Allt skólahald færist í Fossvogsdalinn næsta haust Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2021 18:18 Mygluvandræði hafa plagað skólastarfið í Fossvogsskóla. Vísir/Vilhelm Skólastarf í Fossvogsskóla mun allt fara fram í Fossvogsdal frá og með næsta skólaári. Ráðist verður í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæði skólans til þess að komast fyrir mygluvandræði sem plagað hafa skólastarfið að undanförnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem greint er frá því að staða framkvæmda við uppfærslu á Fossvogsskóla hafi verið rædd á fundi í dag með starfsfólki skólans, skólaráði og foreldrum. Málefni Fossvogsskóla hafa mikið verið í deiglunni síðustu misserin vegna myglu í skólanum. Til stóð að kennsla yngstu árganganna færi fram í Víkingsheimilinu í Fossvogi, en hætt var við það í kjölfar mótmæla foreldrafélags skólans. Varð úr að skólinn fékk inni tímabundið hjá Hjálpræðishernum. Næsta haust er hins vegar reiknað með að skólastarfið verði allt í Fossvogsdal. Börn munu stunda nám í tveimur uppgerðum byggingum, Austurlandi, og Vesturlandi, og að hluta til einnig í einingarhúsum á lóð skólans. Áætlað er að framkvæmdum við Meginland ljúki haustið 2023. Einangrun innan á útveggjum verður fjarlægð í Vestur og Austurlandi, þær verða einangraðar að utan og klæddar með álklæðningu. Allir gluggar og útihurðir verða endurnýjaðar og lokið við að endurnýja öll þök. Ennfremur verða innveggir fjarlægðir og endurbyggðir í samræmi við gildandi eldvarnarkröfur, raflagnir og pípulagnir verða endurnýjaðar sem og loftaefni og gólfefni. Loftræsting allra húsa verður yfirfarin og virkni breytt með tilliti til bættrar innivistar. Þá er unnið að breyttu innra skipulagi á húsnæðinu svo byggingarnar henti betur fyrir nútíma kröfur í kennslufræði, að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla í Fossvogsskóla Borgarstjórn Tengdar fréttir Mánaðarleigan 1,2 milljónir króna Reykjavíkurborg mun greiða 1,2 milljónir króna í leigu mánaðarlega fyrir húsnæði Hjálpræðishersins sem ætlað er að brúa bilið vegna kennslu fyrir yngstu nemendur Fossvogsskóla á meðan unnið er við uppsetningu bráðabirgðahúsnæðis á lóð skólans meðan viðgerðir fara fram á aðal húsnæði Fossvogsskóla. 30. ágúst 2021 08:29 Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. 21. ágúst 2021 08:12 Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44 Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20. ágúst 2021 18:50 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem greint er frá því að staða framkvæmda við uppfærslu á Fossvogsskóla hafi verið rædd á fundi í dag með starfsfólki skólans, skólaráði og foreldrum. Málefni Fossvogsskóla hafa mikið verið í deiglunni síðustu misserin vegna myglu í skólanum. Til stóð að kennsla yngstu árganganna færi fram í Víkingsheimilinu í Fossvogi, en hætt var við það í kjölfar mótmæla foreldrafélags skólans. Varð úr að skólinn fékk inni tímabundið hjá Hjálpræðishernum. Næsta haust er hins vegar reiknað með að skólastarfið verði allt í Fossvogsdal. Börn munu stunda nám í tveimur uppgerðum byggingum, Austurlandi, og Vesturlandi, og að hluta til einnig í einingarhúsum á lóð skólans. Áætlað er að framkvæmdum við Meginland ljúki haustið 2023. Einangrun innan á útveggjum verður fjarlægð í Vestur og Austurlandi, þær verða einangraðar að utan og klæddar með álklæðningu. Allir gluggar og útihurðir verða endurnýjaðar og lokið við að endurnýja öll þök. Ennfremur verða innveggir fjarlægðir og endurbyggðir í samræmi við gildandi eldvarnarkröfur, raflagnir og pípulagnir verða endurnýjaðar sem og loftaefni og gólfefni. Loftræsting allra húsa verður yfirfarin og virkni breytt með tilliti til bættrar innivistar. Þá er unnið að breyttu innra skipulagi á húsnæðinu svo byggingarnar henti betur fyrir nútíma kröfur í kennslufræði, að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni.
Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla í Fossvogsskóla Borgarstjórn Tengdar fréttir Mánaðarleigan 1,2 milljónir króna Reykjavíkurborg mun greiða 1,2 milljónir króna í leigu mánaðarlega fyrir húsnæði Hjálpræðishersins sem ætlað er að brúa bilið vegna kennslu fyrir yngstu nemendur Fossvogsskóla á meðan unnið er við uppsetningu bráðabirgðahúsnæðis á lóð skólans meðan viðgerðir fara fram á aðal húsnæði Fossvogsskóla. 30. ágúst 2021 08:29 Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. 21. ágúst 2021 08:12 Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44 Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20. ágúst 2021 18:50 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Mánaðarleigan 1,2 milljónir króna Reykjavíkurborg mun greiða 1,2 milljónir króna í leigu mánaðarlega fyrir húsnæði Hjálpræðishersins sem ætlað er að brúa bilið vegna kennslu fyrir yngstu nemendur Fossvogsskóla á meðan unnið er við uppsetningu bráðabirgðahúsnæðis á lóð skólans meðan viðgerðir fara fram á aðal húsnæði Fossvogsskóla. 30. ágúst 2021 08:29
Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. 21. ágúst 2021 08:12
Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44
Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20. ágúst 2021 18:50