Vertu með – Vertu þú! Þóra Leósdóttir skrifar 28. október 2021 12:31 Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er 27. október ár hvert. Iðjuþjálfar um allan heim nýta októbermánuð til að fagna faginu og vekja athygli á störfum sínum á fjölbreyttum vettvangi samfélagsins. Yfirskrift alþjóðlega dagsins að þessu sinni er „Vertu með. Vertu þú.“ Með þeim skilaboðum vilja iðjuþjálfar leggja áherslu á kraftinn sem býr í fjölbreytileikanum og inngildandi (e. inclusive) samfélagi þar sem við vinnum öll saman að því að byggja upp samkennd og seiglu. Þetta er sérlega mikilvægt nú á tímum margskonar hindrana og mótlætis. Hugmyndafræði iðjuþjálfunarfagsins byggir á þeirri sýn að iðja sé öllu fólki nauðsynleg. Staðreyndin er sú að frá örófi alda hefur líf manneskjunnar einkennst af þörf til að stunda iðju, taka þátt í samfélaginu og láta gott af sér leiða. Hversdagurinn þarf að ganga upp Iðjuþjálfar eru ein af lykilstéttunum innan endurhæfingar. Þjónusta þeirra og vinnuaðferðir byggja á gagnreyndri þekkingu og viðurkenndu verklagi. Starfsvettvangurinn er fjölbreyttur og nær til einstaklinga, hópa og samfélaga. Flestir iðjuþjálfar hér á landi starfa innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, leik- og grunnskóla, hjá félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum eða í einkafyrirtækjum. Skjólstæðingar þeirra eru börn og fullorðnir sem af ýmsum ástæðum glíma við iðjuvanda í daglegu lífi. Rannsóknir hafa sýnt að ef fólk kemst í þær aðstæður að geta ekki sinnt iðju og þátttöku sem er því mikilvæg hefur það neikvæð áhrif á heilsu og líðan. Dagleg viðfangsefni eins og að klæða sig og snyrta, útbúa mat, aka bíl, sækja vinnu eða skóla, lesa bók, fara í ræktina, ganga frá þvotti, hvíla sig og hringja í vin eru alla jafna sjálfsögð og einföld fyrir flest okkar en geta verið erfið eða jafnvel óyfirstíganleg fyrir þau sem búa við skerta færni eða hindranir í umhverfinu. Við eigum það öll sameiginlegt að hversdagurinn þarf einfaldlega að ganga upp og fela í sér bæði gagn og gaman. Iðjuþjálfar aðstoða fólk við að láta það gerast. Brýnt að bæta aðgengi að iðjuþjálfun Iðjuþjálfar starfa með fólki sem býr við skerta færni og þátttöku vegna heilsubrests, skorts á tækifærum eða annarra hindrana í aðstæðum sínum. Þeir hafa sérþekkingu á samspili iðju, einstaklings og umhverfis og veita skjólstæðingum þjálfun og ráðgjöf með það að markmiði að efla færni og sjálfstæði. Mikilvægt er að þau sem búa við færniskerðingu eða umhverfisþætti sem hamla þátttöku, fái nauðsynlega endurhæfingu þar með talið iðjuþjálfun. Í heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030 er meðal annars lögð áhersla á að veita eigi rétta þjónustu á réttum stað og að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður fólks sem þarf heilbrigðisþjónustu. Þar skuli starfið einkennast af þverfaglegri teymisvinnu og nánu samstarfi við félagsþjónustuna. Eins og staðan er í dag þá heyrir það til undantekninga að fólk sem hefur þörf fyrir iðjuþjálfun eigi kost á slíkri þjónustu á sinni heilsugæslustöð. Viðkomandi þarf að vera skjólstæðingur heimahjúkrunar eða dvelja á sjúkrahúsi til að fá iðjuþjálfun. Þessu þarf að breyta, enda hefur það sýnt sig að það er mun hagkvæmara að grípa inn snemma og fyrirbyggja að iðjuvandi fólks aukist áður en dýrari og umfangsmeiri heilbrigðisþjónusta þarf að koma til. Fyrirbyggjandi heimsóknir til aldraðra Flest okkar eru sammála um að það sé mikilvægt að aldrað fólk geti búi á heimili sínu eins lengi og unnt er þrátt fyrir auknar stuðningsþarfir. Í þjónustu við aldraða kemur sérþekking iðjuþjálfa á samspili einstaklings, iðju og umhverfis að góðu gagni. Iðjuþjálfar fara í heimsóknir til skjólstæðinga og meta færni og aðstæður. Þeir veita ráðgjöf um val á hjálpartækjum og velferðartækni auk þess að kanna hvernig megi aðlaga umhverfið til að auka öryggi og sjálfstæði fólks við athafnir á eigin heimili. Slíkar lausnir stuðla beinlínis að því að aldraðir geti búið lengur heima og eru því fyrirbyggjandi í sjálfu sér. Segja má að endurhæfingin byrji heima. Þannig er líka unnt að minnka þörf fyrir heimaþjónustu, heimahjúkrun og flutning á hjúkrunarheimili. Þessi nálgun hefur skilað miklum árangri á hinum Norðurlöndunum og þyrfti að innleiða markvisst hér á landi. Iðjuþjálfar eru hluti af lausninni Umræða um hlutfallslega fjölgun aldraðra er í algleymingi og þrátt fyrir að aldraðir séu alls ekki einsleitur hópur þá mun þörf þeirra fyrir ýmis konar þjónustu aukast. Heilbrigðis- og félagsþjónustan er víða undirmönnuð nú þegar og því þarf að finna nýjar lausnir. Leggja þarf markvissa áherslu á forvarnir og endurhæfingu og tryggja aðgengilega þverfaglega þjónustu framar í kerfinu líkt og heilbrigðisstefnan kveður á um. Segja má að öldrunarþjónusta þurfi að keyra á tveimur samhliða sporum, annars vegar með umönnun og stuðningi og hins vegar með markvissri heilsueflingu, endurhæfingu og forvörnum. Þekking og íhlutun iðjuþjálfa, líkt og annarra lykilstétta innan endurhæfingar er mikilvægur hlekkur í þeirri þverfaglegu þjónustukeðju sem á að vera til staðar í sjálfbæru velferðarsamfélagi. Það gildir einu hvort um er að ræða þjónustu á vegum ríkis, sveitarfélaga, félagasamtaka eða fyrirtækja. Iðjuþjálfar gegna mikilvægu hlutverki í þessari framtíðarsýn sem er hinum megin við hornið. Iðjuþjálfar eru sannarlega hluti af lausninni. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er 27. október ár hvert. Iðjuþjálfar um allan heim nýta októbermánuð til að fagna faginu og vekja athygli á störfum sínum á fjölbreyttum vettvangi samfélagsins. Yfirskrift alþjóðlega dagsins að þessu sinni er „Vertu með. Vertu þú.“ Með þeim skilaboðum vilja iðjuþjálfar leggja áherslu á kraftinn sem býr í fjölbreytileikanum og inngildandi (e. inclusive) samfélagi þar sem við vinnum öll saman að því að byggja upp samkennd og seiglu. Þetta er sérlega mikilvægt nú á tímum margskonar hindrana og mótlætis. Hugmyndafræði iðjuþjálfunarfagsins byggir á þeirri sýn að iðja sé öllu fólki nauðsynleg. Staðreyndin er sú að frá örófi alda hefur líf manneskjunnar einkennst af þörf til að stunda iðju, taka þátt í samfélaginu og láta gott af sér leiða. Hversdagurinn þarf að ganga upp Iðjuþjálfar eru ein af lykilstéttunum innan endurhæfingar. Þjónusta þeirra og vinnuaðferðir byggja á gagnreyndri þekkingu og viðurkenndu verklagi. Starfsvettvangurinn er fjölbreyttur og nær til einstaklinga, hópa og samfélaga. Flestir iðjuþjálfar hér á landi starfa innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, leik- og grunnskóla, hjá félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum eða í einkafyrirtækjum. Skjólstæðingar þeirra eru börn og fullorðnir sem af ýmsum ástæðum glíma við iðjuvanda í daglegu lífi. Rannsóknir hafa sýnt að ef fólk kemst í þær aðstæður að geta ekki sinnt iðju og þátttöku sem er því mikilvæg hefur það neikvæð áhrif á heilsu og líðan. Dagleg viðfangsefni eins og að klæða sig og snyrta, útbúa mat, aka bíl, sækja vinnu eða skóla, lesa bók, fara í ræktina, ganga frá þvotti, hvíla sig og hringja í vin eru alla jafna sjálfsögð og einföld fyrir flest okkar en geta verið erfið eða jafnvel óyfirstíganleg fyrir þau sem búa við skerta færni eða hindranir í umhverfinu. Við eigum það öll sameiginlegt að hversdagurinn þarf einfaldlega að ganga upp og fela í sér bæði gagn og gaman. Iðjuþjálfar aðstoða fólk við að láta það gerast. Brýnt að bæta aðgengi að iðjuþjálfun Iðjuþjálfar starfa með fólki sem býr við skerta færni og þátttöku vegna heilsubrests, skorts á tækifærum eða annarra hindrana í aðstæðum sínum. Þeir hafa sérþekkingu á samspili iðju, einstaklings og umhverfis og veita skjólstæðingum þjálfun og ráðgjöf með það að markmiði að efla færni og sjálfstæði. Mikilvægt er að þau sem búa við færniskerðingu eða umhverfisþætti sem hamla þátttöku, fái nauðsynlega endurhæfingu þar með talið iðjuþjálfun. Í heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030 er meðal annars lögð áhersla á að veita eigi rétta þjónustu á réttum stað og að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður fólks sem þarf heilbrigðisþjónustu. Þar skuli starfið einkennast af þverfaglegri teymisvinnu og nánu samstarfi við félagsþjónustuna. Eins og staðan er í dag þá heyrir það til undantekninga að fólk sem hefur þörf fyrir iðjuþjálfun eigi kost á slíkri þjónustu á sinni heilsugæslustöð. Viðkomandi þarf að vera skjólstæðingur heimahjúkrunar eða dvelja á sjúkrahúsi til að fá iðjuþjálfun. Þessu þarf að breyta, enda hefur það sýnt sig að það er mun hagkvæmara að grípa inn snemma og fyrirbyggja að iðjuvandi fólks aukist áður en dýrari og umfangsmeiri heilbrigðisþjónusta þarf að koma til. Fyrirbyggjandi heimsóknir til aldraðra Flest okkar eru sammála um að það sé mikilvægt að aldrað fólk geti búi á heimili sínu eins lengi og unnt er þrátt fyrir auknar stuðningsþarfir. Í þjónustu við aldraða kemur sérþekking iðjuþjálfa á samspili einstaklings, iðju og umhverfis að góðu gagni. Iðjuþjálfar fara í heimsóknir til skjólstæðinga og meta færni og aðstæður. Þeir veita ráðgjöf um val á hjálpartækjum og velferðartækni auk þess að kanna hvernig megi aðlaga umhverfið til að auka öryggi og sjálfstæði fólks við athafnir á eigin heimili. Slíkar lausnir stuðla beinlínis að því að aldraðir geti búið lengur heima og eru því fyrirbyggjandi í sjálfu sér. Segja má að endurhæfingin byrji heima. Þannig er líka unnt að minnka þörf fyrir heimaþjónustu, heimahjúkrun og flutning á hjúkrunarheimili. Þessi nálgun hefur skilað miklum árangri á hinum Norðurlöndunum og þyrfti að innleiða markvisst hér á landi. Iðjuþjálfar eru hluti af lausninni Umræða um hlutfallslega fjölgun aldraðra er í algleymingi og þrátt fyrir að aldraðir séu alls ekki einsleitur hópur þá mun þörf þeirra fyrir ýmis konar þjónustu aukast. Heilbrigðis- og félagsþjónustan er víða undirmönnuð nú þegar og því þarf að finna nýjar lausnir. Leggja þarf markvissa áherslu á forvarnir og endurhæfingu og tryggja aðgengilega þverfaglega þjónustu framar í kerfinu líkt og heilbrigðisstefnan kveður á um. Segja má að öldrunarþjónusta þurfi að keyra á tveimur samhliða sporum, annars vegar með umönnun og stuðningi og hins vegar með markvissri heilsueflingu, endurhæfingu og forvörnum. Þekking og íhlutun iðjuþjálfa, líkt og annarra lykilstétta innan endurhæfingar er mikilvægur hlekkur í þeirri þverfaglegu þjónustukeðju sem á að vera til staðar í sjálfbæru velferðarsamfélagi. Það gildir einu hvort um er að ræða þjónustu á vegum ríkis, sveitarfélaga, félagasamtaka eða fyrirtækja. Iðjuþjálfar gegna mikilvægu hlutverki í þessari framtíðarsýn sem er hinum megin við hornið. Iðjuþjálfar eru sannarlega hluti af lausninni. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun