Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þorgils Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 23:37 Talsverð fjölgun hefur verið í þremur skólum í Laugarnes- og Langholtshverfi síðustu árin og ekki útlit fyrir að linni næstu ár. Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar kynnti í dag fyrir borgarráði þrjár sviðsmyndir til úrbóta í húsakosti til að bregðast við fjölguninni. Reykjavíkurborg Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. Sviðsmyndir þessar koma fram í skýrslu starfshóps sem skipaður var til að rýna stöðu skóla- og frístundastarfs í hverfinu, en vegna fjölgunar barna í hverfinu er farið að þrengja að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Spár til 20 ára, sem unnið er eftir, gera ráð fyrir fjölgun nemenda í þessum þremur skólahverfum úr 1.648 árið 2020 í 1.774 árið 2040 og því er ljóst að bregðast þarf við vandanum strax. Úr kynningu starfshópsins Sviðsmyndinar þjár sem um ræðir eru eftirfarandi, en tillögurnar verða áfram til vinnslu innan starfshópsins: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu fram bókun um að fjölgun nemenda í hverfinu síðustu ár sýndi að borgarstjóri væri ekki að standa við boðaða stefnu: Hér fara auðvitað ekki saman hljóð og mynd hjá borgarstjóra enda hefur ekki verið staðið við þá forgangsröðun sem hann boðar sjálfur; innviðir fyrst, svo uppbygging. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókaði að henni þætti leið 1 vænlegust enda varðveiti hún skólagerðir hverfisins og viðhaldi hverfamenningu og aðstöðu barnanna. Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Sviðsmyndir þessar koma fram í skýrslu starfshóps sem skipaður var til að rýna stöðu skóla- og frístundastarfs í hverfinu, en vegna fjölgunar barna í hverfinu er farið að þrengja að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Spár til 20 ára, sem unnið er eftir, gera ráð fyrir fjölgun nemenda í þessum þremur skólahverfum úr 1.648 árið 2020 í 1.774 árið 2040 og því er ljóst að bregðast þarf við vandanum strax. Úr kynningu starfshópsins Sviðsmyndinar þjár sem um ræðir eru eftirfarandi, en tillögurnar verða áfram til vinnslu innan starfshópsins: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu fram bókun um að fjölgun nemenda í hverfinu síðustu ár sýndi að borgarstjóri væri ekki að standa við boðaða stefnu: Hér fara auðvitað ekki saman hljóð og mynd hjá borgarstjóra enda hefur ekki verið staðið við þá forgangsröðun sem hann boðar sjálfur; innviðir fyrst, svo uppbygging. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókaði að henni þætti leið 1 vænlegust enda varðveiti hún skólagerðir hverfisins og viðhaldi hverfamenningu og aðstöðu barnanna.
Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira