Tesla stefnt vegna markaðsmisnotkunartilburða Musk Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 09:25 Elon Musk var gert að stíga til hliðar sem sem stjórnarformaður Tesla eftir að hann sendi frá sér tíst með vangaveltum um að hann gæti tekið fyrirtækið af markaði. Tístin ollu töluverðum sveiflum á hlutabréfaverði. Vísir/EPA Fjárfestingabankinn JP Morgan stefndi rafbílaframleiðandandum Tesla fyrir samningsbrot og krafðist rúmra 162 milljóna dollara í gær. Deilurnar snúast um kaupréttarsamning á hlutabréfum sem Elon Musk, stofnandi fyrirtækisins, olli miklum verðsveiflum á árið 2018. Tesla átti að afhenda JP Morgan hlutabréf eða reiðufé ef hlutabéfaverð í fyrirtækinu færi yfir ákveðið lausnarverð fyrir ákveðinn tíma samkvæmt samningi sem fyrirtækin gerðu árið 2014, að því er segir í frétt CNBC. Musk hleypti töluverðu lífi í viðskipti með hlutabréf Tesla þegar hann tísti um að hann gæti tekið fyrirtækið af hlutabréfamarkaði á tilteknu verði á hvern hlut í ágúst árið 2018. Nokkrum vikum seinna dró hann þá hugmynd til baka. Musk var ákærður fyrir verðbréfasvik og gerði Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) bæði honum og Tesla að greiða tuttugu milljónir dollara í sekt vegna tístanna. JP Morgan taldi sig hafa samningsbundinn rétt til að breyta lausnarverðinu og gerði það í tvígang í kjölfar tísta Musk, fyrst um að hann ætlaði að taka Tesla af markaði og síðar þegar hann sagðist hættur við það. Tesla mótmæli breytingunum og sagði JP Morgan hafa brugðist of hratt við og hafi reynt að nýta sér sveiflur í hlutabréfaverði fyrirtækisins. Á sextán mánuðum eftir tíst Musk lækkaði hlutabréfaverð Tesla fyrst niður í lægstu lægðir en hækkaði svo verulega. Áður en kaupréttarsamningurinn rann út í sumar hafði hlutabréfaverð Tesla hækkað tífalt. Þrátt fyrir það greiddi Tesla bankanum hvorki í hlutum né reiðufé. JP Morgan segist líta svo á að Tesla sé í vanskilum, að því er segir í frétt Reuters. Tesla Tengdar fréttir Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38 Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tesla átti að afhenda JP Morgan hlutabréf eða reiðufé ef hlutabéfaverð í fyrirtækinu færi yfir ákveðið lausnarverð fyrir ákveðinn tíma samkvæmt samningi sem fyrirtækin gerðu árið 2014, að því er segir í frétt CNBC. Musk hleypti töluverðu lífi í viðskipti með hlutabréf Tesla þegar hann tísti um að hann gæti tekið fyrirtækið af hlutabréfamarkaði á tilteknu verði á hvern hlut í ágúst árið 2018. Nokkrum vikum seinna dró hann þá hugmynd til baka. Musk var ákærður fyrir verðbréfasvik og gerði Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) bæði honum og Tesla að greiða tuttugu milljónir dollara í sekt vegna tístanna. JP Morgan taldi sig hafa samningsbundinn rétt til að breyta lausnarverðinu og gerði það í tvígang í kjölfar tísta Musk, fyrst um að hann ætlaði að taka Tesla af markaði og síðar þegar hann sagðist hættur við það. Tesla mótmæli breytingunum og sagði JP Morgan hafa brugðist of hratt við og hafi reynt að nýta sér sveiflur í hlutabréfaverði fyrirtækisins. Á sextán mánuðum eftir tíst Musk lækkaði hlutabréfaverð Tesla fyrst niður í lægstu lægðir en hækkaði svo verulega. Áður en kaupréttarsamningurinn rann út í sumar hafði hlutabréfaverð Tesla hækkað tífalt. Þrátt fyrir það greiddi Tesla bankanum hvorki í hlutum né reiðufé. JP Morgan segist líta svo á að Tesla sé í vanskilum, að því er segir í frétt Reuters.
Tesla Tengdar fréttir Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38 Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38