Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. nóvember 2021 13:06 Leikskólinn Sælukot er rekinn af Ananda Marga samtökunum. Vísir/Vilhelm Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Sögðu þau verulega vankanta á aðbúnaði barna í leikskólanum og töldu reksturinn ekki standast lög. Þá var bent á ýmsa alvarlega hluti sem voru sagðir hafa fengið að viðgangast á leikskólanum. Til að mynda hafi starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. RÚV greinir frá því í dag að móðir þriggja ára stúlku hafi kært starfsmann leikskólans til lögreglu en starfsmaðurinn er sagður hafa brotið kynferðislega á stúlkunni í þrígang. Er eitt brotið talið mjög gróft. Í yfirlýsingunni kom fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir stöðunni, fyrst til rekstraraðila skólans árið 2014 og síðan til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar árið 2016. Þá hafi fyrrum leikskólastjóri fundað með starfsmönnum skóla- og frístundarsviðs síðastliðinn júlí en lítið hafi verið um svör. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vera með málið til skoðunar. „Starfsemi leikskólans Sælukots hefur verið til skoðunar og úrvinnslu hér á sviðinu á liðnum mánuðum og við erum raunar bara að leggja mat á að hvaða mati við getum veitt skýrari og betri leiðsögn til þeirra sem bera ábyrgð á starfsemi leikskólans, sem við erum búin að gera bæði með samtali og eftirlitsheimsóknum, en við fylgjum þessu máli fast eftir,“ segir Helgi. Samkvæmt yfirlýsingunni er brotið á kjarasamningum starfsmanna og er skólinn ekki rekinn samkvæmt íslenskri skólastefnu eða aðalnámskrá leikskóla. Helgi segir mikilvægt að eftirlit sé með starfsemi allra leikskóla í borginni og að þau þurfi að fylgja gildandi reglum. Hann bendir þó á að Sælukot sé sjálfstætt starfandi leikskóli. „Það er ögn meira flækjustig þegar kemur að sjálfstætt starfandi leiksskólum því þeir hafa meira um innri málefni að segja, en eðlilega þurfa þeir að fylgja því öllu sem segir í lögum og reglum um starfsemi leiksskóla,“ segir Helgi. Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Starfsemi Sælukots Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Sögðu þau verulega vankanta á aðbúnaði barna í leikskólanum og töldu reksturinn ekki standast lög. Þá var bent á ýmsa alvarlega hluti sem voru sagðir hafa fengið að viðgangast á leikskólanum. Til að mynda hafi starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. RÚV greinir frá því í dag að móðir þriggja ára stúlku hafi kært starfsmann leikskólans til lögreglu en starfsmaðurinn er sagður hafa brotið kynferðislega á stúlkunni í þrígang. Er eitt brotið talið mjög gróft. Í yfirlýsingunni kom fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir stöðunni, fyrst til rekstraraðila skólans árið 2014 og síðan til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar árið 2016. Þá hafi fyrrum leikskólastjóri fundað með starfsmönnum skóla- og frístundarsviðs síðastliðinn júlí en lítið hafi verið um svör. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vera með málið til skoðunar. „Starfsemi leikskólans Sælukots hefur verið til skoðunar og úrvinnslu hér á sviðinu á liðnum mánuðum og við erum raunar bara að leggja mat á að hvaða mati við getum veitt skýrari og betri leiðsögn til þeirra sem bera ábyrgð á starfsemi leikskólans, sem við erum búin að gera bæði með samtali og eftirlitsheimsóknum, en við fylgjum þessu máli fast eftir,“ segir Helgi. Samkvæmt yfirlýsingunni er brotið á kjarasamningum starfsmanna og er skólinn ekki rekinn samkvæmt íslenskri skólastefnu eða aðalnámskrá leikskóla. Helgi segir mikilvægt að eftirlit sé með starfsemi allra leikskóla í borginni og að þau þurfi að fylgja gildandi reglum. Hann bendir þó á að Sælukot sé sjálfstætt starfandi leikskóli. „Það er ögn meira flækjustig þegar kemur að sjálfstætt starfandi leiksskólum því þeir hafa meira um innri málefni að segja, en eðlilega þurfa þeir að fylgja því öllu sem segir í lögum og reglum um starfsemi leiksskóla,“ segir Helgi.
Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Starfsemi Sælukots Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira