Taktu myndina úr ferilskránni, þá ertu líklegri til að vera boðaður í viðtal Friðrik Agni Árnason skrifar 16. október 2021 14:00 ...segir vinkona mín við mig þegar hún lítur yfir ferilskrána mína yfir kaffibolla í Stokkhólmi. Var ég svona ofboðslega óaðlaðandi á þessari mynd? Nei nei, það var ekki það. Ég var kannski bara aðeins of brúnn. ,,Þú ert með svo gott íslenskt nafn. Myndin mun bara rugla fólk. Treystu mér. Taktu myndina út ef þú vilt fá meiri séns á viðtali”. Þessi vinkona mín er fædd og uppalin í Svíþjóð en á foreldra sem fæddust í Íran og hún ber þess merki í útliti. Hún er semsagt brún á litinn með kolsvart hár og auk þess gullfalleg en það er önnur saga. Eftir að 40 umsóknir með mynd af mér í ferilskránni höfðu farið um víðan völl án árangurs ákvað ég að hlusta á vinkonu mína og prófa að henda myndinni út. Í þessum 40 umsóknum sem ég hafði sent var ég meira að segja búinn að lækka kröfur mínar og vonir. Ég var farinn að sækja um störf sem ég vissi að ég væri líklega of hæfur í. Viti menn. Fyrsta umsóknin sem ég sendi án myndar fékk viðbrögð. Ég var boðaður í viðtal. Og þetta var fyrir starf sem ég var fullkomlega hæfur í og hentaði mínum hæfileikum, reynslu og menntun. Var þetta tilviljun. Kannski, kannski ekki. En mér fannst þetta allavega umhugsunarvert. Fyrst var mér eiginlega pínu brugðið. Ég var móðgaður og dómharður gagnvart Svíum. Eru þeir svona miklir rasistar? Af hverju þurfti ég að taka myndina af mér út til þess að fá viðtal? Það kom mér líka á óvart hvað vinkonu minni fannst þetta ekkert tiltökumál. Auðvitað er rasismi í Svíþjóð. Hvar hafði ég verið? Í jafnréttisparadís? Þetta var fyrir næstum því 10 árum sem ég var þarna í Svíþjóð. Þá hafði ég þegar búið í Ástralíu og Ítalíu þar sem ég menntaði mig. Síðar átti ég svo eftir að ferðast til Dubai og starfa þar áður en ég sogaðist aftur að hráleikanum, fegurðinni og fjöllunum hér heima. Ég hef menntað mig enn meira. Tekist á við ýmis störf og verkefni undanfarin ár. Þegar ég lít til baka þá sé ég að þetta sem gerðist í Svíþjóð er ekki endilega eitthvað sem heitir rasismi heldur ómeðvituð hlutdrægni. Og við erum örugglega flest með hana, ómeðvitað og gagnvart ólíkum hlutum í lífinu. Við ætlum okkur ekkert að dæma fólk út frá staðlaðri hugmyndafræði um týpugerðir. En við gerum það þó samt. Við sjáum fyrir okkur að fyrir þetta hlutverk eða þetta starf væri best ef týpan væri svona en ekki svona. Og oft er það út frá einhverju ,,normi” sem er auðvitað ekki til. En það er einmitt margra ára ,,norm” uppeldi sem hefur alið af sér ómeðvitaða hlutdrægni. Við spottum frávik frá þessu svokallaða normi og nennum ekki endilega að hafa fyrir því að gefa þessu fráviki sama séns og hinu venjulega. ,,Æ þessi er eitthvað svona öðruvísi og flókinn, það væri betra ef hann væri bara venjulegur.” Á yfirborðinu erum við öll mjög meðvituð og að gera okkar besta. Við þurfum bara að gera betur en okkar besta. Við þurfum að breytast. Í tilfellinu að ofan lýsi ég atvinnuumsóknarferli í Svíþjóð. En það er sama form allsstaðar þar sem við erum að sækja um starf. Í grunninn er þetta vandamál sem snýst um staðlaðar hugmyndir um það hvernig við útbúum ferilskrá og hvaða upplýsingar fara í hana. Ef ég væri ekki dæmdur á húðlit þá væri það aldurinn, brosið eða jafnvel nafnið mitt. Hvaða upplýsingar þurfa að liggja til grundvallar svo fólk geti metið hæfan starfskraft? Þarf raunverulega að vita kyn, nafn, húðlit, hárgerð og aldur til þess að meta það? Hugsið um það grínlaust. Er ekki nóg að sjá reynslubankann, menntunina og hvernig viðkomandi er að nálgast starfið í umsókninni? Ég myndi telja að fyrir sum störf skipti dálkarnir Annað og Áhugamál í ferilskránni mun meira máli en jafnvel menntun. Því þeir gefa hugmynd um einstaklinginn. Hvernig fólki viljum við vinna með? Í góðum umsóknum fær manneskjan að skína og segja frá því hver hún er umfram allt það sem hún hefur lært. Auðvitað þarf þekking og kunnátta að vera til staðar. En það er ekki allt. Hvernig væri að fjarlægja þessar persónuupplýsingar úr ferilskrám? Það gerist örugglega of oft að fólk fer á mis við besta kandidatann fyrir starfið sem það er að ráða í því ómeðvitaða hlutdrægnin henti honum beint í Nei skúffuna. Tökum út allt það sem kallar fram okkar ómeðvituðu hlutdrægni og gefum öllum jöfn tækifæri á atvinnumarkaði. Tökum út nöfn, tökum út kennitölur, tökum út kyn, tökum út mynd. Horfum á reynslu, horfum á hvernig ástríða fyrir starfinu skín í gegn. Skoðum virkilega hvaða manneskja er hérna að sækja um. Kannski gerir það úrvinnsluferlið aðeins flóknara en eins og ég sagði: Við þurfum að breyta því hvernig við gerum hlutina ef við ætlum raunverulega að breytast sem samfélag. Þó úrvinnsluferli umsókna verði flóknara þá er á endanum til svo mikils að vinna. Þú ert nefnilega ekki að fara vinna með brúnu skinni, spiki, húðflúri eða skökkum tönnum. Þú ert að fara vinna með manneskju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
...segir vinkona mín við mig þegar hún lítur yfir ferilskrána mína yfir kaffibolla í Stokkhólmi. Var ég svona ofboðslega óaðlaðandi á þessari mynd? Nei nei, það var ekki það. Ég var kannski bara aðeins of brúnn. ,,Þú ert með svo gott íslenskt nafn. Myndin mun bara rugla fólk. Treystu mér. Taktu myndina út ef þú vilt fá meiri séns á viðtali”. Þessi vinkona mín er fædd og uppalin í Svíþjóð en á foreldra sem fæddust í Íran og hún ber þess merki í útliti. Hún er semsagt brún á litinn með kolsvart hár og auk þess gullfalleg en það er önnur saga. Eftir að 40 umsóknir með mynd af mér í ferilskránni höfðu farið um víðan völl án árangurs ákvað ég að hlusta á vinkonu mína og prófa að henda myndinni út. Í þessum 40 umsóknum sem ég hafði sent var ég meira að segja búinn að lækka kröfur mínar og vonir. Ég var farinn að sækja um störf sem ég vissi að ég væri líklega of hæfur í. Viti menn. Fyrsta umsóknin sem ég sendi án myndar fékk viðbrögð. Ég var boðaður í viðtal. Og þetta var fyrir starf sem ég var fullkomlega hæfur í og hentaði mínum hæfileikum, reynslu og menntun. Var þetta tilviljun. Kannski, kannski ekki. En mér fannst þetta allavega umhugsunarvert. Fyrst var mér eiginlega pínu brugðið. Ég var móðgaður og dómharður gagnvart Svíum. Eru þeir svona miklir rasistar? Af hverju þurfti ég að taka myndina af mér út til þess að fá viðtal? Það kom mér líka á óvart hvað vinkonu minni fannst þetta ekkert tiltökumál. Auðvitað er rasismi í Svíþjóð. Hvar hafði ég verið? Í jafnréttisparadís? Þetta var fyrir næstum því 10 árum sem ég var þarna í Svíþjóð. Þá hafði ég þegar búið í Ástralíu og Ítalíu þar sem ég menntaði mig. Síðar átti ég svo eftir að ferðast til Dubai og starfa þar áður en ég sogaðist aftur að hráleikanum, fegurðinni og fjöllunum hér heima. Ég hef menntað mig enn meira. Tekist á við ýmis störf og verkefni undanfarin ár. Þegar ég lít til baka þá sé ég að þetta sem gerðist í Svíþjóð er ekki endilega eitthvað sem heitir rasismi heldur ómeðvituð hlutdrægni. Og við erum örugglega flest með hana, ómeðvitað og gagnvart ólíkum hlutum í lífinu. Við ætlum okkur ekkert að dæma fólk út frá staðlaðri hugmyndafræði um týpugerðir. En við gerum það þó samt. Við sjáum fyrir okkur að fyrir þetta hlutverk eða þetta starf væri best ef týpan væri svona en ekki svona. Og oft er það út frá einhverju ,,normi” sem er auðvitað ekki til. En það er einmitt margra ára ,,norm” uppeldi sem hefur alið af sér ómeðvitaða hlutdrægni. Við spottum frávik frá þessu svokallaða normi og nennum ekki endilega að hafa fyrir því að gefa þessu fráviki sama séns og hinu venjulega. ,,Æ þessi er eitthvað svona öðruvísi og flókinn, það væri betra ef hann væri bara venjulegur.” Á yfirborðinu erum við öll mjög meðvituð og að gera okkar besta. Við þurfum bara að gera betur en okkar besta. Við þurfum að breytast. Í tilfellinu að ofan lýsi ég atvinnuumsóknarferli í Svíþjóð. En það er sama form allsstaðar þar sem við erum að sækja um starf. Í grunninn er þetta vandamál sem snýst um staðlaðar hugmyndir um það hvernig við útbúum ferilskrá og hvaða upplýsingar fara í hana. Ef ég væri ekki dæmdur á húðlit þá væri það aldurinn, brosið eða jafnvel nafnið mitt. Hvaða upplýsingar þurfa að liggja til grundvallar svo fólk geti metið hæfan starfskraft? Þarf raunverulega að vita kyn, nafn, húðlit, hárgerð og aldur til þess að meta það? Hugsið um það grínlaust. Er ekki nóg að sjá reynslubankann, menntunina og hvernig viðkomandi er að nálgast starfið í umsókninni? Ég myndi telja að fyrir sum störf skipti dálkarnir Annað og Áhugamál í ferilskránni mun meira máli en jafnvel menntun. Því þeir gefa hugmynd um einstaklinginn. Hvernig fólki viljum við vinna með? Í góðum umsóknum fær manneskjan að skína og segja frá því hver hún er umfram allt það sem hún hefur lært. Auðvitað þarf þekking og kunnátta að vera til staðar. En það er ekki allt. Hvernig væri að fjarlægja þessar persónuupplýsingar úr ferilskrám? Það gerist örugglega of oft að fólk fer á mis við besta kandidatann fyrir starfið sem það er að ráða í því ómeðvitaða hlutdrægnin henti honum beint í Nei skúffuna. Tökum út allt það sem kallar fram okkar ómeðvituðu hlutdrægni og gefum öllum jöfn tækifæri á atvinnumarkaði. Tökum út nöfn, tökum út kennitölur, tökum út kyn, tökum út mynd. Horfum á reynslu, horfum á hvernig ástríða fyrir starfinu skín í gegn. Skoðum virkilega hvaða manneskja er hérna að sækja um. Kannski gerir það úrvinnsluferlið aðeins flóknara en eins og ég sagði: Við þurfum að breyta því hvernig við gerum hlutina ef við ætlum raunverulega að breytast sem samfélag. Þó úrvinnsluferli umsókna verði flóknara þá er á endanum til svo mikils að vinna. Þú ert nefnilega ekki að fara vinna með brúnu skinni, spiki, húðflúri eða skökkum tönnum. Þú ert að fara vinna með manneskju.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun