Börn þurft að leita á bráðamóttöku eftir neyslu orkudrykkja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. október 2021 23:03 Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir, formaður áhættumatsnefndar og sviðstjóri lýðheilsu og matvælaöryggis hjá Matvís. Vísir/Egill Börn hafa þurft að leita á bráðamóttöku eftir neyslu orkudrykkja en íslensk börn drekka meira af þeim en jafnaldrar annars staðar. Sérfræðingur í eiturefnafræði segir langtímaneyslu ungmenna á orkudrykkjum áhyggjuefni þar sem efnin í þeim hækka meðal annars blóðþrýsting og skaða æðakerfið. Orkudrykkir sem innihalda koffín njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi meðal annars hjá ungmennum. Matvælastofnun fékk áhættumatsnefnd á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru til að rannsaka hvort neysla orkudrykkja, sem innihalda koffín, hafi neikvæðáhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskólum. Nefndin skoðaði meðal annars hversu mikil neyslan er. Niðurstöðurnar sýna að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum er töluvert meiri en sést hefur í erlendum rannsóknum. „Framhaldsskólanemar eru að neyta orkudrykkja í umtalsverðu magni. Það er yfir helmingur þeirra drekkur orkudrykki og tíu tuttugu prósent þeirra eru að drekka þá daglega eða oftar,“ segir Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir, formaður áhættumatsnefndar og sviðstjóri lýðheilsu og matvælaöryggis hjá Matvís. Ásta segir rannsóknina sýna að orkudrykkir hafi neikvæðáhrif á svefn og andlegan líðan ungmennanna. Matvælastofnun telur mikla neyslu gefa tilefni til að takmarka aðgengi að drykkjunum. „Krakkarnir voru að segja að þau voru að fá þessa drykki gefins. Fjörutíu til sjötíu prósent sögðu að þau voru að fá drykki gefins í tengslum við íþróttir og hópastarf á meðan það voru tíu prósent framhaldsskólanema,“ segir Ásta. Undanfarin ár hefur Eitrunarmiðstöð af og til borist símtöl vegna eituráhrifa af orkudrykkjum. Þá hafa komið upp nokkur tilfelli þar sem börn hafa leitaðá bráðamóttöku Landspítalans eða á Barnaspítalann eftir neyslu orkudrykkja. „Það eru yfirleitt svona örvandi áhrif. Þau eru kannski með hraðan hjartslátt og svona kvíða sem fylgir því að hafa svona mikið af þessum efnum í blóðinu,“ segir Curtis Snook, sérfræðingur í bráðalækningum og í klínískri eiturefnafræði á Landspítalanum. Curtis Snook, sérfræðingur í bráðalækningum og í klínískri eiturefnafræði á Landspítalanum.Vísir/Egill Curtis segist langtímaáhrifin af neyslu orkudrykkja áhyggjuefni. „Þá ert þú að hækka blóðþrýstinginn á hverjum degi og púlsinn þá er í raun og veru kemur skaði í æðakerfinu fljótara í þeim einstaklingum sem gera það,“ segir Curtis. Þannig getur hækkaður blóðþrýstingur sem fylgi mikilli notkun um langa hríð valdið skaða hjá ungmennum. „Það eru ýmis vandræði sem fylgir því að vera með háan þrýsting og við vitum mikið um það skilurðu. Svo börnin myndu kannski ekki strax lenda í vandræðum en þegar þau eru eldri þá eru þau búin að skaða æðakerfið og þú ferð ekki til baka. Þú munt ekki breyta því,“ segir Curtis. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Orkudrykkir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Orkudrykkir sem innihalda koffín njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi meðal annars hjá ungmennum. Matvælastofnun fékk áhættumatsnefnd á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru til að rannsaka hvort neysla orkudrykkja, sem innihalda koffín, hafi neikvæðáhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskólum. Nefndin skoðaði meðal annars hversu mikil neyslan er. Niðurstöðurnar sýna að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum er töluvert meiri en sést hefur í erlendum rannsóknum. „Framhaldsskólanemar eru að neyta orkudrykkja í umtalsverðu magni. Það er yfir helmingur þeirra drekkur orkudrykki og tíu tuttugu prósent þeirra eru að drekka þá daglega eða oftar,“ segir Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir, formaður áhættumatsnefndar og sviðstjóri lýðheilsu og matvælaöryggis hjá Matvís. Ásta segir rannsóknina sýna að orkudrykkir hafi neikvæðáhrif á svefn og andlegan líðan ungmennanna. Matvælastofnun telur mikla neyslu gefa tilefni til að takmarka aðgengi að drykkjunum. „Krakkarnir voru að segja að þau voru að fá þessa drykki gefins. Fjörutíu til sjötíu prósent sögðu að þau voru að fá drykki gefins í tengslum við íþróttir og hópastarf á meðan það voru tíu prósent framhaldsskólanema,“ segir Ásta. Undanfarin ár hefur Eitrunarmiðstöð af og til borist símtöl vegna eituráhrifa af orkudrykkjum. Þá hafa komið upp nokkur tilfelli þar sem börn hafa leitaðá bráðamóttöku Landspítalans eða á Barnaspítalann eftir neyslu orkudrykkja. „Það eru yfirleitt svona örvandi áhrif. Þau eru kannski með hraðan hjartslátt og svona kvíða sem fylgir því að hafa svona mikið af þessum efnum í blóðinu,“ segir Curtis Snook, sérfræðingur í bráðalækningum og í klínískri eiturefnafræði á Landspítalanum. Curtis Snook, sérfræðingur í bráðalækningum og í klínískri eiturefnafræði á Landspítalanum.Vísir/Egill Curtis segist langtímaáhrifin af neyslu orkudrykkja áhyggjuefni. „Þá ert þú að hækka blóðþrýstinginn á hverjum degi og púlsinn þá er í raun og veru kemur skaði í æðakerfinu fljótara í þeim einstaklingum sem gera það,“ segir Curtis. Þannig getur hækkaður blóðþrýstingur sem fylgi mikilli notkun um langa hríð valdið skaða hjá ungmennum. „Það eru ýmis vandræði sem fylgir því að vera með háan þrýsting og við vitum mikið um það skilurðu. Svo börnin myndu kannski ekki strax lenda í vandræðum en þegar þau eru eldri þá eru þau búin að skaða æðakerfið og þú ferð ekki til baka. Þú munt ekki breyta því,“ segir Curtis.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Orkudrykkir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira