Meina þingmenn það sem þeir sögðu? Andrés Ingi Jónsson skrifar 21. október 2021 13:00 Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Miðað við þau áform sem eru á teikniborðinu stefnir heimurinn í að framleiða rúmlega tvöfalt meira jarðefnaeldsneyti árið 2030 en þarf til að halda hlýnun Jarðar innan við 1,5°C. Þetta kemur fram í nýjustu Production Gap Report frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), raunar er þetta sama niðurstaða og komið hefur fram árlega í þessum skýrslum. Skilaboðin eru ósköp einföld: Ef ríkisstjórnum er alvara með þann metnað sem þær segjast hafa í loftslagsmálum, þá þurfa þær að hætta við allar hugmyndir um nýja vinnslu á kolum, olíu og gasi. Aðgerðir í loftslagsmálum hafa gjarnan einblínt á eftirspurnarhliðina, snúist um að breyta neyslu einstaklinga og framleiðsluháttum fyrirtækja. Í seinni tíð hefur hins vegar ákallið um að draga úr framboði á jarðefnaeldsneyti orðið sífellt háværara. Það er nefnilega ekki hægt að segjast ætla að ná kolefnishlutleysi en leyfa samt óhefta vinnslu á olíu, gasi og kolum. Skýrsla UNEP dregur vel fram hversu miklu munar á orðum og efndum í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin missti af vagninum í vor Í baráttunni gegn vinnslu jarðefnaeldsneytis getur Ísland lagt sitt af mörkum til afvötnunar olíufíkla. En til þess þarf ríkisstjórn Íslands að setja raunverulega metnaðarfulla stefnu og þora að standa með henni. Því miður sáum við dæmi um hið gagnstæða í vor, þegar stjórnarflokkarnir treystu sér ekki einu sinni til að samþykkja frumvarp mitt um bann við olíuleit. Bann sem ætti að vera sjálfsagt og auðsótt mál í landi sem enn stundar enga olíuleit! Fyrir vikið mæta fulltrúar Íslands með minni metnað í farteskinu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) sem haldin verður í Glasgow eftir tvær vikur. Ef ríkisstjórnin hefði ekki þvælst gegn olíuleitarbanni þá hefðu fulltrúar okkar getað slegist í hóp með Danmörku og Kosta Ríka, sem hafa myndað bandalag ríkja til að stöðva olíu- og gasvinnslu (BOGA). Til að komast í þann hóp dugar ekki að skila auðu, eins og ríkisstjórn Íslands, heldur þarf að hafa gripið til aðgerða. En það eru einmitt svona bandalög róttækustu ríkja sem geta aukið slagkraft loftslagsaðgerða. Með því að fara fram með góðu fordæmi og setja þannig þrýsting á þau ríki sem standa sig verr. Segja slugsunum til syndanna - ríkjum eins og Noregi og Bretlandi sem segjast hafa mikinn metnað í loftslagsmálum en taka á sama tíma þátt í ótrúlegu olíuleitarkapphlaupi. Kosningabrella eða alvöru afstaða? Við þurfum þó ekki öll að skila auðu. Alþingismenn hafa enn tök á að snúa bökum saman og senda skýr skilaboð um hvaða hópi ríkjavið viljum tilheyra. Það geta þeir gert með að kalla eftir sáttmála um takmörkun á vinnslu jarðefnaeldsneytis (e. Fossil Fuel Non-Proliferation Treaty) í tengslum við COP26, en ákall um sáttmálann verður formlega kynnt til leiks á ráðstefnunni. Ákallið var sett af stað af fulltrúum fátækustu ríkja heims, þeirra ríkja sem bera minnsta ábyrgð á hamfarahlýnun en þurfa að líkindum að axla mest af afleiðingum hennar. Íbúar í auðugari ríkjum, sem losa mikið af gróðurhúsalofttegundum, geta varla annað en stutt sáttmálann. Þannig sláumst við í hóp með 800 félagasamtökum, 2500 vísindamönnum, 100 Nóbelsverðlaunahöfum, 15 borgum og tugþúsundum einstaklinga sem gera þá einföldu kröfu að við stöndum við stóru orðin í loftslagsmálum með því að: Banna nýja vinnslu jarðefnaeldsneytis Hætta þeirri vinnslu jarðefnaeldsneytis sem er þegar í gangi Fjárfesta í nauðsynlegum umskiptum svo að ríki um allan heim hafi aðgengi að endurnýjanlegri orku, og hjálpa samfélögum og fólki sem er háð jarðefnaiðnaðinum að öðlast sanngjörn umskipti Þingfólk Pírata er þegar búið að skrifa undir sáttmálann og við hvetjum aðra þingflokka til að gera slíkt hið sama. Það ætti að vera fátt því til fyrirstöðu, svona í ljósi þess hvernig næstum allir flokkar töluðu fyrir kosningar. Núna er hins vegar komið að efndunum. Meina flokkarnir það sem þeir segja? Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Loftslagsmál Umhverfismál Alþingi COP26 Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Miðað við þau áform sem eru á teikniborðinu stefnir heimurinn í að framleiða rúmlega tvöfalt meira jarðefnaeldsneyti árið 2030 en þarf til að halda hlýnun Jarðar innan við 1,5°C. Þetta kemur fram í nýjustu Production Gap Report frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), raunar er þetta sama niðurstaða og komið hefur fram árlega í þessum skýrslum. Skilaboðin eru ósköp einföld: Ef ríkisstjórnum er alvara með þann metnað sem þær segjast hafa í loftslagsmálum, þá þurfa þær að hætta við allar hugmyndir um nýja vinnslu á kolum, olíu og gasi. Aðgerðir í loftslagsmálum hafa gjarnan einblínt á eftirspurnarhliðina, snúist um að breyta neyslu einstaklinga og framleiðsluháttum fyrirtækja. Í seinni tíð hefur hins vegar ákallið um að draga úr framboði á jarðefnaeldsneyti orðið sífellt háværara. Það er nefnilega ekki hægt að segjast ætla að ná kolefnishlutleysi en leyfa samt óhefta vinnslu á olíu, gasi og kolum. Skýrsla UNEP dregur vel fram hversu miklu munar á orðum og efndum í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin missti af vagninum í vor Í baráttunni gegn vinnslu jarðefnaeldsneytis getur Ísland lagt sitt af mörkum til afvötnunar olíufíkla. En til þess þarf ríkisstjórn Íslands að setja raunverulega metnaðarfulla stefnu og þora að standa með henni. Því miður sáum við dæmi um hið gagnstæða í vor, þegar stjórnarflokkarnir treystu sér ekki einu sinni til að samþykkja frumvarp mitt um bann við olíuleit. Bann sem ætti að vera sjálfsagt og auðsótt mál í landi sem enn stundar enga olíuleit! Fyrir vikið mæta fulltrúar Íslands með minni metnað í farteskinu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) sem haldin verður í Glasgow eftir tvær vikur. Ef ríkisstjórnin hefði ekki þvælst gegn olíuleitarbanni þá hefðu fulltrúar okkar getað slegist í hóp með Danmörku og Kosta Ríka, sem hafa myndað bandalag ríkja til að stöðva olíu- og gasvinnslu (BOGA). Til að komast í þann hóp dugar ekki að skila auðu, eins og ríkisstjórn Íslands, heldur þarf að hafa gripið til aðgerða. En það eru einmitt svona bandalög róttækustu ríkja sem geta aukið slagkraft loftslagsaðgerða. Með því að fara fram með góðu fordæmi og setja þannig þrýsting á þau ríki sem standa sig verr. Segja slugsunum til syndanna - ríkjum eins og Noregi og Bretlandi sem segjast hafa mikinn metnað í loftslagsmálum en taka á sama tíma þátt í ótrúlegu olíuleitarkapphlaupi. Kosningabrella eða alvöru afstaða? Við þurfum þó ekki öll að skila auðu. Alþingismenn hafa enn tök á að snúa bökum saman og senda skýr skilaboð um hvaða hópi ríkjavið viljum tilheyra. Það geta þeir gert með að kalla eftir sáttmála um takmörkun á vinnslu jarðefnaeldsneytis (e. Fossil Fuel Non-Proliferation Treaty) í tengslum við COP26, en ákall um sáttmálann verður formlega kynnt til leiks á ráðstefnunni. Ákallið var sett af stað af fulltrúum fátækustu ríkja heims, þeirra ríkja sem bera minnsta ábyrgð á hamfarahlýnun en þurfa að líkindum að axla mest af afleiðingum hennar. Íbúar í auðugari ríkjum, sem losa mikið af gróðurhúsalofttegundum, geta varla annað en stutt sáttmálann. Þannig sláumst við í hóp með 800 félagasamtökum, 2500 vísindamönnum, 100 Nóbelsverðlaunahöfum, 15 borgum og tugþúsundum einstaklinga sem gera þá einföldu kröfu að við stöndum við stóru orðin í loftslagsmálum með því að: Banna nýja vinnslu jarðefnaeldsneytis Hætta þeirri vinnslu jarðefnaeldsneytis sem er þegar í gangi Fjárfesta í nauðsynlegum umskiptum svo að ríki um allan heim hafi aðgengi að endurnýjanlegri orku, og hjálpa samfélögum og fólki sem er háð jarðefnaiðnaðinum að öðlast sanngjörn umskipti Þingfólk Pírata er þegar búið að skrifa undir sáttmálann og við hvetjum aðra þingflokka til að gera slíkt hið sama. Það ætti að vera fátt því til fyrirstöðu, svona í ljósi þess hvernig næstum allir flokkar töluðu fyrir kosningar. Núna er hins vegar komið að efndunum. Meina flokkarnir það sem þeir segja? Höfundur er þingmaður Pírata
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun