Umsóknarfresturinn um embætti forstjóra framlengdur Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2021 12:14 Frá Landspítala við Hringbraut. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest um embætti forstjóra Landspítala til 8. nóvember næstkomandi. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að í upphaflegri auglýsingu um embættið hafi verið veittur tveggja vikna lögbundinn lágmarksfrestur en ráðherra hafi nú ákveðið að veita mögulegum umsækjendum rýmri tíma en áskilið sé í lögum nr. 70/1996. Ráðherra hefur jafnframt lengt setningartíma Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur í embætti forstjóra um tvo mánuði, það er til 1. mars næstkomandi. Páll Matthíasson tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hafi ákveðið að biðjast lausnar eftir að hafa gegnt embættinu í um átta ár. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Friðjón Friðjónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, voru í hópi þeirra sem höfðu gagnrýnt þann skamma tíma sem gefinn var umsækjendum. Sagði Friðjón í samtali við RÚV að fá opinber störf væru flóknari eða viðameiri en einmitt umrætt embætti. Velti hann því upp hvort ráðuneytið kærði sig ekki um að fá margar umsóknir um stöðuna. Helga Vala taldi frestinn sömuleiðis óeðlilega stuttan. Sagði hún að um stórt og mikilvægt starf væri að ræða. Sagðist hún halda að þeir umsækjendur sem gætu komið til greina vildu skila frá sér vandaðri umsókn og greina frá því sem þau sjá að betur megi fara í rekstri spítalans. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27 Efast um að hæfasta forstjórann sé að finna í framkvæmdastjórn Landspítalans Læknir á Landspítalanum segir vera þörf á því að fá hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Hann efast um að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. 16. október 2021 17:22 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að í upphaflegri auglýsingu um embættið hafi verið veittur tveggja vikna lögbundinn lágmarksfrestur en ráðherra hafi nú ákveðið að veita mögulegum umsækjendum rýmri tíma en áskilið sé í lögum nr. 70/1996. Ráðherra hefur jafnframt lengt setningartíma Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur í embætti forstjóra um tvo mánuði, það er til 1. mars næstkomandi. Páll Matthíasson tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hafi ákveðið að biðjast lausnar eftir að hafa gegnt embættinu í um átta ár. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Friðjón Friðjónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, voru í hópi þeirra sem höfðu gagnrýnt þann skamma tíma sem gefinn var umsækjendum. Sagði Friðjón í samtali við RÚV að fá opinber störf væru flóknari eða viðameiri en einmitt umrætt embætti. Velti hann því upp hvort ráðuneytið kærði sig ekki um að fá margar umsóknir um stöðuna. Helga Vala taldi frestinn sömuleiðis óeðlilega stuttan. Sagði hún að um stórt og mikilvægt starf væri að ræða. Sagðist hún halda að þeir umsækjendur sem gætu komið til greina vildu skila frá sér vandaðri umsókn og greina frá því sem þau sjá að betur megi fara í rekstri spítalans.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27 Efast um að hæfasta forstjórann sé að finna í framkvæmdastjórn Landspítalans Læknir á Landspítalanum segir vera þörf á því að fá hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Hann efast um að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. 16. október 2021 17:22 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27
Efast um að hæfasta forstjórann sé að finna í framkvæmdastjórn Landspítalans Læknir á Landspítalanum segir vera þörf á því að fá hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Hann efast um að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. 16. október 2021 17:22