Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. nóvember 2021 13:06 Leikskólinn Sælukot er rekinn af Ananda Marga samtökunum. Vísir/Vilhelm Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Sögðu þau verulega vankanta á aðbúnaði barna í leikskólanum og töldu reksturinn ekki standast lög. Þá var bent á ýmsa alvarlega hluti sem voru sagðir hafa fengið að viðgangast á leikskólanum. Til að mynda hafi starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. RÚV greinir frá því í dag að móðir þriggja ára stúlku hafi kært starfsmann leikskólans til lögreglu en starfsmaðurinn er sagður hafa brotið kynferðislega á stúlkunni í þrígang. Er eitt brotið talið mjög gróft. Í yfirlýsingunni kom fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir stöðunni, fyrst til rekstraraðila skólans árið 2014 og síðan til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar árið 2016. Þá hafi fyrrum leikskólastjóri fundað með starfsmönnum skóla- og frístundarsviðs síðastliðinn júlí en lítið hafi verið um svör. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vera með málið til skoðunar. „Starfsemi leikskólans Sælukots hefur verið til skoðunar og úrvinnslu hér á sviðinu á liðnum mánuðum og við erum raunar bara að leggja mat á að hvaða mati við getum veitt skýrari og betri leiðsögn til þeirra sem bera ábyrgð á starfsemi leikskólans, sem við erum búin að gera bæði með samtali og eftirlitsheimsóknum, en við fylgjum þessu máli fast eftir,“ segir Helgi. Samkvæmt yfirlýsingunni er brotið á kjarasamningum starfsmanna og er skólinn ekki rekinn samkvæmt íslenskri skólastefnu eða aðalnámskrá leikskóla. Helgi segir mikilvægt að eftirlit sé með starfsemi allra leikskóla í borginni og að þau þurfi að fylgja gildandi reglum. Hann bendir þó á að Sælukot sé sjálfstætt starfandi leikskóli. „Það er ögn meira flækjustig þegar kemur að sjálfstætt starfandi leiksskólum því þeir hafa meira um innri málefni að segja, en eðlilega þurfa þeir að fylgja því öllu sem segir í lögum og reglum um starfsemi leiksskóla,“ segir Helgi. Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Starfsemi Sælukots Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Sögðu þau verulega vankanta á aðbúnaði barna í leikskólanum og töldu reksturinn ekki standast lög. Þá var bent á ýmsa alvarlega hluti sem voru sagðir hafa fengið að viðgangast á leikskólanum. Til að mynda hafi starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. RÚV greinir frá því í dag að móðir þriggja ára stúlku hafi kært starfsmann leikskólans til lögreglu en starfsmaðurinn er sagður hafa brotið kynferðislega á stúlkunni í þrígang. Er eitt brotið talið mjög gróft. Í yfirlýsingunni kom fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir stöðunni, fyrst til rekstraraðila skólans árið 2014 og síðan til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar árið 2016. Þá hafi fyrrum leikskólastjóri fundað með starfsmönnum skóla- og frístundarsviðs síðastliðinn júlí en lítið hafi verið um svör. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vera með málið til skoðunar. „Starfsemi leikskólans Sælukots hefur verið til skoðunar og úrvinnslu hér á sviðinu á liðnum mánuðum og við erum raunar bara að leggja mat á að hvaða mati við getum veitt skýrari og betri leiðsögn til þeirra sem bera ábyrgð á starfsemi leikskólans, sem við erum búin að gera bæði með samtali og eftirlitsheimsóknum, en við fylgjum þessu máli fast eftir,“ segir Helgi. Samkvæmt yfirlýsingunni er brotið á kjarasamningum starfsmanna og er skólinn ekki rekinn samkvæmt íslenskri skólastefnu eða aðalnámskrá leikskóla. Helgi segir mikilvægt að eftirlit sé með starfsemi allra leikskóla í borginni og að þau þurfi að fylgja gildandi reglum. Hann bendir þó á að Sælukot sé sjálfstætt starfandi leikskóli. „Það er ögn meira flækjustig þegar kemur að sjálfstætt starfandi leiksskólum því þeir hafa meira um innri málefni að segja, en eðlilega þurfa þeir að fylgja því öllu sem segir í lögum og reglum um starfsemi leiksskóla,“ segir Helgi.
Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Starfsemi Sælukots Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira