Sala á graskerjum fjórtánfaldast og hrekkjavakan tekið fram úr öskudeginum Kristín Ólafsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 27. október 2021 22:59 Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Stöð 2 Sala á graskerjum í aðdraganda hrekkjavöku hefur fjórtánfaldast í Krónunni frá árinu 2017. Þá hefur hrekkjavakan nú tekið fram úr öskudegi í búningaverslunum. Það er ekki langt síðan hrekkjavakan, sem ber upp nú um helgina, tók að ryðja sér til rúms hér á landi en áhugi á henni hefur aukist afar hratt síðustu ár. Börn ganga hús úr húsi og krefja nágranna um grikk eða gott og fullorðnir gera sér glaðan dag búningaklæddir í hrekkjavökusamkvæmum. En aukinn áhuga má einkum merkja í sölu á einkennismerki hátíðarinnar, graskerinu. > „Fyrir svona fimm árum síðan hófum við þessa vegferð smám saman, til að prufa okkur áfram, og síðan hefur þetta bara stigmagnast. Það sem við horfum helst til er salan á þessum graskerjum sem fólk er að skera út á mismunandi skemmtilegan hátt, það hefur farið frá því að við keyptum fimm hundruð grasker árið 2017 í það að nú erum við með sjö þúsund grasker í ár og þau eru að seljast upp. Þau eru bara að hverfa frá okkur,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Vinsælasta spurning mánaðarins Íslendingar eru brjálaðir í grasker og byrjuðu strax í byrjun mánaðar að birgja sig upp. Til vitnis um þetta er verslunarstjóri í Krónunni í Austurveri. „Þetta er örugglega vinsælasta spurningin í október: „Áttu grasker? Eða færðu fleiri grasker?“ segir Aníta Rós Tómasdóttir, verslunarstjóri í Krónunni Austurveri. En þá liggur ef til vill beint við að spyrja hvort Íslendingar megi nokkuð við enn einni neysluhátíðinni að bandarískri fyrirmynd. „En er hún bandarísk? Hún er upprunalega frá Írlandi. Við erum Írar eitthvað lengst aftur í ættir og ég held að þetta kalli bara til okkar og höfði til okkar. Af hverju ekki? Er ekki gaman að lyfta sér aðeins upp og gera eitthvað skemmtilegt?“ segir Ásta, framkvæmdastjóri Krónunnar. Því ógeðslegra því betra Samhliða þessu hefur orðið algjör sprenging í sölu á alls konar hrekkjavökuvarningi og var brjálað að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit þar við á sjöunda tímanum. „Þetta er búið að vera brjálæði, það er búið að vera stanslaus atgangur á okkur síðan um mánaðamótin og við sjáum ekki alveg hvernig það endar. Fólk er orðið mjög partýþyrst,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar. Hvað er svona vinsælast? „Það er bara allur gangur á því, yfirleitt því ógeðslegra því betra. Við erum komin með mjög skemmtileg latexsár sem hafa alveg slegið í gegn og svo eru það linsurnar.“ Valgerður segir engan vafa leika á því að hrekkjavakan sé nú orðinn margfalt stærri en öskudagurinn. Því er greinilegt að hrekkjavakan er komin til að vera.
Það er ekki langt síðan hrekkjavakan, sem ber upp nú um helgina, tók að ryðja sér til rúms hér á landi en áhugi á henni hefur aukist afar hratt síðustu ár. Börn ganga hús úr húsi og krefja nágranna um grikk eða gott og fullorðnir gera sér glaðan dag búningaklæddir í hrekkjavökusamkvæmum. En aukinn áhuga má einkum merkja í sölu á einkennismerki hátíðarinnar, graskerinu. > „Fyrir svona fimm árum síðan hófum við þessa vegferð smám saman, til að prufa okkur áfram, og síðan hefur þetta bara stigmagnast. Það sem við horfum helst til er salan á þessum graskerjum sem fólk er að skera út á mismunandi skemmtilegan hátt, það hefur farið frá því að við keyptum fimm hundruð grasker árið 2017 í það að nú erum við með sjö þúsund grasker í ár og þau eru að seljast upp. Þau eru bara að hverfa frá okkur,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Vinsælasta spurning mánaðarins Íslendingar eru brjálaðir í grasker og byrjuðu strax í byrjun mánaðar að birgja sig upp. Til vitnis um þetta er verslunarstjóri í Krónunni í Austurveri. „Þetta er örugglega vinsælasta spurningin í október: „Áttu grasker? Eða færðu fleiri grasker?“ segir Aníta Rós Tómasdóttir, verslunarstjóri í Krónunni Austurveri. En þá liggur ef til vill beint við að spyrja hvort Íslendingar megi nokkuð við enn einni neysluhátíðinni að bandarískri fyrirmynd. „En er hún bandarísk? Hún er upprunalega frá Írlandi. Við erum Írar eitthvað lengst aftur í ættir og ég held að þetta kalli bara til okkar og höfði til okkar. Af hverju ekki? Er ekki gaman að lyfta sér aðeins upp og gera eitthvað skemmtilegt?“ segir Ásta, framkvæmdastjóri Krónunnar. Því ógeðslegra því betra Samhliða þessu hefur orðið algjör sprenging í sölu á alls konar hrekkjavökuvarningi og var brjálað að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit þar við á sjöunda tímanum. „Þetta er búið að vera brjálæði, það er búið að vera stanslaus atgangur á okkur síðan um mánaðamótin og við sjáum ekki alveg hvernig það endar. Fólk er orðið mjög partýþyrst,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar. Hvað er svona vinsælast? „Það er bara allur gangur á því, yfirleitt því ógeðslegra því betra. Við erum komin með mjög skemmtileg latexsár sem hafa alveg slegið í gegn og svo eru það linsurnar.“ Valgerður segir engan vafa leika á því að hrekkjavakan sé nú orðinn margfalt stærri en öskudagurinn. Því er greinilegt að hrekkjavakan er komin til að vera.
Verslun Hrekkjavaka Öskudagur Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira