Íbúar í Fellunum lögðu verktaka í tugmilljóna deilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2021 19:32 Loftmynd af Breiðholti. Vísir/Vilhelm Verktakafyrirtækið Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. hefur verið dæmt til að greiða húsfélaginu Torfufelli 23-35 í Breiðholti 34 milljónir króna í nærri áratuga langri deilu um framkvæmdir á fjölbýlishúsinu. Málið má rekja til þess að árið 2009 var ákveðið að fá verkfræðistofu til að gera ástandsúttekt á húsinu og kostnaðaráætlun vegna viðhaldsframkvæmda. THG Arkitektar ehf. voru fengnir til verksins. Í skýrslu þeirra kom fram að húsið þarfnaðist töluverðra viðgerða. Samþykkti húsfélagið að leita tilboða í utanhúsviðgerðir á grundvelli ástandskýrslunnar, sem talið var nauðsynlegt að fara í. THG sá um að leita tilboða í verkið og fór svo að tilboði Múr- og málningarþjónustunnar Höfn upp á 95 milljónir var tekið. Næturlokun vantaði Framkvæmdirnar voru að einhverju leyti flóknar en í dómi héraðsdóms er það rakið að árið 2011 hafi húsfundur húsfélagsins rætt glugga á framhlið hússins, sem voru hluti af framkvæmdunum. Kom þar fram að næturlokun vantaði og það blési inn um gluggana. Á öðrum fundi sama ár kom fram að fjölmargar svalir þörfnuðust lagfæringa, þéttingar í gluggum væru ekki í lagi, leki væri víða á milli glugga og steons og rakamyndun undir sólbekk. Tekið var fram að athugasemdalistinn hafi ekki verið tæmandi. Árið 2013 leitaðu húsfélagið sér aðstoðar lögmanns til þess að krefjast úrbóta á framkvæmdunum en meðal annars var kvartað yfir því að næturlokanir hafi vantað á glugga, gluggarnir hafi auk þess lélegir og óþéttir og handföngin brotni af þeim við minnstu áreynslu. Fór það svo að lokum að málið fór fyrir dóm og stefndi húsfélagið verkatakfyrirtækinu sem og verkfræðistofunni. Verktakinn bæri ábyrgð á hafa selt glugga sem stæðust ekki kröfur Taldi húsfélagið að verktafyrirtækið bæri faglega ábyrgð vegna vanefnda á verksamningi aðila enda hafi þeim mátt vera ljóst, sem sérfræðingum á þessu sviði, að frágangur ísetning og þétting með nýjum gluggum væri andstæð ákvæðum í byggingarreglugerð og að vinnubrögð væru ófagleg. Þá hélt húsfélagið því fram að Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. bæri ábyrgð á því að hafa selt stefnendum glugga sem standist ekki áskildar og lögákveðnar kröfur byggingarreglugerðar hér á landi og séu í ósamræmi við ákvæði í verksamningi aðila. Taldi húsfélagið einnig að ráðgjöf og eftirlit verkfræðistofunnar hafi verið verulega ábótavant. Alls krafðist húsfélagið 34 milljóna króna í bætur frá verktakanum og átta milljóna króna frá verkfræðistofunni. Ekki í samræmi við kröfur Í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp af dómara ásamt tveimur sérfróðum meðdómsmönnum, segir að húsfélagið hafi sýnt fram á að frágangur og ísetning, sem og þétting og næturlokanir í gluggum sem verktakafyrirtækið sá um hafi ekki verið í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til slíkrara framkvæmdar. Að auki féllst dómurinn á það að verkfræðistofan hefði ekki unnið í samræmi við samning sem gerður var við húsfélagið og ætti húsfélagið því rétt á afslætti vegna vinnu verkfræðistofunnar. Alls þarf verktakafyrirtækið að greiða húsfélaginu 34 milljónir en verkfræðistofan 3,2 milljónir vegna málsins. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2009 var ákveðið að fá verkfræðistofu til að gera ástandsúttekt á húsinu og kostnaðaráætlun vegna viðhaldsframkvæmda. THG Arkitektar ehf. voru fengnir til verksins. Í skýrslu þeirra kom fram að húsið þarfnaðist töluverðra viðgerða. Samþykkti húsfélagið að leita tilboða í utanhúsviðgerðir á grundvelli ástandskýrslunnar, sem talið var nauðsynlegt að fara í. THG sá um að leita tilboða í verkið og fór svo að tilboði Múr- og málningarþjónustunnar Höfn upp á 95 milljónir var tekið. Næturlokun vantaði Framkvæmdirnar voru að einhverju leyti flóknar en í dómi héraðsdóms er það rakið að árið 2011 hafi húsfundur húsfélagsins rætt glugga á framhlið hússins, sem voru hluti af framkvæmdunum. Kom þar fram að næturlokun vantaði og það blési inn um gluggana. Á öðrum fundi sama ár kom fram að fjölmargar svalir þörfnuðust lagfæringa, þéttingar í gluggum væru ekki í lagi, leki væri víða á milli glugga og steons og rakamyndun undir sólbekk. Tekið var fram að athugasemdalistinn hafi ekki verið tæmandi. Árið 2013 leitaðu húsfélagið sér aðstoðar lögmanns til þess að krefjast úrbóta á framkvæmdunum en meðal annars var kvartað yfir því að næturlokanir hafi vantað á glugga, gluggarnir hafi auk þess lélegir og óþéttir og handföngin brotni af þeim við minnstu áreynslu. Fór það svo að lokum að málið fór fyrir dóm og stefndi húsfélagið verkatakfyrirtækinu sem og verkfræðistofunni. Verktakinn bæri ábyrgð á hafa selt glugga sem stæðust ekki kröfur Taldi húsfélagið að verktafyrirtækið bæri faglega ábyrgð vegna vanefnda á verksamningi aðila enda hafi þeim mátt vera ljóst, sem sérfræðingum á þessu sviði, að frágangur ísetning og þétting með nýjum gluggum væri andstæð ákvæðum í byggingarreglugerð og að vinnubrögð væru ófagleg. Þá hélt húsfélagið því fram að Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. bæri ábyrgð á því að hafa selt stefnendum glugga sem standist ekki áskildar og lögákveðnar kröfur byggingarreglugerðar hér á landi og séu í ósamræmi við ákvæði í verksamningi aðila. Taldi húsfélagið einnig að ráðgjöf og eftirlit verkfræðistofunnar hafi verið verulega ábótavant. Alls krafðist húsfélagið 34 milljóna króna í bætur frá verktakanum og átta milljóna króna frá verkfræðistofunni. Ekki í samræmi við kröfur Í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp af dómara ásamt tveimur sérfróðum meðdómsmönnum, segir að húsfélagið hafi sýnt fram á að frágangur og ísetning, sem og þétting og næturlokanir í gluggum sem verktakafyrirtækið sá um hafi ekki verið í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til slíkrara framkvæmdar. Að auki féllst dómurinn á það að verkfræðistofan hefði ekki unnið í samræmi við samning sem gerður var við húsfélagið og ætti húsfélagið því rétt á afslætti vegna vinnu verkfræðistofunnar. Alls þarf verktakafyrirtækið að greiða húsfélaginu 34 milljónir en verkfræðistofan 3,2 milljónir vegna málsins.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira