Þungt hljóð í sjómönnum sem horfa til óhefðbundinna aðgerða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2021 10:02 Þing Sjómannasambandsins skoraði á útgerðarmenn að bæta samskipti sín við sjómenn og samtök þeirra en vantraust milli aðila heðfi verið vaxandi síðustu misseri og ár. „Í sumum tilfellum er um algeran trúnaðarbrest að ræða,“ segir í ályktun þingsins. Vísir/Vilhelm „Það er mjög að þyngjast hljóðið í mönnum, enda búnir að vera samningslausir í tvö ár,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um stöðu mála í kjaraviðræðum sjómanna. „Síðast voru þetta sex ár. Nú er þetta rétt að byrja en þetta er samt ömurlegt. Og menn eru svona að íhuga til hvað er hægt að gera, til hvaða ráða er hægt að grípa, til að knýja fram kjarasamning. Menn eru svo sem ekki spenntir fyrir að fara í alsherjarverkfall,“ segir hann. Á þingi Sjómannasambandsins sem fram fór 4. og 5. nóvember síðastliðinn var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ávítt harðlega fyrir að gera ekki kjarasamning við sjómenn í áraraðir „um þau sjálfsögðu réttindamál sem önnur samtök launafólks hafa þegar samið um“. Vegna þvergirðingsháttar útgerðarinnar sé ekki útlit fyrir að samningar náist án átaka, segir í ályktuninni. Valmundur segir óábyrgt að ráðast í verkfallsaðgerðir á meðan loðnuvertíðinni stendur þegar horft er til ástandsins í þjóðfélaginu. Það þýði hins vegar ekki að sjómenn ætli að samþykkja það þegjandi og hljóðalaust að fá kjör sín ekki bætt. „Nú fara menn af þinginu og fara að funda, og það verður líklega mjög mikið fundað á milli jóla og nýárs, og þá heyra menn betur hljóðið í sjómönnum og við bara hlýðum því þegar þar að kemur,“ segir Valmundur. Verið sé að skoða ýmsar leiðir sem hægt er að fara aðrar en beinar verkfallsaðgerðir, enda allar líkur á að komið yrði í veg fyrir þær með lagasetningu. Hann vill ekki tjá sig um hvers konar aðgerðir sé að ræða en segir þær mögulega munu koma á óvart. Kjara- og öryggismál voru þau mál sem hæst bar á þinginu. „Við teljum það ekki forsvaranlegt að útgerðarmenn einir komist undan því að greiða 3,5 prósent til viðbótar í lífeyrissparnað. Þetta er nú sú atvinnugrein sem ber mest úr býtum á Íslandi og ef það er nóg til hjá öðrum atvinnurekendum þá er yfirdrifið nóg til þarna,“ segir Vilmundur. Í ályktun sem samþykt var á þinginu vísar Sjómannasambandið á bug kröfu útgerðarmanna um að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigalda. Þetta ítrekar Vilmundur í samtali við Vísi. „Það verður bara að bregðast við svona bulli. Því veiðigjöldin eru ekkert annað en skattur á útgerðirnar. Við buðumst til að taka þátt í þessu ef við fengjum þá hluta af hagnaðinum á móti. En það er ekkert í boði.“ Vilmundur segir útgerðarmenn einnig gleyma að laun sjómanna séu dregin frá áður en veiðigjöldin eru reiknuð út. „Þannig að það væri miklu nær að hækka launin, því þeir fá það að fullu til baka.“ Sjávarútvegur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
„Síðast voru þetta sex ár. Nú er þetta rétt að byrja en þetta er samt ömurlegt. Og menn eru svona að íhuga til hvað er hægt að gera, til hvaða ráða er hægt að grípa, til að knýja fram kjarasamning. Menn eru svo sem ekki spenntir fyrir að fara í alsherjarverkfall,“ segir hann. Á þingi Sjómannasambandsins sem fram fór 4. og 5. nóvember síðastliðinn var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ávítt harðlega fyrir að gera ekki kjarasamning við sjómenn í áraraðir „um þau sjálfsögðu réttindamál sem önnur samtök launafólks hafa þegar samið um“. Vegna þvergirðingsháttar útgerðarinnar sé ekki útlit fyrir að samningar náist án átaka, segir í ályktuninni. Valmundur segir óábyrgt að ráðast í verkfallsaðgerðir á meðan loðnuvertíðinni stendur þegar horft er til ástandsins í þjóðfélaginu. Það þýði hins vegar ekki að sjómenn ætli að samþykkja það þegjandi og hljóðalaust að fá kjör sín ekki bætt. „Nú fara menn af þinginu og fara að funda, og það verður líklega mjög mikið fundað á milli jóla og nýárs, og þá heyra menn betur hljóðið í sjómönnum og við bara hlýðum því þegar þar að kemur,“ segir Valmundur. Verið sé að skoða ýmsar leiðir sem hægt er að fara aðrar en beinar verkfallsaðgerðir, enda allar líkur á að komið yrði í veg fyrir þær með lagasetningu. Hann vill ekki tjá sig um hvers konar aðgerðir sé að ræða en segir þær mögulega munu koma á óvart. Kjara- og öryggismál voru þau mál sem hæst bar á þinginu. „Við teljum það ekki forsvaranlegt að útgerðarmenn einir komist undan því að greiða 3,5 prósent til viðbótar í lífeyrissparnað. Þetta er nú sú atvinnugrein sem ber mest úr býtum á Íslandi og ef það er nóg til hjá öðrum atvinnurekendum þá er yfirdrifið nóg til þarna,“ segir Vilmundur. Í ályktun sem samþykt var á þinginu vísar Sjómannasambandið á bug kröfu útgerðarmanna um að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigalda. Þetta ítrekar Vilmundur í samtali við Vísi. „Það verður bara að bregðast við svona bulli. Því veiðigjöldin eru ekkert annað en skattur á útgerðirnar. Við buðumst til að taka þátt í þessu ef við fengjum þá hluta af hagnaðinum á móti. En það er ekkert í boði.“ Vilmundur segir útgerðarmenn einnig gleyma að laun sjómanna séu dregin frá áður en veiðigjöldin eru reiknuð út. „Þannig að það væri miklu nær að hækka launin, því þeir fá það að fullu til baka.“
Sjávarútvegur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira