Börnin í sömu klípu og Jón Arnór fyrir 30 árum: „Aðstaðan er ekki boðleg“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2021 08:00 Eins og sjá má er ekki mikið pláss fyrir krakkana í íþróttasal Laugarnesskóla. Jón Arnór Stefánsson mætti á æfingu hjá þeim í vikunni en hann er úr Laugarneshverfi og horfir nú upp á börnin sín glíma við sama aðstöðuleysi og þegar hann neyddist til að sækja æfingar í Vesturbænum á síðustu öld. Stöð 2 Það ríkir neyðarástand hjá einni stærstu körfuknattleiksdeild landsins, Ármanni, vegna aðstöðuleysis í Laugardal. Jón Arnór Stefánsson hitti Gaupa í pínulitlum íþróttasal sem félagið notar og sagði aðstöðuna jafnvel enn verri en þegar hann neyddist til að sækja æfingar úr Laugardal í Vesturbæinn á sínum tíma. „Þetta er brýnt efni og úr þessu þarf að bæta ekki seinna en á morgun. Ég vil skora á Dag B. [Eggertsson, borgarstjóra] og félaga að koma hingað niður í Laugardal og kíkja í heimsókn til okkar, og taka röltið í Laugarnesskóla og Langholtsskóla og fara yfir stöðu mála. Sýna þeim svart á hvítu hversu léleg aðstaðan er og hversu brýnt þetta mál er fyrir okkur íbúana í hverfinu,“ sagði Jón Arnór sem kíkti á æfingu með Gaupa í Laugarnesskóla, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Gaupi hitti Jón Arnór og Odd í íþróttasal Laugarnesskóla Ármenningar og Þróttarar hafa lengi glímt við aðstöðuleysi en steininn tók úr þegar Laugardalshöllinni var lokað vegna vatnsskemmda. Iðkendur Ármanns æfa í smáum íþróttasölum Laugarnesskóla og Langholtsskóla, og þau sem eldri eru hafa þurft að sækja æfingar út fyrir Laugardal í íþróttahús Kennaraháskólans. Þegar Jón Arnór og vinir hans ákváðu að æfa körfubolta á sínum tíma urðu þeir að sækja æfingar hjá KR til að komast í viðunandi aðstöðu. Börnin hans Jóns eru nú í sömu stöðu og hann var á sínum tíma og Jón er líkt og margir orðinn langeygður eftir nýju, almennilegu íþróttahúsi í Laugardal. Börnin vilji stunda íþróttir en aðstaða ekki fyrir hendi „Síðan 1992, þegar ég byrja, þá er nánast sama staða ef ekki verri. Ármann er hér í hverfinu orðinn það stórt félag að aðstaðan er ekki boðleg. Það er stór ástæða fyrir því að ég fór í KR á sínum tíma og sama er að gerast fyrir mín börn. Ég er bara hérna sem íbúi þessa hverfis og faðir barna sem að stunda íþróttir með Þrótti og Ármanni, og vil vekja athygli á þessari hrikalega lélegu íþróttaaðstöðu sem við höfum í hverfinu. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur foreldra. Börnin vilja stunda íþróttir, þau þurfa einhvers staðar að vera, og það er ekki aðstaða fyrir þau. Þetta er ákall til borgarinnar um að gera eitthvað í þessum málum,“ segir Jón. Hann segir það synd að horfa þurfi á eftir krökkum úr hverfinu í önnur félög og að byggja þurfi upp alvöru íþróttaaðstöðu sem sameini hverfin í kringum Laugardalinn. „Það er búið að skipa einhverja starfshópa, nokkra held ég, síðan árið 2017 til að fara yfir þessi mál en það er bara því miður ekkert að frétta. Við horfum á Laugardalinn sem einhverja íþróttaparadís en staðreyndin er sú að krakkarnir geta hvergi æft. Þróttur og Ármann glíma við neyðartilfelli og við þurfum að bæta úr þessu ekki seinna en á morgun,“ segir Jón. Þjálfarinn Oddur Jóhannsson á sinn þátt í að körfuknattleiksdeild Ármanns er ein sú stærsta á landinu, þrátt fyrir aðstöðuleysið.Stöð 2 „Ekki hægt að spila eðlilegan körfubolta“ Oddur Jóhannsson, þjálfari Ármanns, tekur í sama streng: „Þetta er eiginlega ekki boðlegt. Allt of lítil hús og allt of margir iðkendur miðað við þessa stærð. Þetta er mjög erfitt. Við höfum mikla reynslu af þessu því þetta hefur verið svona um árabil en vandinn er alltaf að aukast. Þetta krefst gífurlegs skipulags en við erum gífurlega takmörkuð út af þessum þrengslum. Það er ekki hægt að spila eðlilegan körfubolta nema að mjög takmörkuðu leyti,“ segir Oddur og bætir við: „Við erum orðnir langþreyttir. Vandamálið er að vaxa. Það er lúxusvandamál því deildin okkar er alltaf að stækka og okkur gengur mjög vel í yngri flokkunum, og krökkunum fjölgar hratt þrátt fyrir aðstöðuleysið, en eftir því sem þau eldast og þeim fjölgar þá þrengir að okkur og vandamálið stækkar og stækkar.“ Körfubolti Reykjavík Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
„Þetta er brýnt efni og úr þessu þarf að bæta ekki seinna en á morgun. Ég vil skora á Dag B. [Eggertsson, borgarstjóra] og félaga að koma hingað niður í Laugardal og kíkja í heimsókn til okkar, og taka röltið í Laugarnesskóla og Langholtsskóla og fara yfir stöðu mála. Sýna þeim svart á hvítu hversu léleg aðstaðan er og hversu brýnt þetta mál er fyrir okkur íbúana í hverfinu,“ sagði Jón Arnór sem kíkti á æfingu með Gaupa í Laugarnesskóla, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Gaupi hitti Jón Arnór og Odd í íþróttasal Laugarnesskóla Ármenningar og Þróttarar hafa lengi glímt við aðstöðuleysi en steininn tók úr þegar Laugardalshöllinni var lokað vegna vatnsskemmda. Iðkendur Ármanns æfa í smáum íþróttasölum Laugarnesskóla og Langholtsskóla, og þau sem eldri eru hafa þurft að sækja æfingar út fyrir Laugardal í íþróttahús Kennaraháskólans. Þegar Jón Arnór og vinir hans ákváðu að æfa körfubolta á sínum tíma urðu þeir að sækja æfingar hjá KR til að komast í viðunandi aðstöðu. Börnin hans Jóns eru nú í sömu stöðu og hann var á sínum tíma og Jón er líkt og margir orðinn langeygður eftir nýju, almennilegu íþróttahúsi í Laugardal. Börnin vilji stunda íþróttir en aðstaða ekki fyrir hendi „Síðan 1992, þegar ég byrja, þá er nánast sama staða ef ekki verri. Ármann er hér í hverfinu orðinn það stórt félag að aðstaðan er ekki boðleg. Það er stór ástæða fyrir því að ég fór í KR á sínum tíma og sama er að gerast fyrir mín börn. Ég er bara hérna sem íbúi þessa hverfis og faðir barna sem að stunda íþróttir með Þrótti og Ármanni, og vil vekja athygli á þessari hrikalega lélegu íþróttaaðstöðu sem við höfum í hverfinu. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur foreldra. Börnin vilja stunda íþróttir, þau þurfa einhvers staðar að vera, og það er ekki aðstaða fyrir þau. Þetta er ákall til borgarinnar um að gera eitthvað í þessum málum,“ segir Jón. Hann segir það synd að horfa þurfi á eftir krökkum úr hverfinu í önnur félög og að byggja þurfi upp alvöru íþróttaaðstöðu sem sameini hverfin í kringum Laugardalinn. „Það er búið að skipa einhverja starfshópa, nokkra held ég, síðan árið 2017 til að fara yfir þessi mál en það er bara því miður ekkert að frétta. Við horfum á Laugardalinn sem einhverja íþróttaparadís en staðreyndin er sú að krakkarnir geta hvergi æft. Þróttur og Ármann glíma við neyðartilfelli og við þurfum að bæta úr þessu ekki seinna en á morgun,“ segir Jón. Þjálfarinn Oddur Jóhannsson á sinn þátt í að körfuknattleiksdeild Ármanns er ein sú stærsta á landinu, þrátt fyrir aðstöðuleysið.Stöð 2 „Ekki hægt að spila eðlilegan körfubolta“ Oddur Jóhannsson, þjálfari Ármanns, tekur í sama streng: „Þetta er eiginlega ekki boðlegt. Allt of lítil hús og allt of margir iðkendur miðað við þessa stærð. Þetta er mjög erfitt. Við höfum mikla reynslu af þessu því þetta hefur verið svona um árabil en vandinn er alltaf að aukast. Þetta krefst gífurlegs skipulags en við erum gífurlega takmörkuð út af þessum þrengslum. Það er ekki hægt að spila eðlilegan körfubolta nema að mjög takmörkuðu leyti,“ segir Oddur og bætir við: „Við erum orðnir langþreyttir. Vandamálið er að vaxa. Það er lúxusvandamál því deildin okkar er alltaf að stækka og okkur gengur mjög vel í yngri flokkunum, og krökkunum fjölgar hratt þrátt fyrir aðstöðuleysið, en eftir því sem þau eldast og þeim fjölgar þá þrengir að okkur og vandamálið stækkar og stækkar.“
Körfubolti Reykjavík Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira