Hverfisskipulag fjölgar bílastæðum við Bústaðaveg Ævar Harðarson skrifar 16. október 2021 07:00 Samkvæmt vinnutillögum hverfiskipulags mun bílastæðum fjölga við Bústaðaveg úr 400 í að minnsta kosti 500 stæði. Tillögurnar, sem eru nú í kynningar- og samráðsferli, gera ráð fyrir því að á svæði sem sem afmarkast af Grensásvegi i vestri og Réttarholtsvegi í austri geti risið blanda af atvinnuhúsnæði og íbúðum. Stærð þessa svæðis er 35 þúsund fermetrar og er byggingarmagn áætlað 18,5 þúsund fermetrar, þar af eru sjö þúsund fermetrar í bílakjöllurum. Tveggja hæða hús Vinnutillögurnar gerir ráð fyrir að á þessu svæði geti risið sautján byggingar sem eru tvær hæðir við Bústaðaveg. Landhallinn gefur fyrirtaks möguleika á bílakjöllurum. Í þessum húsum er gert ráð fyrir að hafa 130 til 150 nýjar íbúðir á efri hæð og atvinnustarfsemi og þjónustu á götuhæð með hverfiskjarnann við Grímsbæ sem sterkan miðpunkt. Til samanburðar má nefna að nýju byggingarnar á RÚV reitnum standa á 43 þúsund fermetrum lands. Þar eru tveggja til sexs hæða hús og heildarbyggingamang með kjöllurum eru 53.527 fermetrar. Alls eru nýju íbúðirnar 340 talsins og bílastæðafjöldinn 705 stykki. Þessi uppbygging þykir afar vel heppnuð. Byggðamynstur við Bústaðaveg er fyrirmyndin Nýju vinnutillögur um byggingar við Bústaðaveg taka mið af byggðamynstri í hæð og formi núverandi bygginga ofan við Bústaðaveg. Fyrir neðan götuna eru þriggja hæða fjölbýlishús og ef af verður munu nýju byggingarnar vera í sömu hæð og þær. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Sniðmyndir sem fylgja sýna hvernig svæðið er í dag í samanburði við hvernig svæðið getur litið út eftir breytingar. Á þessum myndum sést hvernig byggingar falla inn í landið og eru í samræmi við aðliggjandi byggð. Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsina skapa rými við líflega borgargötu með hverfistorgi milli Grímsbæjar og Garðaborgar. Nýju byggingarnar eru lágreistar en skapa skjól og mynda ekki meira skuggavarp en húsin sem eru fyrir á svæðinu. Öruggari fyrir unga vegfarendur Íbúar í hverfinu hafa lengi kallað eftir að umferðaröryggi verði aukið á Bústaðavegi. Að meðaltali aka eftir götunni við Grímsbæ þrettán til fjórtán þúsund ökutæki á sólarhring. Mælingar lögreglu sýna að fjölmargir aka þarna nú yfir löglegum hámarkshraða sem eðli málsins samkvæmt skapar mikla hættu fyrir fjölmarga gangandi og hjólandi sem eru líka á ferðinni. Bústaðavegur er þannig meiriháttar farartálmi fyrir vegfarendur á leiðinni milli hverfa innan borgarhlutans. Nú þegar eru áætlanir um að lækka hámarkshraða á Bústaðavegi en ef vinnutillögur hverfisskipulags verða að veruleika skapast mun öruggara umhverfi fyrir unga vegfarendur en nú er raunin. Bústaðavegur er ein akrein í hvora átt í dag og ekki á að breyta því samkvæmt hverfisskipulagi. Áhrif á flutningsgetu götunnar eru því hverfandi. Mikilvægt er að hafa í huga að meðalhraði á háannatíma er nú þegar lægri en fyrirhuguð lækkun hámarkshraða í 40 km/klst. Þeirri lækkun er því fyrst og síðast beint gegn háskalegum hraðakstri utan háannatíma. Íbúafundur 21. október Nú stendur yfir sýnis á þessum vinnutillögum í Austurveri. Sömu tillögur má skoða á sértökum kynningarvef á https://skipulag.reykjavik.is/. Fimmudaginn 21. október verður íbúum og hagsmunaaðilum á svæði boðið til sérstak umræðufundar í Réttarholsskóla kl 19. 30 meðal annars. til að heyra þeirra skoðanir á hugmyndum við Bústaðaðaveg. Þar verða hverfiskipulagsráðgjafar og sérfræðingar borgarinnar til þess að fara yfir þessar vinnutillögur og ræða við íbúa. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Ph.D. arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt vinnutillögum hverfiskipulags mun bílastæðum fjölga við Bústaðaveg úr 400 í að minnsta kosti 500 stæði. Tillögurnar, sem eru nú í kynningar- og samráðsferli, gera ráð fyrir því að á svæði sem sem afmarkast af Grensásvegi i vestri og Réttarholtsvegi í austri geti risið blanda af atvinnuhúsnæði og íbúðum. Stærð þessa svæðis er 35 þúsund fermetrar og er byggingarmagn áætlað 18,5 þúsund fermetrar, þar af eru sjö þúsund fermetrar í bílakjöllurum. Tveggja hæða hús Vinnutillögurnar gerir ráð fyrir að á þessu svæði geti risið sautján byggingar sem eru tvær hæðir við Bústaðaveg. Landhallinn gefur fyrirtaks möguleika á bílakjöllurum. Í þessum húsum er gert ráð fyrir að hafa 130 til 150 nýjar íbúðir á efri hæð og atvinnustarfsemi og þjónustu á götuhæð með hverfiskjarnann við Grímsbæ sem sterkan miðpunkt. Til samanburðar má nefna að nýju byggingarnar á RÚV reitnum standa á 43 þúsund fermetrum lands. Þar eru tveggja til sexs hæða hús og heildarbyggingamang með kjöllurum eru 53.527 fermetrar. Alls eru nýju íbúðirnar 340 talsins og bílastæðafjöldinn 705 stykki. Þessi uppbygging þykir afar vel heppnuð. Byggðamynstur við Bústaðaveg er fyrirmyndin Nýju vinnutillögur um byggingar við Bústaðaveg taka mið af byggðamynstri í hæð og formi núverandi bygginga ofan við Bústaðaveg. Fyrir neðan götuna eru þriggja hæða fjölbýlishús og ef af verður munu nýju byggingarnar vera í sömu hæð og þær. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Sniðmyndir sem fylgja sýna hvernig svæðið er í dag í samanburði við hvernig svæðið getur litið út eftir breytingar. Á þessum myndum sést hvernig byggingar falla inn í landið og eru í samræmi við aðliggjandi byggð. Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsina skapa rými við líflega borgargötu með hverfistorgi milli Grímsbæjar og Garðaborgar. Nýju byggingarnar eru lágreistar en skapa skjól og mynda ekki meira skuggavarp en húsin sem eru fyrir á svæðinu. Öruggari fyrir unga vegfarendur Íbúar í hverfinu hafa lengi kallað eftir að umferðaröryggi verði aukið á Bústaðavegi. Að meðaltali aka eftir götunni við Grímsbæ þrettán til fjórtán þúsund ökutæki á sólarhring. Mælingar lögreglu sýna að fjölmargir aka þarna nú yfir löglegum hámarkshraða sem eðli málsins samkvæmt skapar mikla hættu fyrir fjölmarga gangandi og hjólandi sem eru líka á ferðinni. Bústaðavegur er þannig meiriháttar farartálmi fyrir vegfarendur á leiðinni milli hverfa innan borgarhlutans. Nú þegar eru áætlanir um að lækka hámarkshraða á Bústaðavegi en ef vinnutillögur hverfisskipulags verða að veruleika skapast mun öruggara umhverfi fyrir unga vegfarendur en nú er raunin. Bústaðavegur er ein akrein í hvora átt í dag og ekki á að breyta því samkvæmt hverfisskipulagi. Áhrif á flutningsgetu götunnar eru því hverfandi. Mikilvægt er að hafa í huga að meðalhraði á háannatíma er nú þegar lægri en fyrirhuguð lækkun hámarkshraða í 40 km/klst. Þeirri lækkun er því fyrst og síðast beint gegn háskalegum hraðakstri utan háannatíma. Íbúafundur 21. október Nú stendur yfir sýnis á þessum vinnutillögum í Austurveri. Sömu tillögur má skoða á sértökum kynningarvef á https://skipulag.reykjavik.is/. Fimmudaginn 21. október verður íbúum og hagsmunaaðilum á svæði boðið til sérstak umræðufundar í Réttarholsskóla kl 19. 30 meðal annars. til að heyra þeirra skoðanir á hugmyndum við Bústaðaðaveg. Þar verða hverfiskipulagsráðgjafar og sérfræðingar borgarinnar til þess að fara yfir þessar vinnutillögur og ræða við íbúa. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Ph.D. arkitekt.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun