Kapellan þyrfti að víkja fyrir Covid-sjúklingum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. nóvember 2021 20:01 Runólfur segir að ný Covid-eining á spítalanum myndi hjálpa en þó ekki umbylta getu spítalans í faraldrinum. vísir/stöð2 Ekkert bólar enn á nýrri deild innan Landspítala sem átti að koma í stað fyrir Covid-göngudeildina. Um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi heilbrigðisráðuneytinu drög að útfærslu rýmisins þar sem er meðal annars lagt til að kapella spítalans verði nýtt undir Covid-sjúklinga. Heilbrigðisráðherra greindi fyrst frá vilja sínum til að koma á fót sérstakri Covid-einingu innan Landspítalans í byrjun ágúst. Verkefnið er í raun aðeins flutningur á Covid-göngudeildinni, úr húsnæði sem er staðsett fyrir utan Landspítalann í Fossvogi og inn í aðalbygginguna. Myndi leysa vandamál og skapa legurými Hin göngudeildin hefur reynst spítalanum ágætlega en var þó hugsuð sem bráðabirgðalausn. „Vandinn er hins vegar sá að það er bágborin vinnuaðstaða fyrir starfsfólk, það skortir salerni og það sem meira er að ef að myndgreiningar er þörf eins og oft er þegar um veika einstaklinga er að ræða þá þarf að flytja þá hingað í aðalbygginguna,“ Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítala, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þannig þetta myndi leysa ýmis mál og það myndu líka skapast ákveðin legurými með þessum hætti.“ En hefur ekkert gerst í þessu verkefni frá því að heilbrigðisráðherra minntist á það fyrir kosningar? „Nei, í rauninni ekki. Framkvæmdastjórn spítalans lagði fram ákveðna lausn miðað við þá aðstöðu sem við höfum hérna í Fossvogi og setti það fram í formi minnisblaðs til heilbrigðisráðuneytisins og ég held að málið sé til skoðunar þar,“ segir Runólfur. Hefði getað verið tilbúið í byrjun næsta árs Umrætt minnisblað var sent um miðjan ágúst en þar er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um 5 til 7 mánuði og kostaði 540 milljónir. Hefði verið ráðist í þær fljótt ætti deildin því að vera orðin tilbúin til notkunar á fyrstu þremur mánuðum næsta árs en nú er ljóst að ef verður af verkefninu muni framkvæmdunum ekki ljúka fyrr en um mitt næsta ár eða síðar. Í tillögu spítalans er meðal annars lagt til að því rými sem nú húsir sjúkraþjálfun, skrifstofu prests og kapellu verði breytt og nýtt undir Covid-sjúklinga. Þetta er talinn hentugasta staðsetning fyrir deildina því hægt yrði að ganga beint inn í nokkur rýmanna, sem eru með sérinngang, og sleppa þannig við umgang smitaða einstaklinga í gegn um sameiginleg rými spítalans. Með deildinni myndu allt að sjö ný legurými bætast við spítalann en til samanburðar liggja 25 með Covid-19 þar inni í dag. Verkefnið myndi því auka getu spítalans til að sinna faraldrinum nokkuð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ráðherrar binda vonir við þriðju bólusetninguna og skora á alla að mæta Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. 12. nóvember 2021 19:27 „Það er allt að springa hérna“ Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 9. nóvember 2021 21:30 Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. 10. ágúst 2021 10:56 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Heilbrigðisráðherra greindi fyrst frá vilja sínum til að koma á fót sérstakri Covid-einingu innan Landspítalans í byrjun ágúst. Verkefnið er í raun aðeins flutningur á Covid-göngudeildinni, úr húsnæði sem er staðsett fyrir utan Landspítalann í Fossvogi og inn í aðalbygginguna. Myndi leysa vandamál og skapa legurými Hin göngudeildin hefur reynst spítalanum ágætlega en var þó hugsuð sem bráðabirgðalausn. „Vandinn er hins vegar sá að það er bágborin vinnuaðstaða fyrir starfsfólk, það skortir salerni og það sem meira er að ef að myndgreiningar er þörf eins og oft er þegar um veika einstaklinga er að ræða þá þarf að flytja þá hingað í aðalbygginguna,“ Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítala, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þannig þetta myndi leysa ýmis mál og það myndu líka skapast ákveðin legurými með þessum hætti.“ En hefur ekkert gerst í þessu verkefni frá því að heilbrigðisráðherra minntist á það fyrir kosningar? „Nei, í rauninni ekki. Framkvæmdastjórn spítalans lagði fram ákveðna lausn miðað við þá aðstöðu sem við höfum hérna í Fossvogi og setti það fram í formi minnisblaðs til heilbrigðisráðuneytisins og ég held að málið sé til skoðunar þar,“ segir Runólfur. Hefði getað verið tilbúið í byrjun næsta árs Umrætt minnisblað var sent um miðjan ágúst en þar er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um 5 til 7 mánuði og kostaði 540 milljónir. Hefði verið ráðist í þær fljótt ætti deildin því að vera orðin tilbúin til notkunar á fyrstu þremur mánuðum næsta árs en nú er ljóst að ef verður af verkefninu muni framkvæmdunum ekki ljúka fyrr en um mitt næsta ár eða síðar. Í tillögu spítalans er meðal annars lagt til að því rými sem nú húsir sjúkraþjálfun, skrifstofu prests og kapellu verði breytt og nýtt undir Covid-sjúklinga. Þetta er talinn hentugasta staðsetning fyrir deildina því hægt yrði að ganga beint inn í nokkur rýmanna, sem eru með sérinngang, og sleppa þannig við umgang smitaða einstaklinga í gegn um sameiginleg rými spítalans. Með deildinni myndu allt að sjö ný legurými bætast við spítalann en til samanburðar liggja 25 með Covid-19 þar inni í dag. Verkefnið myndi því auka getu spítalans til að sinna faraldrinum nokkuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ráðherrar binda vonir við þriðju bólusetninguna og skora á alla að mæta Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. 12. nóvember 2021 19:27 „Það er allt að springa hérna“ Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 9. nóvember 2021 21:30 Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. 10. ágúst 2021 10:56 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ráðherrar binda vonir við þriðju bólusetninguna og skora á alla að mæta Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. 12. nóvember 2021 19:27
„Það er allt að springa hérna“ Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 9. nóvember 2021 21:30
Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. 10. ágúst 2021 10:56