Karine Elharrar, innviða- og orkumálaráðherra Ísarels, tísti í gær að það væri sorglegt að sjá að Sameinuðu þjóðirnar tryggðu ekki fullt aðgengi að viðburðum. Ísraelska sendinefndin hefur nú kvartað formlega til skipuleggjenda vegna aðgengisleysisins.
אל COP26 הגעתי כדי להפגש עם מקביליי בעולם ולקדם מאבק משותף במשבר האקלים. עצוב שהאו״ם המקדם נגישות לאנשים עם מוגבלויות, בשנת 2021, לא דואג לנגישות באירועיו.
— קארין אלהרר 🟠 Karine Elharrar (@KElharrar) November 1, 2021
מקווה שיופקו הלקחים הנדרשים כדי שמחר קידום אנרגיות ירוקות, הסרת חסמים והתייעלות באנרגיה יהיו הדברים שאתעסק בהם.
George Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, lýsti yfir vonbrigðum sínum vegna málsins og tilkynnti að búið væri að biðja Elharrar afsökunar, en hún notast við hjólastól. Elharrar gat ekki verið viðstödd ráðstefnunni COP26 í gær en James Cleverly, þingmaður í breska þinginu, tísti í morgun mynd sér og Elharrar frá ráðstefnunni, og virðist því búið að bæta aðgengið.
Great to talk to Israel’s Energy Minister @KElharrar at @COP26 this morning about green energy generation and using technology to wean the world off hydrocarbons. pic.twitter.com/5xv9J5A8FX
— James Cleverly🇬🇧 (@JamesCleverly) November 2, 2021
Eustice hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir ummæli sín vegna málsins en hann sagði í útvarpsviðtali að ísraelska sendinefndin hefði átt að láta vita að einn þeirra manna væri með „sérþarfir.“
„Það fór greinilega eitthvað úrskeiðis þarna og starfsmennirnir vissu ekki af þessu þannig að ekki var búið að gera ráðstafanir á þeim viðburði sem hún ætlaði að mæta á.“
„Ég veit að á flestum öðrum staðsetningum er fulllt aðgengi. Þessi staða kom upp vegna þess að hún fór að inngangi þar sem ekki var aðgengi,“ sagði Eustice í útvarpsviðtalinu.
George Eustice has just told @BBCr4today that the Israelis ‘failed to communicate the access needs’ for @KElharrar.
— Sarah Ludford 🔶🇬🇧🇪🇺 (@SarahLudford) November 2, 2021
Not the most gracious of responses for the #COP26 host to blame the guest.
Samkvæmt frétt Times of Israel hafði Elharrar beðið í tvo klukkutíma fyrir utan fundarstaðinn í Glasgow en þurfti að lokum að snúa aftur á hótelið sitt í Edinborg, sem er í 80 km fjarlægð frá Glasgow.