Hvað er barnaheill í Covid-faraldri? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 07:30 Á Íslandi gilda um þessar mundir mun meira íþyngjandi reglur um sóttkví og smitgát barna heldur en í nágrannalöndum okkar og þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Þannig eru börn að jafnaði ekki sett í sóttkví vegna skólasmita í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Víða er hins vegar notast við prófanir (hraðpróf og heimapróf) til þess að fylgjast með þeim börnum sem hafa verið útsett fyrir smiti og einkum ef þau sýna einkenni sem bent geta til sýkingar. Hér er staðan allt önnur eins og umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga ber með sér. Þrátt fyrir að við séum ein mest bólusetta þjóð heims og að óumdeilt sé að börnum stafi í það minnsta ekki meiri hætta af Covid en af ýmsum öðrum sýkingum, hafa þau á annað ár sætt ítrekuðum takmörkunum, röskunum á skólagöngu og íþrótta- og tómstundastarfi og einangrun frá vinum og vandamönnum. Fjölmörg dæmi eru um að íslensk börn hafi þurft að sæta endurtekinni sóttkví til langs tíma. Þetta er mikið inngrip í daglegt líf - raunveruleg frelsisskerðing sem líkist í raun einhvers konar útgáfu af stofufangelsi. Sóttkví hefur áhrif á líf barnanna sjálfra og foreldra og forráðamanna. Óttinn við sóttkví er sums staðar orðinn mikill hjá börnum að foreldrar verða áskynja verulegs kvíða og uppnáms í tengslum við umræðu um skólasmit. Þá fylgir auðvitað þessum harkalegu ráðstöfunum sú ósagða ályktun, sem börnin fara ekki varhluta af, að börnin séu á einhvern hátt hættuleg umhverfi sínu; þau séu smitberar og geti valdið sínum nánustu vinum og fjölskyldu skaða. Eflaust verður hægt að rannsaka það af yfirvegun síðar, en það hlýtur að vera óhætt að fullyrða nú þegar að kvíði og ótti barna í tengslum við faraldurinn muni valda mörgum þeirra langvarandi skaða. Þá er sú kyrrseta og einvera sem börn í einangrun sæta einnig líkleg til þess að draga úr líkamlegri hreysti þeirra. Þau hafa eytt fjölmörgum dögum og hluta úr degi heima þar sem þau reyna að láta lítið fyrir sér fara til að trufla ekki heimavinnu mömmu og pabba sem auðvitað fylgja með í sóttkví. Börn hafa misst úr skólamáltíðir á þessum tíma og þannig orðið af næringarríkustu máltíð dagsins vegna bágra aðstæðna. Og alltof mörg börn hafa verið einangruð í skaðlegum aðstæðum heima fyrir og munu aldrei bíða þess bætur. Þegar ákvarðanir eru teknar sem varða málefni barna á samkvæmt lögum það sem er barni fyrir bestu alltaf að hafa forgang. Börn eiga skýlausan lagalegan rétt til náms og til þess að njóta réttinda í samræmi við aldur og þroska. Þau eiga rétt á því að vera vernduð og að þeim sé sýnd virðing og umhyggja. Það er skylda okkar sem samfélags að vernda börnin okkar fyrir því sem ógnar lífi þeirra og heilsu. Þar er Covid ekki ofarlega á lista en andlegur heimsfaraldur þeim mun ofar. Ég tek undir orð sóttvarnalæknis um að það sé samfélagsleg ábyrgð okkar að vernda þá sem eru viðkvæmari, og undirstrika þar að börn eru sannarlega viðkvæmur hópur. Þegar upp verður staðið mun mesti skaðinn af Covid fyrir börn verða vegna þeirra umfangsmiklu aðgerða sem þau hafa þurft að sæta til að komast hjá því að smitast af veiru sem gerir þeim sáralítinn skaða. Þessi skaði er eflaust orðinn óafturkræfur í mörgum tilvikum. Framan af faraldrinum gátum við Íslendingar verið þakklát fyrir það leiðarljós sóttvarnalæknis að halda skólastarfi sem minnst skertu. Þar komu auðvitað einnig til sjónarmið um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn gætu sótt vinnu sína, en umhyggjan fyrir börnunum sjálfum hlýtur að hafa verið það sem mestu réði. Nú hefur umræða um heill barnanna sem betur fer náð undirtökum víða í kringum okkur og lönd sem áður lokuðu skólastarfi hafa skóla opna, beita börn ekki sóttkví. Siðferðislegt mat á því hversu langt er rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna þarf að eiga sér stað. Áframhaldandi offors í kringum sóttkví barna getur ekki komið til álita. Það liggur því mikið við að við hugsum gildandi skerðingar út frá hagsmunum barna líkt og nágrannaþjóðir okkar hafa þegar gert; hugsum um barna-heill. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi gilda um þessar mundir mun meira íþyngjandi reglur um sóttkví og smitgát barna heldur en í nágrannalöndum okkar og þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Þannig eru börn að jafnaði ekki sett í sóttkví vegna skólasmita í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Víða er hins vegar notast við prófanir (hraðpróf og heimapróf) til þess að fylgjast með þeim börnum sem hafa verið útsett fyrir smiti og einkum ef þau sýna einkenni sem bent geta til sýkingar. Hér er staðan allt önnur eins og umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga ber með sér. Þrátt fyrir að við séum ein mest bólusetta þjóð heims og að óumdeilt sé að börnum stafi í það minnsta ekki meiri hætta af Covid en af ýmsum öðrum sýkingum, hafa þau á annað ár sætt ítrekuðum takmörkunum, röskunum á skólagöngu og íþrótta- og tómstundastarfi og einangrun frá vinum og vandamönnum. Fjölmörg dæmi eru um að íslensk börn hafi þurft að sæta endurtekinni sóttkví til langs tíma. Þetta er mikið inngrip í daglegt líf - raunveruleg frelsisskerðing sem líkist í raun einhvers konar útgáfu af stofufangelsi. Sóttkví hefur áhrif á líf barnanna sjálfra og foreldra og forráðamanna. Óttinn við sóttkví er sums staðar orðinn mikill hjá börnum að foreldrar verða áskynja verulegs kvíða og uppnáms í tengslum við umræðu um skólasmit. Þá fylgir auðvitað þessum harkalegu ráðstöfunum sú ósagða ályktun, sem börnin fara ekki varhluta af, að börnin séu á einhvern hátt hættuleg umhverfi sínu; þau séu smitberar og geti valdið sínum nánustu vinum og fjölskyldu skaða. Eflaust verður hægt að rannsaka það af yfirvegun síðar, en það hlýtur að vera óhætt að fullyrða nú þegar að kvíði og ótti barna í tengslum við faraldurinn muni valda mörgum þeirra langvarandi skaða. Þá er sú kyrrseta og einvera sem börn í einangrun sæta einnig líkleg til þess að draga úr líkamlegri hreysti þeirra. Þau hafa eytt fjölmörgum dögum og hluta úr degi heima þar sem þau reyna að láta lítið fyrir sér fara til að trufla ekki heimavinnu mömmu og pabba sem auðvitað fylgja með í sóttkví. Börn hafa misst úr skólamáltíðir á þessum tíma og þannig orðið af næringarríkustu máltíð dagsins vegna bágra aðstæðna. Og alltof mörg börn hafa verið einangruð í skaðlegum aðstæðum heima fyrir og munu aldrei bíða þess bætur. Þegar ákvarðanir eru teknar sem varða málefni barna á samkvæmt lögum það sem er barni fyrir bestu alltaf að hafa forgang. Börn eiga skýlausan lagalegan rétt til náms og til þess að njóta réttinda í samræmi við aldur og þroska. Þau eiga rétt á því að vera vernduð og að þeim sé sýnd virðing og umhyggja. Það er skylda okkar sem samfélags að vernda börnin okkar fyrir því sem ógnar lífi þeirra og heilsu. Þar er Covid ekki ofarlega á lista en andlegur heimsfaraldur þeim mun ofar. Ég tek undir orð sóttvarnalæknis um að það sé samfélagsleg ábyrgð okkar að vernda þá sem eru viðkvæmari, og undirstrika þar að börn eru sannarlega viðkvæmur hópur. Þegar upp verður staðið mun mesti skaðinn af Covid fyrir börn verða vegna þeirra umfangsmiklu aðgerða sem þau hafa þurft að sæta til að komast hjá því að smitast af veiru sem gerir þeim sáralítinn skaða. Þessi skaði er eflaust orðinn óafturkræfur í mörgum tilvikum. Framan af faraldrinum gátum við Íslendingar verið þakklát fyrir það leiðarljós sóttvarnalæknis að halda skólastarfi sem minnst skertu. Þar komu auðvitað einnig til sjónarmið um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn gætu sótt vinnu sína, en umhyggjan fyrir börnunum sjálfum hlýtur að hafa verið það sem mestu réði. Nú hefur umræða um heill barnanna sem betur fer náð undirtökum víða í kringum okkur og lönd sem áður lokuðu skólastarfi hafa skóla opna, beita börn ekki sóttkví. Siðferðislegt mat á því hversu langt er rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna þarf að eiga sér stað. Áframhaldandi offors í kringum sóttkví barna getur ekki komið til álita. Það liggur því mikið við að við hugsum gildandi skerðingar út frá hagsmunum barna líkt og nágrannaþjóðir okkar hafa þegar gert; hugsum um barna-heill. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar