„Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 15:00 Ja'Marr Chase fagnar snertimarki sínu í sigri Cincinnati Bengals á Baltimore Ravens. Hann stakk þar alla af. Getty/Rob Carr Lokasóknin er vikulegur þáttur á Stöð 2 Sport þar sem farið er yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni og þar á meðal ræddu menn magnaða samvinnu hjá þeim Joe Burrow og Ja'Marr Chase í liði Cincinnati Bengals. Leikstjórnandinn Joe Burrow er á sínu öðru ári með Cincinnati Bengals liðinu en útherjinn Ja'Marr Chase er nýliði. Þeir þekkjast mjög vel enda spiluðu þeir saman hjá Louisiana State University og urðu þar háskólameistarar saman. „Við erum búnir að vera bíða eftir því að það komi smá líf þarna í borginni. Þeir eru eins og rúgbrauð og kæfa því þeir passa svo vel saman þarna, Chase og Burrow. Við þekkjum ævintýrið. Þeir eru búnir að vera saman í gegnum háskólaboltann og köstuðu fyrir endalausum snertimörkum þar. Ég er ógeðslega spenntur fyrir að sjá hvað þeir gera,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. Klippa: Lokasóknin: Ævintýralega gott samband milli leikstjórnandans og nýliðans hjá Bengals Cincinnati Bengals vann 41-17 sigur á Baltimore Ravens um síðustu helgi og hefur þar með unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Ravens liðið var búið að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan leik. „Við höfum verið að bíða eftir því að Bengalsliðið fengi stórt próf og það verður ekkert mikið stærra próf heldur en þetta. Baltimore var eitt heitasta liðið í deildinni en Burrow endar með þrjú snertimörk og aðeins einn tapaðan bolta. Þessi strákur hér, Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja? Hann grípur átta af tíu sendingum og fer yfir tvö hundruð jarda. Hann er kominn með sex snertimörk og fimm þeirra eru yfir fjörutíu jarda,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Hann er með yfir 750 jarda í fyrstu sex leikjunum. Hvaða þvæla er þetta,“ spurði Maggi Peran. „Hann sat allt síðasta tímabil og spilaði ekki ein einustu mínútu. Menn töluðu um að þetta væri hættulegt fyrir hann, gæti orðið ryð í honum. Gleymið hugmyndinni. Hann er búinn að spila eins og hann sé búinn að spila þarna í fjögur til fimm ár,“ sagði Maggi Peran. „Þeir þekkjast bara svo vel og hann leitar svo mikið að honum. Það er bara að ganga. Gæinn er stór og sterkur og hann grípur allt,“ sagði Maggi Peran. Það má allt spjallið þeirra um Bengals tvíeykið hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Leikstjórnandinn Joe Burrow er á sínu öðru ári með Cincinnati Bengals liðinu en útherjinn Ja'Marr Chase er nýliði. Þeir þekkjast mjög vel enda spiluðu þeir saman hjá Louisiana State University og urðu þar háskólameistarar saman. „Við erum búnir að vera bíða eftir því að það komi smá líf þarna í borginni. Þeir eru eins og rúgbrauð og kæfa því þeir passa svo vel saman þarna, Chase og Burrow. Við þekkjum ævintýrið. Þeir eru búnir að vera saman í gegnum háskólaboltann og köstuðu fyrir endalausum snertimörkum þar. Ég er ógeðslega spenntur fyrir að sjá hvað þeir gera,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. Klippa: Lokasóknin: Ævintýralega gott samband milli leikstjórnandans og nýliðans hjá Bengals Cincinnati Bengals vann 41-17 sigur á Baltimore Ravens um síðustu helgi og hefur þar með unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Ravens liðið var búið að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan leik. „Við höfum verið að bíða eftir því að Bengalsliðið fengi stórt próf og það verður ekkert mikið stærra próf heldur en þetta. Baltimore var eitt heitasta liðið í deildinni en Burrow endar með þrjú snertimörk og aðeins einn tapaðan bolta. Þessi strákur hér, Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja? Hann grípur átta af tíu sendingum og fer yfir tvö hundruð jarda. Hann er kominn með sex snertimörk og fimm þeirra eru yfir fjörutíu jarda,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Hann er með yfir 750 jarda í fyrstu sex leikjunum. Hvaða þvæla er þetta,“ spurði Maggi Peran. „Hann sat allt síðasta tímabil og spilaði ekki ein einustu mínútu. Menn töluðu um að þetta væri hættulegt fyrir hann, gæti orðið ryð í honum. Gleymið hugmyndinni. Hann er búinn að spila eins og hann sé búinn að spila þarna í fjögur til fimm ár,“ sagði Maggi Peran. „Þeir þekkjast bara svo vel og hann leitar svo mikið að honum. Það er bara að ganga. Gæinn er stór og sterkur og hann grípur allt,“ sagði Maggi Peran. Það má allt spjallið þeirra um Bengals tvíeykið hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira