Raunveruleikinn í ferðaþjónustu Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 22. október 2021 14:00 Á forsíðu Fréttablaðsins fimmtudaginn 21. október var frétt með fyrirsögninni „Hundruð ferðaþjónustufyrirtækja þurfa áfram lánafrystingu í vetur”. Þessi frétt var ágætis áminning ofan í fullyrðingar og umfjallanir hinna ýmsu greiningaraðila undanfarið, þar sem halda mætti að allt væri fallið í ljúfa löð og vandræði ferðaþjónustunnar að baki. Talað hefur verið um að “ferðaþjónustan sé vöknuð úr dvala”, að búast megi við “hröðum efnahagsbata” vegna fjölgunar ferðamanna og að búast megi við atvinnuleysi af völdum faraldursins verði brátt úr sögunni. Óvissa enn of mikil Það er reyndar hárrétt að horfur í ferðaþjónustu fyrir árið 2022 eru nokkuð góðar. Varðandi það sem eftir lifir þessa árs er óvissa enn mikil, en ólíklegt verður að teljast að búast megi við einhverri sprengingu, þar sem margir hefðbundnir vetrarmarkaðir eru enn lokaðir. Spár um fjölda ferðamanna til landsins í ár voru á bilinu 600-850.000 og nú er svo komið að útlit er fyrir að raunin verði frekar í neðri gildum. Færri ferðamenn en árið 2020 Fyrstu níu mánuði ársins komu 445.000 þúsund erlendir gestir til landsins og það eru 3,6% færri ferðamenn en miðað við sama tímabil árið 2020. Borið saman við síðasta “eðlilega” árið fyrir faraldur er fækkunin hins vegar 71%. Svo öllu sé til haga haldið, hafa útgjöld gesta á þessu ári vaxið töluvert, hafa verið um 1,5 sinnum meiri, en útgjöld ferðamanna að meðaltali árið 2019. Þessa útgaldaaukningu má rekja til lengri meðaldvalar ferðamanna og til veikara gengis krónunnar. Það er á þessari stundu með öllu óljóst, hvort þessi ferðahegðun er komin til að vera, eða hvort hún er einungis tímabundin áhrif faraldursins. Ekkert svigrúm Hins vegar tala þessar tölur sínu máli og sýna, svo ekki verður um villst, að vandkvæði ferðaþjónustunnar á Íslandi eru fjarri því að baki. Umfang ferðaþjónustunnar í ár nægir engan veginn til. Þær efnahagsþrengingar og sem greinin hefur gengið í gegnum hafa ráðist að grundvelli og fjárhag fyrirtækjanna, þannig að ekkert svigrúm er lengur fyrir hendi. Sjóðirnir eru einfaldlega tómir og frekari skuldasöfnun útilokuð. Langflest fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa nýtt sér öll úrræði stjórnvalda sem hafa verið í boði. Stór hluti starfsfólks sem hefur verið endurráðið hefur fengið vinnuna sína í krafti ráðningarstyrkja. Nú fjarar hins vegar hratt út - og gildistími flestra úrræða stjórnvalda að renna sitt skeið á enda. Nú standa forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja frammi fyrir því að taka ákvörðun um áframhaldandi ráðningarsamband við starfsmenn sína. Geta þau staðið undir því að greiða starfsfólki sínu laun næstu mánuði og fram á næsta sumar, þegar tekjurnar fara vonandi að koma inn? Eða er eina lausnin að senda starfsfólkið aftur heim og beint á atvinnuleysisskrá? Framlenging ráðningarstyrkja nauðsynleg Til að bæta stöðuna til skamms tíma væri skynsamlegt fyrir stjórnvöld að framlengja ráðningarstyrki um a.m.k. 6 mánuði í viðbót. Það væri skynsamlegt bæði í efnahagslegu- og samfélagslegu tilliti og hefði þar að auki lágmarkskostnað í för með sér. Það gæfi fyrirtækjunum andrými til uppbyggingar í vetur og starfsfólki kost á að taka þátt í endurreisn ferðaþjónustunnar í stað þess að sitja heima á atvinnuleysisbótum. Hættum sóttvarnaraðgerðum á landamærum Þess utan er nú nauðsynlegt að aflétta sóttvarnaraðgerðum gagnvart bólusettum gestum á landamærum. Við höfum tekið þá ákvörðun að treysta bólusetningum og því er vandséð að bólusettir erlendir gestir séu hættulegri en bólusettir Íslendingar. Þar að auki, erum við hægt og rólega að verða undir í samkeppni, þar sem flestir áfangastaðir hafa hætt að krefja bólusetta gesti um neikvæða niðurstöðu skimunar. Sóttvarnarráðstafanir á landamærum hafa bein neikvæð áhrif á framboð og nýtingu flugsæta til og frá Íslandi. Það er eitthvað sem erfitt er að sætta sig við og er þegar farið að tefja fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar. Við höfum ekki tíma fyrir þá töf. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Sjá meira
Á forsíðu Fréttablaðsins fimmtudaginn 21. október var frétt með fyrirsögninni „Hundruð ferðaþjónustufyrirtækja þurfa áfram lánafrystingu í vetur”. Þessi frétt var ágætis áminning ofan í fullyrðingar og umfjallanir hinna ýmsu greiningaraðila undanfarið, þar sem halda mætti að allt væri fallið í ljúfa löð og vandræði ferðaþjónustunnar að baki. Talað hefur verið um að “ferðaþjónustan sé vöknuð úr dvala”, að búast megi við “hröðum efnahagsbata” vegna fjölgunar ferðamanna og að búast megi við atvinnuleysi af völdum faraldursins verði brátt úr sögunni. Óvissa enn of mikil Það er reyndar hárrétt að horfur í ferðaþjónustu fyrir árið 2022 eru nokkuð góðar. Varðandi það sem eftir lifir þessa árs er óvissa enn mikil, en ólíklegt verður að teljast að búast megi við einhverri sprengingu, þar sem margir hefðbundnir vetrarmarkaðir eru enn lokaðir. Spár um fjölda ferðamanna til landsins í ár voru á bilinu 600-850.000 og nú er svo komið að útlit er fyrir að raunin verði frekar í neðri gildum. Færri ferðamenn en árið 2020 Fyrstu níu mánuði ársins komu 445.000 þúsund erlendir gestir til landsins og það eru 3,6% færri ferðamenn en miðað við sama tímabil árið 2020. Borið saman við síðasta “eðlilega” árið fyrir faraldur er fækkunin hins vegar 71%. Svo öllu sé til haga haldið, hafa útgjöld gesta á þessu ári vaxið töluvert, hafa verið um 1,5 sinnum meiri, en útgjöld ferðamanna að meðaltali árið 2019. Þessa útgaldaaukningu má rekja til lengri meðaldvalar ferðamanna og til veikara gengis krónunnar. Það er á þessari stundu með öllu óljóst, hvort þessi ferðahegðun er komin til að vera, eða hvort hún er einungis tímabundin áhrif faraldursins. Ekkert svigrúm Hins vegar tala þessar tölur sínu máli og sýna, svo ekki verður um villst, að vandkvæði ferðaþjónustunnar á Íslandi eru fjarri því að baki. Umfang ferðaþjónustunnar í ár nægir engan veginn til. Þær efnahagsþrengingar og sem greinin hefur gengið í gegnum hafa ráðist að grundvelli og fjárhag fyrirtækjanna, þannig að ekkert svigrúm er lengur fyrir hendi. Sjóðirnir eru einfaldlega tómir og frekari skuldasöfnun útilokuð. Langflest fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa nýtt sér öll úrræði stjórnvalda sem hafa verið í boði. Stór hluti starfsfólks sem hefur verið endurráðið hefur fengið vinnuna sína í krafti ráðningarstyrkja. Nú fjarar hins vegar hratt út - og gildistími flestra úrræða stjórnvalda að renna sitt skeið á enda. Nú standa forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja frammi fyrir því að taka ákvörðun um áframhaldandi ráðningarsamband við starfsmenn sína. Geta þau staðið undir því að greiða starfsfólki sínu laun næstu mánuði og fram á næsta sumar, þegar tekjurnar fara vonandi að koma inn? Eða er eina lausnin að senda starfsfólkið aftur heim og beint á atvinnuleysisskrá? Framlenging ráðningarstyrkja nauðsynleg Til að bæta stöðuna til skamms tíma væri skynsamlegt fyrir stjórnvöld að framlengja ráðningarstyrki um a.m.k. 6 mánuði í viðbót. Það væri skynsamlegt bæði í efnahagslegu- og samfélagslegu tilliti og hefði þar að auki lágmarkskostnað í för með sér. Það gæfi fyrirtækjunum andrými til uppbyggingar í vetur og starfsfólki kost á að taka þátt í endurreisn ferðaþjónustunnar í stað þess að sitja heima á atvinnuleysisbótum. Hættum sóttvarnaraðgerðum á landamærum Þess utan er nú nauðsynlegt að aflétta sóttvarnaraðgerðum gagnvart bólusettum gestum á landamærum. Við höfum tekið þá ákvörðun að treysta bólusetningum og því er vandséð að bólusettir erlendir gestir séu hættulegri en bólusettir Íslendingar. Þar að auki, erum við hægt og rólega að verða undir í samkeppni, þar sem flestir áfangastaðir hafa hætt að krefja bólusetta gesti um neikvæða niðurstöðu skimunar. Sóttvarnarráðstafanir á landamærum hafa bein neikvæð áhrif á framboð og nýtingu flugsæta til og frá Íslandi. Það er eitthvað sem erfitt er að sætta sig við og er þegar farið að tefja fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar. Við höfum ekki tíma fyrir þá töf. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun