Reif niður frákast númer tvö þúsund í sigri Tindastóls á Vestra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 11:01 Sigurður Gunnar í leik með Tindastól gegn sínum fyrrum félögum í ÍR. vísir/vilhelm Miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson tók átta fráköst í sigri Tindastóls á Vestra í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Þar með hefur hann tekið 2004 fráköst í efstu deild hér á landi. „Hann hefur heldur betur alltaf hjálpað liðunum sínum að ná fínum árangri þó hann hafi fallið með Hetti í fyrra,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvöld ræddi afrek Sigurðar Gunnars. Kjartani Atal til halds og traust að þessu sinni voru þeir Sævar Sævarsson og Jón Halldór Eðvaldsson eða Jonni eins og hann er nær alltaf kallaður. „Mér finnst hann bara vera að bæta í. Ég er svo ógeðslega ánægður með þennan strák Sjáið varnarleikinn hjá honum ekki bara í þessum leik heldur í vetur. Hann er búinn að vera frábær, hann er í gólfinu og út um allt. Ef ég væri jafn stór og jafn þungur og hann og ég myndi skutla mér í gólfið þyrfti einhver að hjálpa mér upp og ég mögulega myndi ekki spila seinni hálfleikinn,“ sagði Jonni. „Það gæti hafa orðið hugarfarsbreyting hjá Sigga sjálfum. Hvernig hann ber sig í viðtölum og fleira, hann er orðinn auðmjúkur. Það var orðið smá vandræðalegt hversu kokhraustur hann var. Hann var að spila eitthvað annað hlutverk, hann kemur úr Keflavík og fer í Grindavík. Það eru minni stælar og látalæti í honum.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Sigga Þorsteins „Það er eitt sem hann hefur alltaf getað og það er að taka fráköst. Hann er kominn á þennan lista. Hann er sjö fráköstum frá Alexander Ermolinskij og þá er hann kominn í 10. sæti yfir frákastahæstu leikmenn sögunnar,“ sagði Kjartan Atli að endingu. Þó Sigurður Gunnar sé kominn með 2004 fráköst í efstu deild á hann töluvert í land með að ná efstu mönnum. Á toppnum trónir Hlynur Elías Bæringsson með 3670 fráköst. Þar á eftir kemur Guðmundur Bragason með 3260 og svo Friðrik Stefánsson með 3212. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tindastóll Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Vestri 92-81 | Góð byrjun gestanna dugði ekki til Tindastóll fékk Vestra í heimsókn í Síkið í kvöld. Vestri byrjaði leikinn mun betur en Tindastóll komu sér aftur inn í leikinn og sigruðu að lokum. Lokatölur 92 – 81. 11. nóvember 2021 23:17 Baldur Þór: Það þarf að vera með breidd í þessari deild Tindastóll vann góðan sigur á spræku liði Vestra á heimavelli sínum í kvöld, lokatölur 92-81. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigur sinna manna strax eftir leik. 11. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
„Hann hefur heldur betur alltaf hjálpað liðunum sínum að ná fínum árangri þó hann hafi fallið með Hetti í fyrra,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvöld ræddi afrek Sigurðar Gunnars. Kjartani Atal til halds og traust að þessu sinni voru þeir Sævar Sævarsson og Jón Halldór Eðvaldsson eða Jonni eins og hann er nær alltaf kallaður. „Mér finnst hann bara vera að bæta í. Ég er svo ógeðslega ánægður með þennan strák Sjáið varnarleikinn hjá honum ekki bara í þessum leik heldur í vetur. Hann er búinn að vera frábær, hann er í gólfinu og út um allt. Ef ég væri jafn stór og jafn þungur og hann og ég myndi skutla mér í gólfið þyrfti einhver að hjálpa mér upp og ég mögulega myndi ekki spila seinni hálfleikinn,“ sagði Jonni. „Það gæti hafa orðið hugarfarsbreyting hjá Sigga sjálfum. Hvernig hann ber sig í viðtölum og fleira, hann er orðinn auðmjúkur. Það var orðið smá vandræðalegt hversu kokhraustur hann var. Hann var að spila eitthvað annað hlutverk, hann kemur úr Keflavík og fer í Grindavík. Það eru minni stælar og látalæti í honum.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Sigga Þorsteins „Það er eitt sem hann hefur alltaf getað og það er að taka fráköst. Hann er kominn á þennan lista. Hann er sjö fráköstum frá Alexander Ermolinskij og þá er hann kominn í 10. sæti yfir frákastahæstu leikmenn sögunnar,“ sagði Kjartan Atli að endingu. Þó Sigurður Gunnar sé kominn með 2004 fráköst í efstu deild á hann töluvert í land með að ná efstu mönnum. Á toppnum trónir Hlynur Elías Bæringsson með 3670 fráköst. Þar á eftir kemur Guðmundur Bragason með 3260 og svo Friðrik Stefánsson með 3212.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tindastóll Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Vestri 92-81 | Góð byrjun gestanna dugði ekki til Tindastóll fékk Vestra í heimsókn í Síkið í kvöld. Vestri byrjaði leikinn mun betur en Tindastóll komu sér aftur inn í leikinn og sigruðu að lokum. Lokatölur 92 – 81. 11. nóvember 2021 23:17 Baldur Þór: Það þarf að vera með breidd í þessari deild Tindastóll vann góðan sigur á spræku liði Vestra á heimavelli sínum í kvöld, lokatölur 92-81. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigur sinna manna strax eftir leik. 11. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Vestri 92-81 | Góð byrjun gestanna dugði ekki til Tindastóll fékk Vestra í heimsókn í Síkið í kvöld. Vestri byrjaði leikinn mun betur en Tindastóll komu sér aftur inn í leikinn og sigruðu að lokum. Lokatölur 92 – 81. 11. nóvember 2021 23:17
Baldur Þór: Það þarf að vera með breidd í þessari deild Tindastóll vann góðan sigur á spræku liði Vestra á heimavelli sínum í kvöld, lokatölur 92-81. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigur sinna manna strax eftir leik. 11. nóvember 2021 22:06