Tom Brady sýndi að hann er með hjarta úr gulli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2021 10:30 Tom Brady bætir mörg met í hverjum leik á þessu NFL tímabili. Getty/Cliff Welch/ Lokasóknin á Stöð 2 Sport fjallar um NFL-deildina í hverri viku og fer þá yfir leiki hverrar umferðar. Goðsögnin Tom Brady er oftar en ekki í sviðsljósinu og svo var einnig nú. Brady spilaði vissulega vel eins og hann hefur gert allt þetta tímabil en það voru hlutir utan vallar sem voru að stela fyrirsögnunum þegar kemur að besta NFL-leikmanni allra tíma. „Þetta var góð helgi fyrir níu ára strák sem heitir Noah Reeb. Noah litli, þetta er fallegt,“ sagði Andri Ólafsson en meðan voru sýndar myndir af því þegar Tom Brady kom til stráksins og gaf honum húfu. „Hann sigraðist á krabbameini í heila og hans hetja er Tom Brady. Sjáið þetta,“ sagði Andri. „Hann grét bara,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Brain cancer survivor and inspiring 10 year old, Noah Reeb, joined the crew to talk about his exchange with @Buccaneers @TomBrady #NoahStrong #InsideTheNFL @Edelman11 @PhilSimmsQB @BMarshall pic.twitter.com/COdfHQ66KM— Inside the NFL (@insidetheNFL) October 26, 2021 „Brady fann hann eftir að hafa sent sína sex hundruðustu snertimarkssendingu, gaf honum húfuna og tilfinningarnar leyna sér ekki. Hann var að mæta á sinn fyrsta NFL-leik,“ sagði Andri. Þeir sýndi skiltið hans Noah Reeb sem á stóð: Tom Brady hjálpaði mér að sigrast á krabbameini í heila. „Ég er með gæsahúð að horfa á þetta hérna,“ sagði Henry Birgir. Þeir voru ekki alveg hættir að tala um Tom Brady. „Þetta var slæm helgi fyrir annan ágætan stuðningsmann Tampa Bay. Hérna er Tom Brady að skrá nafnið sitt enn á ný í söguna með snertimarki númer sex hundruð. Mike Evans skorar og tekur síðan boltann og fer með hann upp til stuðningsmannanna,“ sagði Andri en þeir fjölluðu um það að áhorfandi gaf frá sér sjötíu milljón króna bolta. Það má finna umfjöllunina um strákinn og svo þennan áhorfanda sem fékk boltann hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Tom Brady og stuðningsmennirnir NFL Lokasóknin Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Brady spilaði vissulega vel eins og hann hefur gert allt þetta tímabil en það voru hlutir utan vallar sem voru að stela fyrirsögnunum þegar kemur að besta NFL-leikmanni allra tíma. „Þetta var góð helgi fyrir níu ára strák sem heitir Noah Reeb. Noah litli, þetta er fallegt,“ sagði Andri Ólafsson en meðan voru sýndar myndir af því þegar Tom Brady kom til stráksins og gaf honum húfu. „Hann sigraðist á krabbameini í heila og hans hetja er Tom Brady. Sjáið þetta,“ sagði Andri. „Hann grét bara,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Brain cancer survivor and inspiring 10 year old, Noah Reeb, joined the crew to talk about his exchange with @Buccaneers @TomBrady #NoahStrong #InsideTheNFL @Edelman11 @PhilSimmsQB @BMarshall pic.twitter.com/COdfHQ66KM— Inside the NFL (@insidetheNFL) October 26, 2021 „Brady fann hann eftir að hafa sent sína sex hundruðustu snertimarkssendingu, gaf honum húfuna og tilfinningarnar leyna sér ekki. Hann var að mæta á sinn fyrsta NFL-leik,“ sagði Andri. Þeir sýndi skiltið hans Noah Reeb sem á stóð: Tom Brady hjálpaði mér að sigrast á krabbameini í heila. „Ég er með gæsahúð að horfa á þetta hérna,“ sagði Henry Birgir. Þeir voru ekki alveg hættir að tala um Tom Brady. „Þetta var slæm helgi fyrir annan ágætan stuðningsmann Tampa Bay. Hérna er Tom Brady að skrá nafnið sitt enn á ný í söguna með snertimarki númer sex hundruð. Mike Evans skorar og tekur síðan boltann og fer með hann upp til stuðningsmannanna,“ sagði Andri en þeir fjölluðu um það að áhorfandi gaf frá sér sjötíu milljón króna bolta. Það má finna umfjöllunina um strákinn og svo þennan áhorfanda sem fékk boltann hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Tom Brady og stuðningsmennirnir
NFL Lokasóknin Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira