Framtíðin ræðst af aðgerðum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. nóvember 2021 12:01 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. COP-26, hófst í gær og stendur yfir til 11. nóvember. Því má búast við að orð eins og hamfarahlýnun, útblástur, kolefnisspor og orkuskipti verði ofarlega á blaði næstu daga og vikur. Sagan sýnir okkur þó að þegar fram líða stundir hverfa þessi mál í skugga líðandi stundar og gleymast, allt þar til næstu hamfarir af völdum hlýnandi loftslags dynja yfir. Í aðdraganda alþingiskosninga í lok september héldu mörg okkar að loftslagsmálin yrðu ofarlega á baugi. Staðan í loftslagsmálum er orðin flestum ljós og ákallið um að grípa til metnaðarfullra aðgerða hljómar um allan heim. Kjósendur virðast þó hafa talið önnur mál mikilvægari að þessu sinni, því tveir stærstu flokkarnir að loknum kosningum skila nánast auðu í loftslagsmálum. Falleinkunn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í úttekt Ungra umhverfissinna talar sínu máli. Unga fólkið hlustar Vísindasamfélagið hefur lengi varað okkur við loftslagsvánni en mörg, ekki síst af minni kynslóð, hafa ekki enn meðtekið varnaðarorðin. Unga fólkið heyrir hins vegar þessa viðvörun vel, kannski vegna þess að það mun súpa seyðið af aðgerðarleysi stjórnmálanna. Þess vegna hefur unga fólkið risið upp - um allan heim - og krafist aðgerða. Þrátt fyrir að aðgerðirnar hafi látið á sér standa hefur unga fólkið engu að síður haft mótandi áhrif á umræðuna og náð eyrum margra stjórnmálamanna. Við sem eigum börn og barnabörn sem eru að taka sín fyrstu skref í þessari breyttu veröld, þurfum að setja framtíð þeirra í forgang. Neysluhyggja og trú á endalausan aðgang að náttúruauðlindum minnar kynslóðar hefur sett framtíð þeirra í hættu. Hér á Íslandi eru áhrif þessara hnattrænu loftslagsbreytinga byrjuð að gera vart við sig, en þau okkar sem hafa ferðast og búið við miðbaug sjáum afleiðingarnar ágerast með hverju árinu. Skýr sýn til framtíðar Það er kominn tími fyrir okkur sem erum í stjórnmálum að horfast í augu við hinn nýja raunveruleika. Kominn tími til þess að taka erfiðar ákvarðanir og grípa til aðgerða gegn þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir. Við erum þjóð sem býr á landi þar sem að hamfarir eru reglulegir vágestir. Við verðum að passa okkur að láta þessa vá ekki taka okkur í bólinu. Við þurfum að vinna saman, þvert á flokkslínur og byggja upp samstöðu um raunverulegt átak í baráttunni gegn þessari loftslagsvá. Ef við sameinumst, hugsum stórt og höfum framtíð barna okkar og barnabarna að leiðarljósi, þá getum við tekist á við þessa ógn. Við getum lagt okkar að mörkum og með skýra sýn á nýsköpun tengdri loftslagsvá getum við hæglega orðið að leiðtoga á alþjóðavettvangi í þessari baráttu.Píratar lögðu fram slíka sýn í kosningabaráttunni, bæði í loftslagsstefnunni okkar (sem Ungir umhverfissinnar töldu vera þá bestu) og nýsköpunarstefnu flokksins (sem er í 20 liðum og hverfist um græna nýsköpun um land allt). Ég hlakka til að tala máli þeirra beggja inni á þingi því ég hef einlæga trú á að innihald þeirra leggi grunn að farsælla og grænna samfélagi til framtíðar. Börnin okkar eiga það skilið. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Alþingi COP26 Loftslagsmál Píratar Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. COP-26, hófst í gær og stendur yfir til 11. nóvember. Því má búast við að orð eins og hamfarahlýnun, útblástur, kolefnisspor og orkuskipti verði ofarlega á blaði næstu daga og vikur. Sagan sýnir okkur þó að þegar fram líða stundir hverfa þessi mál í skugga líðandi stundar og gleymast, allt þar til næstu hamfarir af völdum hlýnandi loftslags dynja yfir. Í aðdraganda alþingiskosninga í lok september héldu mörg okkar að loftslagsmálin yrðu ofarlega á baugi. Staðan í loftslagsmálum er orðin flestum ljós og ákallið um að grípa til metnaðarfullra aðgerða hljómar um allan heim. Kjósendur virðast þó hafa talið önnur mál mikilvægari að þessu sinni, því tveir stærstu flokkarnir að loknum kosningum skila nánast auðu í loftslagsmálum. Falleinkunn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í úttekt Ungra umhverfissinna talar sínu máli. Unga fólkið hlustar Vísindasamfélagið hefur lengi varað okkur við loftslagsvánni en mörg, ekki síst af minni kynslóð, hafa ekki enn meðtekið varnaðarorðin. Unga fólkið heyrir hins vegar þessa viðvörun vel, kannski vegna þess að það mun súpa seyðið af aðgerðarleysi stjórnmálanna. Þess vegna hefur unga fólkið risið upp - um allan heim - og krafist aðgerða. Þrátt fyrir að aðgerðirnar hafi látið á sér standa hefur unga fólkið engu að síður haft mótandi áhrif á umræðuna og náð eyrum margra stjórnmálamanna. Við sem eigum börn og barnabörn sem eru að taka sín fyrstu skref í þessari breyttu veröld, þurfum að setja framtíð þeirra í forgang. Neysluhyggja og trú á endalausan aðgang að náttúruauðlindum minnar kynslóðar hefur sett framtíð þeirra í hættu. Hér á Íslandi eru áhrif þessara hnattrænu loftslagsbreytinga byrjuð að gera vart við sig, en þau okkar sem hafa ferðast og búið við miðbaug sjáum afleiðingarnar ágerast með hverju árinu. Skýr sýn til framtíðar Það er kominn tími fyrir okkur sem erum í stjórnmálum að horfast í augu við hinn nýja raunveruleika. Kominn tími til þess að taka erfiðar ákvarðanir og grípa til aðgerða gegn þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir. Við erum þjóð sem býr á landi þar sem að hamfarir eru reglulegir vágestir. Við verðum að passa okkur að láta þessa vá ekki taka okkur í bólinu. Við þurfum að vinna saman, þvert á flokkslínur og byggja upp samstöðu um raunverulegt átak í baráttunni gegn þessari loftslagsvá. Ef við sameinumst, hugsum stórt og höfum framtíð barna okkar og barnabarna að leiðarljósi, þá getum við tekist á við þessa ógn. Við getum lagt okkar að mörkum og með skýra sýn á nýsköpun tengdri loftslagsvá getum við hæglega orðið að leiðtoga á alþjóðavettvangi í þessari baráttu.Píratar lögðu fram slíka sýn í kosningabaráttunni, bæði í loftslagsstefnunni okkar (sem Ungir umhverfissinnar töldu vera þá bestu) og nýsköpunarstefnu flokksins (sem er í 20 liðum og hverfist um græna nýsköpun um land allt). Ég hlakka til að tala máli þeirra beggja inni á þingi því ég hef einlæga trú á að innihald þeirra leggi grunn að farsælla og grænna samfélagi til framtíðar. Börnin okkar eiga það skilið. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar