Hvað er barnaheill í Covid-faraldri? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 07:30 Á Íslandi gilda um þessar mundir mun meira íþyngjandi reglur um sóttkví og smitgát barna heldur en í nágrannalöndum okkar og þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Þannig eru börn að jafnaði ekki sett í sóttkví vegna skólasmita í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Víða er hins vegar notast við prófanir (hraðpróf og heimapróf) til þess að fylgjast með þeim börnum sem hafa verið útsett fyrir smiti og einkum ef þau sýna einkenni sem bent geta til sýkingar. Hér er staðan allt önnur eins og umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga ber með sér. Þrátt fyrir að við séum ein mest bólusetta þjóð heims og að óumdeilt sé að börnum stafi í það minnsta ekki meiri hætta af Covid en af ýmsum öðrum sýkingum, hafa þau á annað ár sætt ítrekuðum takmörkunum, röskunum á skólagöngu og íþrótta- og tómstundastarfi og einangrun frá vinum og vandamönnum. Fjölmörg dæmi eru um að íslensk börn hafi þurft að sæta endurtekinni sóttkví til langs tíma. Þetta er mikið inngrip í daglegt líf - raunveruleg frelsisskerðing sem líkist í raun einhvers konar útgáfu af stofufangelsi. Sóttkví hefur áhrif á líf barnanna sjálfra og foreldra og forráðamanna. Óttinn við sóttkví er sums staðar orðinn mikill hjá börnum að foreldrar verða áskynja verulegs kvíða og uppnáms í tengslum við umræðu um skólasmit. Þá fylgir auðvitað þessum harkalegu ráðstöfunum sú ósagða ályktun, sem börnin fara ekki varhluta af, að börnin séu á einhvern hátt hættuleg umhverfi sínu; þau séu smitberar og geti valdið sínum nánustu vinum og fjölskyldu skaða. Eflaust verður hægt að rannsaka það af yfirvegun síðar, en það hlýtur að vera óhætt að fullyrða nú þegar að kvíði og ótti barna í tengslum við faraldurinn muni valda mörgum þeirra langvarandi skaða. Þá er sú kyrrseta og einvera sem börn í einangrun sæta einnig líkleg til þess að draga úr líkamlegri hreysti þeirra. Þau hafa eytt fjölmörgum dögum og hluta úr degi heima þar sem þau reyna að láta lítið fyrir sér fara til að trufla ekki heimavinnu mömmu og pabba sem auðvitað fylgja með í sóttkví. Börn hafa misst úr skólamáltíðir á þessum tíma og þannig orðið af næringarríkustu máltíð dagsins vegna bágra aðstæðna. Og alltof mörg börn hafa verið einangruð í skaðlegum aðstæðum heima fyrir og munu aldrei bíða þess bætur. Þegar ákvarðanir eru teknar sem varða málefni barna á samkvæmt lögum það sem er barni fyrir bestu alltaf að hafa forgang. Börn eiga skýlausan lagalegan rétt til náms og til þess að njóta réttinda í samræmi við aldur og þroska. Þau eiga rétt á því að vera vernduð og að þeim sé sýnd virðing og umhyggja. Það er skylda okkar sem samfélags að vernda börnin okkar fyrir því sem ógnar lífi þeirra og heilsu. Þar er Covid ekki ofarlega á lista en andlegur heimsfaraldur þeim mun ofar. Ég tek undir orð sóttvarnalæknis um að það sé samfélagsleg ábyrgð okkar að vernda þá sem eru viðkvæmari, og undirstrika þar að börn eru sannarlega viðkvæmur hópur. Þegar upp verður staðið mun mesti skaðinn af Covid fyrir börn verða vegna þeirra umfangsmiklu aðgerða sem þau hafa þurft að sæta til að komast hjá því að smitast af veiru sem gerir þeim sáralítinn skaða. Þessi skaði er eflaust orðinn óafturkræfur í mörgum tilvikum. Framan af faraldrinum gátum við Íslendingar verið þakklát fyrir það leiðarljós sóttvarnalæknis að halda skólastarfi sem minnst skertu. Þar komu auðvitað einnig til sjónarmið um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn gætu sótt vinnu sína, en umhyggjan fyrir börnunum sjálfum hlýtur að hafa verið það sem mestu réði. Nú hefur umræða um heill barnanna sem betur fer náð undirtökum víða í kringum okkur og lönd sem áður lokuðu skólastarfi hafa skóla opna, beita börn ekki sóttkví. Siðferðislegt mat á því hversu langt er rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna þarf að eiga sér stað. Áframhaldandi offors í kringum sóttkví barna getur ekki komið til álita. Það liggur því mikið við að við hugsum gildandi skerðingar út frá hagsmunum barna líkt og nágrannaþjóðir okkar hafa þegar gert; hugsum um barna-heill. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi gilda um þessar mundir mun meira íþyngjandi reglur um sóttkví og smitgát barna heldur en í nágrannalöndum okkar og þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Þannig eru börn að jafnaði ekki sett í sóttkví vegna skólasmita í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Víða er hins vegar notast við prófanir (hraðpróf og heimapróf) til þess að fylgjast með þeim börnum sem hafa verið útsett fyrir smiti og einkum ef þau sýna einkenni sem bent geta til sýkingar. Hér er staðan allt önnur eins og umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga ber með sér. Þrátt fyrir að við séum ein mest bólusetta þjóð heims og að óumdeilt sé að börnum stafi í það minnsta ekki meiri hætta af Covid en af ýmsum öðrum sýkingum, hafa þau á annað ár sætt ítrekuðum takmörkunum, röskunum á skólagöngu og íþrótta- og tómstundastarfi og einangrun frá vinum og vandamönnum. Fjölmörg dæmi eru um að íslensk börn hafi þurft að sæta endurtekinni sóttkví til langs tíma. Þetta er mikið inngrip í daglegt líf - raunveruleg frelsisskerðing sem líkist í raun einhvers konar útgáfu af stofufangelsi. Sóttkví hefur áhrif á líf barnanna sjálfra og foreldra og forráðamanna. Óttinn við sóttkví er sums staðar orðinn mikill hjá börnum að foreldrar verða áskynja verulegs kvíða og uppnáms í tengslum við umræðu um skólasmit. Þá fylgir auðvitað þessum harkalegu ráðstöfunum sú ósagða ályktun, sem börnin fara ekki varhluta af, að börnin séu á einhvern hátt hættuleg umhverfi sínu; þau séu smitberar og geti valdið sínum nánustu vinum og fjölskyldu skaða. Eflaust verður hægt að rannsaka það af yfirvegun síðar, en það hlýtur að vera óhætt að fullyrða nú þegar að kvíði og ótti barna í tengslum við faraldurinn muni valda mörgum þeirra langvarandi skaða. Þá er sú kyrrseta og einvera sem börn í einangrun sæta einnig líkleg til þess að draga úr líkamlegri hreysti þeirra. Þau hafa eytt fjölmörgum dögum og hluta úr degi heima þar sem þau reyna að láta lítið fyrir sér fara til að trufla ekki heimavinnu mömmu og pabba sem auðvitað fylgja með í sóttkví. Börn hafa misst úr skólamáltíðir á þessum tíma og þannig orðið af næringarríkustu máltíð dagsins vegna bágra aðstæðna. Og alltof mörg börn hafa verið einangruð í skaðlegum aðstæðum heima fyrir og munu aldrei bíða þess bætur. Þegar ákvarðanir eru teknar sem varða málefni barna á samkvæmt lögum það sem er barni fyrir bestu alltaf að hafa forgang. Börn eiga skýlausan lagalegan rétt til náms og til þess að njóta réttinda í samræmi við aldur og þroska. Þau eiga rétt á því að vera vernduð og að þeim sé sýnd virðing og umhyggja. Það er skylda okkar sem samfélags að vernda börnin okkar fyrir því sem ógnar lífi þeirra og heilsu. Þar er Covid ekki ofarlega á lista en andlegur heimsfaraldur þeim mun ofar. Ég tek undir orð sóttvarnalæknis um að það sé samfélagsleg ábyrgð okkar að vernda þá sem eru viðkvæmari, og undirstrika þar að börn eru sannarlega viðkvæmur hópur. Þegar upp verður staðið mun mesti skaðinn af Covid fyrir börn verða vegna þeirra umfangsmiklu aðgerða sem þau hafa þurft að sæta til að komast hjá því að smitast af veiru sem gerir þeim sáralítinn skaða. Þessi skaði er eflaust orðinn óafturkræfur í mörgum tilvikum. Framan af faraldrinum gátum við Íslendingar verið þakklát fyrir það leiðarljós sóttvarnalæknis að halda skólastarfi sem minnst skertu. Þar komu auðvitað einnig til sjónarmið um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn gætu sótt vinnu sína, en umhyggjan fyrir börnunum sjálfum hlýtur að hafa verið það sem mestu réði. Nú hefur umræða um heill barnanna sem betur fer náð undirtökum víða í kringum okkur og lönd sem áður lokuðu skólastarfi hafa skóla opna, beita börn ekki sóttkví. Siðferðislegt mat á því hversu langt er rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna þarf að eiga sér stað. Áframhaldandi offors í kringum sóttkví barna getur ekki komið til álita. Það liggur því mikið við að við hugsum gildandi skerðingar út frá hagsmunum barna líkt og nágrannaþjóðir okkar hafa þegar gert; hugsum um barna-heill. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun