RIFF býður öllum leik- og grunnskólanemum landsins kvikmyndadagskrá og kennsluefni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 15:31 Gunnar Helgason kemur fram í auglýsingunni fyrir barnadagskrá RIFF. RIFF RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur útbúið veglega alþjóðlega kvikmyndadagskrá ásamt kennsluefni sem býðst öllum leik- og grunnskólanemum landsins út janúar á næsta ári og er skólunum að kostnaðarlausu. Tilgangurinn er að efla kvikmyndamenningu og kvikmyndalæsi barna og unglinga og sýna fram á hvernig unnt er að nota kvikmyndamiðilinn markvisst í kennslu. Dagskráin er sniðin að börnum og unglingum frá aldrinum fjögurra til sextán ára og er send í alla skóla landsins. Aðstandendur RIFF vilja hvetja kennara til að sýna stuttmyndirnar og nota í kennslustundum en benda jafnframt á að unnt er að horfa á myndirnar heima í stofu í gegnum riff.is gegn vægu gjaldi. „Dagskráin samanstendur af alls kyns stuttmyndum og þeim fylgir kennsluefni sem kennarar geta nýtt sem umræðugrundvöll í tengslum við myndirnar. Þetta eru samtals um 30 stuttmyndir frá yfir 20 löndum en flestar eru evrópskar. Þær fjalla um málefni líðandi stundar og eru efnistök sniðin að hverjum aldurshópi fyrir sig.“ RIFF „Fjallað er um samfélagsleg málefni eins og umhverfið, jafnrétti, einelti, samkynhneigð, ást, og einmanaleika. Markmið okkar hjá RIFF er að efla kvikmyndalæsi, að hvetja, örva, skapa umræður, vekja viðbrögð og fá yngri áhorfendur til að hugsa á annan hátt um mikilvæg málefni í gegnum þennan sterka miðil sem kvikmyndin er,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. Dagskráin samanstendur af fimm stuttmyndaflokkum sem hæfa hverjum aldursflokki fyrir sig. Hver flokkur inniheldur fimm til níu stuttmyndir og er í heildina 50 til 90 mínútur að lengd. Dagskráin er aðgengileg í skólastarfi til 31. janúar 2022 og fylgir hverjum stuttmyndaflokki stuðningsefni fyrir kennara sem hægt er að nýta til kennslu. Námsefnið byggir ýmist á hópavinnu, umræðum, íhugun og gagnrýnni hugsun. Um er að ræða nýjung frá RIFF, en hátíðin fór fram í síðasta mánuði.RIFF Margar stuttmyndanna henta vel sem viðbótarkennsluefni við námsgreinar sem þegar eru kenndar í leik- og grunnskólum landsins. „Þetta verður því frábært tækifæri til að sameina áhrifaríkar stuttmyndir og kennslu þar sem ólík efni eru sett í samhengi við þennan skapandi miðil. Dagskráin er einnig fáanleg í RIFF HEIMA fyrir þá sem vilja eiga gæðastund með börnunum sínum heima í stofu.“ Bíó og sjónvarp Grunnskólar Leikskólar Skóla - og menntamál RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Tilgangurinn er að efla kvikmyndamenningu og kvikmyndalæsi barna og unglinga og sýna fram á hvernig unnt er að nota kvikmyndamiðilinn markvisst í kennslu. Dagskráin er sniðin að börnum og unglingum frá aldrinum fjögurra til sextán ára og er send í alla skóla landsins. Aðstandendur RIFF vilja hvetja kennara til að sýna stuttmyndirnar og nota í kennslustundum en benda jafnframt á að unnt er að horfa á myndirnar heima í stofu í gegnum riff.is gegn vægu gjaldi. „Dagskráin samanstendur af alls kyns stuttmyndum og þeim fylgir kennsluefni sem kennarar geta nýtt sem umræðugrundvöll í tengslum við myndirnar. Þetta eru samtals um 30 stuttmyndir frá yfir 20 löndum en flestar eru evrópskar. Þær fjalla um málefni líðandi stundar og eru efnistök sniðin að hverjum aldurshópi fyrir sig.“ RIFF „Fjallað er um samfélagsleg málefni eins og umhverfið, jafnrétti, einelti, samkynhneigð, ást, og einmanaleika. Markmið okkar hjá RIFF er að efla kvikmyndalæsi, að hvetja, örva, skapa umræður, vekja viðbrögð og fá yngri áhorfendur til að hugsa á annan hátt um mikilvæg málefni í gegnum þennan sterka miðil sem kvikmyndin er,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. Dagskráin samanstendur af fimm stuttmyndaflokkum sem hæfa hverjum aldursflokki fyrir sig. Hver flokkur inniheldur fimm til níu stuttmyndir og er í heildina 50 til 90 mínútur að lengd. Dagskráin er aðgengileg í skólastarfi til 31. janúar 2022 og fylgir hverjum stuttmyndaflokki stuðningsefni fyrir kennara sem hægt er að nýta til kennslu. Námsefnið byggir ýmist á hópavinnu, umræðum, íhugun og gagnrýnni hugsun. Um er að ræða nýjung frá RIFF, en hátíðin fór fram í síðasta mánuði.RIFF Margar stuttmyndanna henta vel sem viðbótarkennsluefni við námsgreinar sem þegar eru kenndar í leik- og grunnskólum landsins. „Þetta verður því frábært tækifæri til að sameina áhrifaríkar stuttmyndir og kennslu þar sem ólík efni eru sett í samhengi við þennan skapandi miðil. Dagskráin er einnig fáanleg í RIFF HEIMA fyrir þá sem vilja eiga gæðastund með börnunum sínum heima í stofu.“
Bíó og sjónvarp Grunnskólar Leikskólar Skóla - og menntamál RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein