Fótboltamenn krefjast greiðslu fyrir notkun upplýsinga um þá Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2021 15:00 Alls konar gögn um knattspyrnumenn eru nýtt af fyrirtækjum án þess að þeir fái greiðslur fyrir. Getty/Michael Regan Ýmis fyrirtæki nýta sér upplýsingar um hæð og þyngd knattspyrnumanna, meðalfjölda marka sem þeir skora í leik, spilaðar mínútur, fiskaðar vítaspyrnur og margt fleira. Nú krefjast hundruð knattspyrnumanna í Bretlandi þess að þeim sé greitt fyrir notkun á gögnum um þá. Russell Slade, fyrrverandi knattspyrnustjóri Cardiff, Leyton Orient og Yoevil Town, fer fyrir hópi 850 leikmanna sem krefjast þess að fá bætur vegna notkunar fyrirtækja á upplýsingum um þá síðustu sex árin. Þeir vilja jafnframt fá árlegar greiðslur frá fyrirtækjum sem ætla sér að nýta þessar upplýsingar. Hópurinn hefur sent erindi til sautján slíkra fyrirtækja, sem meðal annars starfa í veðmálaheiminum og afþreyingariðnaði, og hótað málsókn. Yfir 150 fyrirtæki eru á lista hjá hópnum yfir fyrirtæki sem hann telur að brjóti lög með notkun gagna um leikmenn. Lögfræðingateymi Slades segir að það sé brot á lögum um gagnavernd, sem voru hert árið 2018, að nota upplýsingar um leikmenn án þess að fá til þess leyfi og greiða fyrir það. „Ótrúlegt að sjá hvar þessar upplýsingar eru notaðar“ Slade segir að greiðslur til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni, fyrir notkun upplýsinga um þá, hafi vissulega kannski ekki mikil áhrif á fjárhaginn hjá þeim. Þegar horft sé til neðri deilda, í karla- og kvennafótboltanum, sé hins vegar um meira hagsmunamál að ræða fyrir leikmenn. „Það er ótrúlegt að sjá hvar þessar upplýsingar eru notaðar. Það var til að mynda hægt að finna einhver 7.000 upplýsingabrot um einn leikmann, og það var ekki leikmaður í ensku úrvalsdeildinni eða jafnvel næstefstu deild,“ sagði Slade við BBC. „Það eru fyrirtæki sem að safna þessum upplýsingum og nýta þær án þess að leikmenn gefi leyfi fyrir því,“ sagði Slade og sagði hópinn staðráðinn í að breyta ástandinu sem svo sannarlega einskorðist ekki við fótboltaheiminn heldur eigi við um allar íþróttir. Kennara eða lögfræðingi myndi ekki líða vel með þetta Tölfræðiupplýsingar eru nýttar með afar víðtækum hætti í íþróttum og svo hefur lengi verið. Knattspyrnufélög og leikmenn nýta þær til að mæla árangur og setja sér markmið, og ótengd fyrirtæki hafa nýtt upplýsingar meðal annars til að ákvarða stuðla eða til notkunar í ýmiss konar leikjum. Dave Edwards, fyrrverandi landsliðsmaður Wales, segir að leikmenn vilji hafa meira um það að segja hvernig gögn um þá séu nýtt: „Eftir því sem ég hef skoðað það betur hvernig upplýsingar um okkur eru nýttar, hve víða þær fara og öll fyrirtækin sem nota þær, þá finnst mér sem leikmanni að við ættum að ráða meiru um það hver fær að nota þær,“ sagði Edwards. „Það myndu allir aðrir í heiminum fá að hafa eitthvað um það að segja. Bara af því að við erum fótboltamenn og þannig opinberar persónur þá er horft framhjá þessu. Ef að það væri verið að deila svona upplýsingum um kennara eða lögfræðing þá myndi viðkomandi ekki líða vel með það. Ég tel að við sem einstaklingar séum ekkert ólíkir varðandi það,“ bætti hann við. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira
Russell Slade, fyrrverandi knattspyrnustjóri Cardiff, Leyton Orient og Yoevil Town, fer fyrir hópi 850 leikmanna sem krefjast þess að fá bætur vegna notkunar fyrirtækja á upplýsingum um þá síðustu sex árin. Þeir vilja jafnframt fá árlegar greiðslur frá fyrirtækjum sem ætla sér að nýta þessar upplýsingar. Hópurinn hefur sent erindi til sautján slíkra fyrirtækja, sem meðal annars starfa í veðmálaheiminum og afþreyingariðnaði, og hótað málsókn. Yfir 150 fyrirtæki eru á lista hjá hópnum yfir fyrirtæki sem hann telur að brjóti lög með notkun gagna um leikmenn. Lögfræðingateymi Slades segir að það sé brot á lögum um gagnavernd, sem voru hert árið 2018, að nota upplýsingar um leikmenn án þess að fá til þess leyfi og greiða fyrir það. „Ótrúlegt að sjá hvar þessar upplýsingar eru notaðar“ Slade segir að greiðslur til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni, fyrir notkun upplýsinga um þá, hafi vissulega kannski ekki mikil áhrif á fjárhaginn hjá þeim. Þegar horft sé til neðri deilda, í karla- og kvennafótboltanum, sé hins vegar um meira hagsmunamál að ræða fyrir leikmenn. „Það er ótrúlegt að sjá hvar þessar upplýsingar eru notaðar. Það var til að mynda hægt að finna einhver 7.000 upplýsingabrot um einn leikmann, og það var ekki leikmaður í ensku úrvalsdeildinni eða jafnvel næstefstu deild,“ sagði Slade við BBC. „Það eru fyrirtæki sem að safna þessum upplýsingum og nýta þær án þess að leikmenn gefi leyfi fyrir því,“ sagði Slade og sagði hópinn staðráðinn í að breyta ástandinu sem svo sannarlega einskorðist ekki við fótboltaheiminn heldur eigi við um allar íþróttir. Kennara eða lögfræðingi myndi ekki líða vel með þetta Tölfræðiupplýsingar eru nýttar með afar víðtækum hætti í íþróttum og svo hefur lengi verið. Knattspyrnufélög og leikmenn nýta þær til að mæla árangur og setja sér markmið, og ótengd fyrirtæki hafa nýtt upplýsingar meðal annars til að ákvarða stuðla eða til notkunar í ýmiss konar leikjum. Dave Edwards, fyrrverandi landsliðsmaður Wales, segir að leikmenn vilji hafa meira um það að segja hvernig gögn um þá séu nýtt: „Eftir því sem ég hef skoðað það betur hvernig upplýsingar um okkur eru nýttar, hve víða þær fara og öll fyrirtækin sem nota þær, þá finnst mér sem leikmanni að við ættum að ráða meiru um það hver fær að nota þær,“ sagði Edwards. „Það myndu allir aðrir í heiminum fá að hafa eitthvað um það að segja. Bara af því að við erum fótboltamenn og þannig opinberar persónur þá er horft framhjá þessu. Ef að það væri verið að deila svona upplýsingum um kennara eða lögfræðing þá myndi viðkomandi ekki líða vel með það. Ég tel að við sem einstaklingar séum ekkert ólíkir varðandi það,“ bætti hann við.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira