Þungt hljóð í sjómönnum sem horfa til óhefðbundinna aðgerða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2021 10:02 Þing Sjómannasambandsins skoraði á útgerðarmenn að bæta samskipti sín við sjómenn og samtök þeirra en vantraust milli aðila heðfi verið vaxandi síðustu misseri og ár. „Í sumum tilfellum er um algeran trúnaðarbrest að ræða,“ segir í ályktun þingsins. Vísir/Vilhelm „Það er mjög að þyngjast hljóðið í mönnum, enda búnir að vera samningslausir í tvö ár,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um stöðu mála í kjaraviðræðum sjómanna. „Síðast voru þetta sex ár. Nú er þetta rétt að byrja en þetta er samt ömurlegt. Og menn eru svona að íhuga til hvað er hægt að gera, til hvaða ráða er hægt að grípa, til að knýja fram kjarasamning. Menn eru svo sem ekki spenntir fyrir að fara í alsherjarverkfall,“ segir hann. Á þingi Sjómannasambandsins sem fram fór 4. og 5. nóvember síðastliðinn var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ávítt harðlega fyrir að gera ekki kjarasamning við sjómenn í áraraðir „um þau sjálfsögðu réttindamál sem önnur samtök launafólks hafa þegar samið um“. Vegna þvergirðingsháttar útgerðarinnar sé ekki útlit fyrir að samningar náist án átaka, segir í ályktuninni. Valmundur segir óábyrgt að ráðast í verkfallsaðgerðir á meðan loðnuvertíðinni stendur þegar horft er til ástandsins í þjóðfélaginu. Það þýði hins vegar ekki að sjómenn ætli að samþykkja það þegjandi og hljóðalaust að fá kjör sín ekki bætt. „Nú fara menn af þinginu og fara að funda, og það verður líklega mjög mikið fundað á milli jóla og nýárs, og þá heyra menn betur hljóðið í sjómönnum og við bara hlýðum því þegar þar að kemur,“ segir Valmundur. Verið sé að skoða ýmsar leiðir sem hægt er að fara aðrar en beinar verkfallsaðgerðir, enda allar líkur á að komið yrði í veg fyrir þær með lagasetningu. Hann vill ekki tjá sig um hvers konar aðgerðir sé að ræða en segir þær mögulega munu koma á óvart. Kjara- og öryggismál voru þau mál sem hæst bar á þinginu. „Við teljum það ekki forsvaranlegt að útgerðarmenn einir komist undan því að greiða 3,5 prósent til viðbótar í lífeyrissparnað. Þetta er nú sú atvinnugrein sem ber mest úr býtum á Íslandi og ef það er nóg til hjá öðrum atvinnurekendum þá er yfirdrifið nóg til þarna,“ segir Vilmundur. Í ályktun sem samþykt var á þinginu vísar Sjómannasambandið á bug kröfu útgerðarmanna um að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigalda. Þetta ítrekar Vilmundur í samtali við Vísi. „Það verður bara að bregðast við svona bulli. Því veiðigjöldin eru ekkert annað en skattur á útgerðirnar. Við buðumst til að taka þátt í þessu ef við fengjum þá hluta af hagnaðinum á móti. En það er ekkert í boði.“ Vilmundur segir útgerðarmenn einnig gleyma að laun sjómanna séu dregin frá áður en veiðigjöldin eru reiknuð út. „Þannig að það væri miklu nær að hækka launin, því þeir fá það að fullu til baka.“ Sjávarútvegur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Síðast voru þetta sex ár. Nú er þetta rétt að byrja en þetta er samt ömurlegt. Og menn eru svona að íhuga til hvað er hægt að gera, til hvaða ráða er hægt að grípa, til að knýja fram kjarasamning. Menn eru svo sem ekki spenntir fyrir að fara í alsherjarverkfall,“ segir hann. Á þingi Sjómannasambandsins sem fram fór 4. og 5. nóvember síðastliðinn var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ávítt harðlega fyrir að gera ekki kjarasamning við sjómenn í áraraðir „um þau sjálfsögðu réttindamál sem önnur samtök launafólks hafa þegar samið um“. Vegna þvergirðingsháttar útgerðarinnar sé ekki útlit fyrir að samningar náist án átaka, segir í ályktuninni. Valmundur segir óábyrgt að ráðast í verkfallsaðgerðir á meðan loðnuvertíðinni stendur þegar horft er til ástandsins í þjóðfélaginu. Það þýði hins vegar ekki að sjómenn ætli að samþykkja það þegjandi og hljóðalaust að fá kjör sín ekki bætt. „Nú fara menn af þinginu og fara að funda, og það verður líklega mjög mikið fundað á milli jóla og nýárs, og þá heyra menn betur hljóðið í sjómönnum og við bara hlýðum því þegar þar að kemur,“ segir Valmundur. Verið sé að skoða ýmsar leiðir sem hægt er að fara aðrar en beinar verkfallsaðgerðir, enda allar líkur á að komið yrði í veg fyrir þær með lagasetningu. Hann vill ekki tjá sig um hvers konar aðgerðir sé að ræða en segir þær mögulega munu koma á óvart. Kjara- og öryggismál voru þau mál sem hæst bar á þinginu. „Við teljum það ekki forsvaranlegt að útgerðarmenn einir komist undan því að greiða 3,5 prósent til viðbótar í lífeyrissparnað. Þetta er nú sú atvinnugrein sem ber mest úr býtum á Íslandi og ef það er nóg til hjá öðrum atvinnurekendum þá er yfirdrifið nóg til þarna,“ segir Vilmundur. Í ályktun sem samþykt var á þinginu vísar Sjómannasambandið á bug kröfu útgerðarmanna um að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigalda. Þetta ítrekar Vilmundur í samtali við Vísi. „Það verður bara að bregðast við svona bulli. Því veiðigjöldin eru ekkert annað en skattur á útgerðirnar. Við buðumst til að taka þátt í þessu ef við fengjum þá hluta af hagnaðinum á móti. En það er ekkert í boði.“ Vilmundur segir útgerðarmenn einnig gleyma að laun sjómanna séu dregin frá áður en veiðigjöldin eru reiknuð út. „Þannig að það væri miklu nær að hækka launin, því þeir fá það að fullu til baka.“
Sjávarútvegur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent