Forseti ASÍ segir markmið um kaupmáttaraukningu hafa náðst Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2021 12:41 Markmið lífskjarasamninganna svo kölluðu voru að auka kaupmátt, stytta vinnuvikuna og hækka lægstu laun umfram önnur laun með krónutöluhækkunum. Vísir/Vilhelm Áhrif af styttingu vinnuvikunnar eru mun meiri hjá opinberum starfsmönnum en fólki á almennum vinnumarkaði samkvæmt skýrslu kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. Laun kvenna hafa hækkað meira á yfirstandandi samningstíma en karla. Kjaratölfræðinefnd var sett á laggirnar í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga og er skipuð fulltrúum heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og Hagstofu Íslands. Haustskýrslan sem kynnt var í morgun er þriðja skýrsla nefndarinnar og nær yfir þróun launa frá mars 2019 til janúar 2021. Forseti ASÍ segir skýrsluna staðfesta að launamunur kynjanna sé enn til staðar. Laun kvenna hafi hækkað aðeins meira en karlar á samningstímanum vegna þeirrar áherslu að hækka lægstu laun meira en önnur laun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir kjarasamningana frá árinu 2019 hafa skilað sér og skýrslan sýni að tekist hafi að auka kaupmátt. „Það var lögð áhersla á það í þeim kjarasamningum að hækka lægstu laun. Það er að segja þeirra sem eru í starfsgreinasambandsfélögum til dæmis hjá okkur. Það hefur tekist. Það eru meiri launahækkanir þar en annars staðar. Síðan segir þetta mér náttúrlega það að launamunur kynjanna er enn við lýði,“ segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa laun kvenna þó hækkað um rúm sextán prósent á tímabilinu en rúm fimmtán prósent hjá körlum. „Sú áhersla að hækka lægstu laun umfram önnur laun þýðir að það er verið að hækka konur meira en karla í stórum dráttum. Af því að þær eru með lægri laun en karlar,“ segir forseti ASÍ. Í samningunum var samið um styttingu vinnuvikunnar og í skýrslunni segir að áhrifa þess gæti mun meira hjá opinberum starfsmönnum en fólki á almenna vinnumarkaðnum. Drífa telur það skýrast af því að stærstu skipulagsbreytingarnar hafi átt sér stað hjá vaktavinnufólki hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Almennt hefði þetta einnig gengið eftir á almenna markaðnum. „Þær athugasemdir sem við höfum verið að fá varða aðferðafræði vinnustaða. Hugmyndafræðin var sú að þetta ætti að gerast í samstarfi og samráði við starfsfólk. Yfirleitt hefur það verið gert en það er svona allur gangur á því,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. 29. nóvember 2020 22:45 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Kjaratölfræðinefnd var sett á laggirnar í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga og er skipuð fulltrúum heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og Hagstofu Íslands. Haustskýrslan sem kynnt var í morgun er þriðja skýrsla nefndarinnar og nær yfir þróun launa frá mars 2019 til janúar 2021. Forseti ASÍ segir skýrsluna staðfesta að launamunur kynjanna sé enn til staðar. Laun kvenna hafi hækkað aðeins meira en karlar á samningstímanum vegna þeirrar áherslu að hækka lægstu laun meira en önnur laun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir kjarasamningana frá árinu 2019 hafa skilað sér og skýrslan sýni að tekist hafi að auka kaupmátt. „Það var lögð áhersla á það í þeim kjarasamningum að hækka lægstu laun. Það er að segja þeirra sem eru í starfsgreinasambandsfélögum til dæmis hjá okkur. Það hefur tekist. Það eru meiri launahækkanir þar en annars staðar. Síðan segir þetta mér náttúrlega það að launamunur kynjanna er enn við lýði,“ segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa laun kvenna þó hækkað um rúm sextán prósent á tímabilinu en rúm fimmtán prósent hjá körlum. „Sú áhersla að hækka lægstu laun umfram önnur laun þýðir að það er verið að hækka konur meira en karla í stórum dráttum. Af því að þær eru með lægri laun en karlar,“ segir forseti ASÍ. Í samningunum var samið um styttingu vinnuvikunnar og í skýrslunni segir að áhrifa þess gæti mun meira hjá opinberum starfsmönnum en fólki á almenna vinnumarkaðnum. Drífa telur það skýrast af því að stærstu skipulagsbreytingarnar hafi átt sér stað hjá vaktavinnufólki hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Almennt hefði þetta einnig gengið eftir á almenna markaðnum. „Þær athugasemdir sem við höfum verið að fá varða aðferðafræði vinnustaða. Hugmyndafræðin var sú að þetta ætti að gerast í samstarfi og samráði við starfsfólk. Yfirleitt hefur það verið gert en það er svona allur gangur á því,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. 29. nóvember 2020 22:45 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. 29. nóvember 2020 22:45
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43