitaði þeim samningi – ásamt Real Madríd og Athletic Bilbao – en Laporta segir félagið opið fyrir slíkum samning í framtíðinni. „Við þurfum ekki á meiri skuld að halda. Ég skil að félög í La Liga eigi erfitt uppdráttar. Við höfum ekki neitað slíkum samning alfarið en það þarf að breyta honum. Þeir eru að reyna endur skipuleggja samninginn.“ President, Joan Laporta Of FC Barcelona Press Conference BARCELONA, SPAIN - AUGUST 06: President of FC Barcelona Joan Laporta attends a press conference after the announcement that Lionel Messi will be leaving the club at Camp Nou on August 06, 2021 in Barcelona, Spain. (Photo by Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images)Pedro Salado/Getty Images Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Eftir 21 ár hjá Barcelona ákvað Lionel Messi að söðla um og halda til Parísar er samningur hans rann út. Laporta lifði í þeirri von um að Messi myndi spila launalaust fyrir félagið þar sem skuldastaða þess er einkar slæm og félagið gat ekki boðið Argentínumanninum nýjan samning vegna launaþaks deildarinnar. „Það kom tími þar sem báðir aðilar sáu að það væri ekki mögulegt. Það voru mikil vonbrigði fyrir báða aðila. Hann vildi vera áfram en það var líka mikil pressa vegna tilboðsins sem þeir fengu, “ sagði Laporta í útvarpsviðtali á dögunum. Messi í treyju PSG.Chloe Knott/Getty Images Messi fór á endanum til Parísar þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. „Ég vonaðist til að Messi myndi taka U-beygju og hann sagði að hann myndi spila launalaust fyrir okkur. Ég hefði ekki sett mig upp á móti því og það er minn skilningur að La Liga (spænska úrvalsdeildin) hefði leyft það en við getum ekki leyft leikmanni á borð við Messi að gera slíkt,“ sagði Laporta einnig í viðtalinu. Það stenst ekki alveg þær kröfur sem La Liga gerir en samkvæmt reglugerð deildarinnar hefði Messi ekki mátt spila frítt. Laporta sagði einnig að La Liga hefði verið tilbúið að leyfa Barcelona að halda Messi ef féagið myndi samþykkja samning við fjárfestingarsjóðinn CVC Capital Partners. Slíkur samningur hefði þýdd að spænska úrvalsdeildin myndi gefa frá sér hluta auglýsingatekna í fyrsta skipti í næstum 50 ár. Barcelona neitaði þeim samningi – ásamt Real Madríd og Athletic Bilbao – en Laporta segir félagið opið fyrir slíkum samning í framtíðinni. „Við þurfum ekki á meiri skuld að halda. Ég skil að félög í La Liga eigi erfitt uppdráttar. Við höfum ekki neitað slíkum samning alfarið en það þarf að breyta honum. Þeir eru að reyna endur skipuleggja samninginn.“ President, Joan Laporta Of FC Barcelona Press Conference BARCELONA, SPAIN - AUGUST 06: President of FC Barcelona Joan Laporta attends a press conference after the announcement that Lionel Messi will be leaving the club at Camp Nou on August 06, 2021 in Barcelona, Spain. (Photo by Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images)Pedro Salado/Getty Images
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira