Krísa hjá Kansas eða ekki krísa hjá Kansas: Henry Birgir með sterka skoðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2021 15:30 Patrick Mahomes var svekkelsið uppmálað í síðasta leik Kansas City Chiefs þar sem liðið tapaði öðrum heimaleiknum sínum í röð. AP/Ed Zurga Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs líta ekki lengur út eins og eitt af bestu liðum NFL-deildarinnar og þeir steinlágu á móti Buffalo Bills á heimavelli um helgina. Lokasóknin ræddi stöðuna á kólnum eins heitasta liðs ameríska fótboltans síðustu ár. „Mig rámar í þátt hérna um daginn þar sem ónefndur aðili hérna inni hafi talað um að það væri líklega krísa hjá Kansas. Annar ónefndur maður svaraði þá: Það er enginn krísa hjá Kansas. Hvað segir þú núna vinur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi spurningu sinni til Eiríks Stefáns Ásgeirssonar. „Nei. Þeir voru að tapa fyrir Buffalo sem er með frábært lið sem gæti verið besta lið deildarinnar,“ sagði Eiríkur Stefán. „Þeir tapa öllu á heimavelli og þeir tapa öllum jöfnum leikjum. Það var bara valtað yfir þá þarna,“ sagði Henry Birgir. Klippa: Lokasóknin: Staðan á Kansas City Chiefs liðinu „Alvöru hausar vita að tímabilið byrjar ekki fyrr en eftir Thanksgiving. Verum vara rólegir á þessu,“ sagði Eiríkur Stefán. Henry Birgir var samt alveg klár í yfirlýsingar strax. „Hér er yfirlýsing. Kansas. Þetta er búið. Kansas verður ekkert í neinni baráttu á þessari leiktíð og ástæðan er: Þeir verða með frábæra sókn en það er ekki hægt að fara alla leið í Super Bowl með svona hörmulegan varnarleik,“ sagði Henry. Andri Ólafsson fór með þeim Henry og Eiríki yfir leik Kansas City Chiefs í tapinu á móti Buffalo. Þar var líka rætt um hið geysisterka lið Buffalo Bills. Þeir tóku meðal annars fyrir þegar leikstjórnandinn Josh Allen fór í grindahlaup yfir einn varnarmann Kansas City. Umfjöllunina má sjá hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
„Mig rámar í þátt hérna um daginn þar sem ónefndur aðili hérna inni hafi talað um að það væri líklega krísa hjá Kansas. Annar ónefndur maður svaraði þá: Það er enginn krísa hjá Kansas. Hvað segir þú núna vinur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi spurningu sinni til Eiríks Stefáns Ásgeirssonar. „Nei. Þeir voru að tapa fyrir Buffalo sem er með frábært lið sem gæti verið besta lið deildarinnar,“ sagði Eiríkur Stefán. „Þeir tapa öllu á heimavelli og þeir tapa öllum jöfnum leikjum. Það var bara valtað yfir þá þarna,“ sagði Henry Birgir. Klippa: Lokasóknin: Staðan á Kansas City Chiefs liðinu „Alvöru hausar vita að tímabilið byrjar ekki fyrr en eftir Thanksgiving. Verum vara rólegir á þessu,“ sagði Eiríkur Stefán. Henry Birgir var samt alveg klár í yfirlýsingar strax. „Hér er yfirlýsing. Kansas. Þetta er búið. Kansas verður ekkert í neinni baráttu á þessari leiktíð og ástæðan er: Þeir verða með frábæra sókn en það er ekki hægt að fara alla leið í Super Bowl með svona hörmulegan varnarleik,“ sagði Henry. Andri Ólafsson fór með þeim Henry og Eiríki yfir leik Kansas City Chiefs í tapinu á móti Buffalo. Þar var líka rætt um hið geysisterka lið Buffalo Bills. Þeir tóku meðal annars fyrir þegar leikstjórnandinn Josh Allen fór í grindahlaup yfir einn varnarmann Kansas City. Umfjöllunina má sjá hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira