Þegar lögregla kom á vettvang vildi maðurinn ekki gefa upp nafn eða kennitölu og hrækti á lögreglumann. Var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Um svipað leyti barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í miðbænum. Þar sagði maður fjóra einstaklinga hafa ráðist á sig og meðal annars sparkað í höfuð sitt en hann hefði náð að hlaupa frá þeim. Maðurinn var í miklu uppnámi og með rispur á olnboga og mjöðm.
Málið er í rannsókn.
Lögregla hafði einnig afskipti af fólki á heimili í póstnúmerinu 108. Þar voru þrír handteknir grunaðir um vörslu fíkniefna og voru þeir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknarhagsmuna.
Þá barst lögreglu tilkynning í nótt um innbrot í lyfjaverslun í póstnúmerinu 105.
Eitt alvarlegt umferðarslys var tilkynnt í gærkvöldi. Þar hafði ökumanni fipast þegar hann var að aka fram úr annarri bifreið á Bláfjallavegi. Ók hann útaf veginum með tvo farþega í bílnum. Ökumaðurinn fann til eymsla í hendi og var annar farþeginn verkjaður í baki, höfði og olnboga.
Slösuðu voru fluttir á Landspítala til aðhlynningar en ökumaðurinn og annar farþeginn reyndust aðeins 17 ára og því samband haft við foreldra og barnavernd.