Stjórn AGS ræðir framtíð Georgievu Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2021 08:40 Búlgarinn Kristalina Georgieva hefur verið framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í október árið 2019. Á undan var hún forstjóri Alþjóðabankans. Vísir/EPA Framtíð Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), er enn óráðin eftir að stjórn sjóðsins tók enga ákvörðun á maraþonfundum um helgina. Stjórnin ætlar að funda aftur vegna ásakana um að Georgieva hafi gengið erinda Kínverja í dag. Niðurstaða skýrslu lögfræðistofu sem var unnin fyrir siðanefnd Alþjóðabankans var að Georgieva, sem var forstjóri bankans, og Jim Yong Kim, forseti hans hefðu beitt starfsmenn hans óeðlilegum þrýstingi um að eiga við gögn til að fegra stöðu Kína á lista bankans yfir lönd þar sem best er að stunda viðskipti í heiminum árið 2017. Georgieva tók við stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2019. Stjórn sjóðsins fundaði með henni og fulltrúum lögfræðistofunnar sem vann skýrsluna. Í yfirlýsingu eftir fundinn sagðist stjórnin nærri því að ljúka yfirferð sinni yfir málið. Stjórnin ætlar að funda áfram í dag en heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar telur líklegt að hún muni hreinsa framkvæmdastjórann af allri sök. Evrópuríki hafa þegar lýst stuðningi við að Georgieva klári skipunartíma sinn hjá sjóðnum. Bandaríkjastjórn hefur sagst vilja lengri tíma til að fara yfir ásakanirnar. Málið er sagt varpa skugga á sameiginlegan ársfund Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefst í dag. Georgieva á þar að leiða umræður um efnahagsbata eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn, niðurfellingu skulda og aðgerðir til þess að flýta bólusetningu. Georgieva hefur sjálf harðneitað allri sök. Lögmenn hennar fullyrða að reglur Alþjóðabankans hafi verið brotnar við gerð skýrslunnar þar sem henni hafi verið neitað um tækifæri til að bregðast við ásökununum. Lögfræðistofan neitar því. Í skýrslu hennar segir að bæði Georgieva og Kim hafi hlutast til um matið á viðskiptaumhverfi í Kína á sama tíma og þau unni að því hörðum höndum að fá stjórnvöld í Beijing til þess að taka þátt í meiriháttar hlutafjáraukningu í bankanum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Alþjóðabankinn Tengdar fréttir Hitnar undir framkvæmdastjóra gjaldeyrissjóðsins Vaxandi þrýstingur er nú á Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna ásakana um að hún hafi látið eiga við gögn til þess að fegra viðskiptaumhverfi í Kína. 24. september 2021 13:25 Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. 17. september 2021 10:05 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Niðurstaða skýrslu lögfræðistofu sem var unnin fyrir siðanefnd Alþjóðabankans var að Georgieva, sem var forstjóri bankans, og Jim Yong Kim, forseti hans hefðu beitt starfsmenn hans óeðlilegum þrýstingi um að eiga við gögn til að fegra stöðu Kína á lista bankans yfir lönd þar sem best er að stunda viðskipti í heiminum árið 2017. Georgieva tók við stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2019. Stjórn sjóðsins fundaði með henni og fulltrúum lögfræðistofunnar sem vann skýrsluna. Í yfirlýsingu eftir fundinn sagðist stjórnin nærri því að ljúka yfirferð sinni yfir málið. Stjórnin ætlar að funda áfram í dag en heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar telur líklegt að hún muni hreinsa framkvæmdastjórann af allri sök. Evrópuríki hafa þegar lýst stuðningi við að Georgieva klári skipunartíma sinn hjá sjóðnum. Bandaríkjastjórn hefur sagst vilja lengri tíma til að fara yfir ásakanirnar. Málið er sagt varpa skugga á sameiginlegan ársfund Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefst í dag. Georgieva á þar að leiða umræður um efnahagsbata eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn, niðurfellingu skulda og aðgerðir til þess að flýta bólusetningu. Georgieva hefur sjálf harðneitað allri sök. Lögmenn hennar fullyrða að reglur Alþjóðabankans hafi verið brotnar við gerð skýrslunnar þar sem henni hafi verið neitað um tækifæri til að bregðast við ásökununum. Lögfræðistofan neitar því. Í skýrslu hennar segir að bæði Georgieva og Kim hafi hlutast til um matið á viðskiptaumhverfi í Kína á sama tíma og þau unni að því hörðum höndum að fá stjórnvöld í Beijing til þess að taka þátt í meiriháttar hlutafjáraukningu í bankanum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Alþjóðabankinn Tengdar fréttir Hitnar undir framkvæmdastjóra gjaldeyrissjóðsins Vaxandi þrýstingur er nú á Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna ásakana um að hún hafi látið eiga við gögn til þess að fegra viðskiptaumhverfi í Kína. 24. september 2021 13:25 Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. 17. september 2021 10:05 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hitnar undir framkvæmdastjóra gjaldeyrissjóðsins Vaxandi þrýstingur er nú á Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna ásakana um að hún hafi látið eiga við gögn til þess að fegra viðskiptaumhverfi í Kína. 24. september 2021 13:25
Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. 17. september 2021 10:05