Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2021 13:17 Alþingi verður kallað saman með stuttum fyrirvara eftir að undirbúningskjörbréfanefnd lýkur störfum. Vísir/Viljelm Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og bindur formaður nefndarinnar vonir við að hún ljúki störfum sínum fyrir lok þessarar viku. Næst komandi laugardag eru átta vikur liðnar frá alþingiskosningunum hinn 25. september en þing skal koma saman eigi síðar en tíu vikum frá kjördegi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna í textagerð stjórnarsáttmála til næstu fjögurra ára.Verið sé að fara yfir textann og fínpússa. Katrín Jakobsdóttir segir samningu ný stjórnarsáttmála langt komna en kynning á honum og nýrri ríkisstjórn bíði endanlegrar niðurstöðu Alþingis varðandi kjörbréf í Norðvesturkjördæmi.Stöð 2/Sigurjón „Við erum ekki enn komin á þann stað að við séum búin að botna umræðu bæði um verkefnatilflutninga og verkaskiptingu í ráðuneytum. En við stefnum að því að vera tilbúin um leið og sú staða skapast. Það hangir auðvitað á því að Alþingi komi saman og taki afstöðu til kjörbréfa,“ segir Katrín. Þegar undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið sínu hlutverki verður strax boðað til fyrsta þingfundar kjörtímabilsins þar sem formlega verið kosið í kjörbréfanefnd. Það gæti gerst einhver næstu daga, jafnvel á laugardag. Nefndin þarf að minnsta kosti einn sólarhring til að kynna málið í þingflokkum og koma fram með endanlega tillögu til þingmanna að greiða atkvæði um. „Þegar Alþingi hefur lokið afgreiðslu málsins er hægt að taka næstu skref. Það veltur auðvitað á því hver niðurstaða Alþingis verður. En þá er hægt að fara að undirbúa að kynna nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála,“ segir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir alþingiskosningunum ekki lokið fyrr en Alþingi hafi afgreitt kjörbréf þingmanna.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekur í sama streng. Endurnýjaður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar og kannski einhver endurskipulagning á stjórnkerfi og nýir ráðherrar; það er ekki hægt að gera það fyrr en eftir kosningar og kosningum er ekki lokið fyrr en þessari vinnu er lokið,“ segir Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og bindur formaður nefndarinnar vonir við að hún ljúki störfum sínum fyrir lok þessarar viku. Næst komandi laugardag eru átta vikur liðnar frá alþingiskosningunum hinn 25. september en þing skal koma saman eigi síðar en tíu vikum frá kjördegi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna í textagerð stjórnarsáttmála til næstu fjögurra ára.Verið sé að fara yfir textann og fínpússa. Katrín Jakobsdóttir segir samningu ný stjórnarsáttmála langt komna en kynning á honum og nýrri ríkisstjórn bíði endanlegrar niðurstöðu Alþingis varðandi kjörbréf í Norðvesturkjördæmi.Stöð 2/Sigurjón „Við erum ekki enn komin á þann stað að við séum búin að botna umræðu bæði um verkefnatilflutninga og verkaskiptingu í ráðuneytum. En við stefnum að því að vera tilbúin um leið og sú staða skapast. Það hangir auðvitað á því að Alþingi komi saman og taki afstöðu til kjörbréfa,“ segir Katrín. Þegar undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið sínu hlutverki verður strax boðað til fyrsta þingfundar kjörtímabilsins þar sem formlega verið kosið í kjörbréfanefnd. Það gæti gerst einhver næstu daga, jafnvel á laugardag. Nefndin þarf að minnsta kosti einn sólarhring til að kynna málið í þingflokkum og koma fram með endanlega tillögu til þingmanna að greiða atkvæði um. „Þegar Alþingi hefur lokið afgreiðslu málsins er hægt að taka næstu skref. Það veltur auðvitað á því hver niðurstaða Alþingis verður. En þá er hægt að fara að undirbúa að kynna nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála,“ segir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir alþingiskosningunum ekki lokið fyrr en Alþingi hafi afgreitt kjörbréf þingmanna.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekur í sama streng. Endurnýjaður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar og kannski einhver endurskipulagning á stjórnkerfi og nýir ráðherrar; það er ekki hægt að gera það fyrr en eftir kosningar og kosningum er ekki lokið fyrr en þessari vinnu er lokið,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18
Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20
Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55