Geta ekki sótt alla þá tvö hundruð hjúkrunarfræðinga sem þarf til útlanda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. nóvember 2021 12:00 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir tók við embætti forstjóra Landspítala tímabundið í byrjun október eftir að Páll Matthíasson sagði af sér. vísir/vilhelm Landspítalinn þarf um tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt starfi sínu eðlilega sögn forstjóra spítalans. Vonast er til að hægt verði að sækja starfsfólk til Norðurlandanna til að létta undir álaginu. Þetta mun þó ekki leysa mönnunarvandann enda ekki hægt að ráða inn 200 nýja erlenda starfsmenn inn á spítalann í einu. Sýnd veiði en ekki gefin Landspítalinn er kominn í viðræður við norrænar ráðningarskrifstofur, sem ganga vel. „En þetta er náttúrulega bara, eins og gefur að skilja, sýnd veiði en ekki gefin vega þess að hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt vinnuafl ekki bara hér á Íslandi heldur líka í öðrum löndum,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur beðið vestræn ríki sérstaklega um að vera ekki að laða til sín hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk frá öðrum heimsálfum. „Það er nákvæmlega þess vegna sem við gerum það að leita á norræna ráðningarskrifstofu en ekki annað. Vegna þess að við skiljum mjög vel þetta að vera ekki að sækja hjúkrunarfræðinga í löndum þar sem er skortur á hjúkrunarfræðingum og launin töluvert mikið lægri og vera að kippa fótunum undan því heilbrigðiskerfi,“ segir Guðlaug. Landspítalinn hefur ítrekað sent frá sér neyðarköll vegna mikils álags. Guðlaug Rakel segir vanta 200 nýja hjúkrunarfræðinga svo spítalinn geti starfað eðlilega.Vísir/Vilhelm Hún segir algeran skort á faglærðu fólki á Íslandi og að þess vegna sé leitað út. Það þurfi tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að spítalinn geti sinnt verkefnum sínum eðlilega. Verða að kunna íslensku „Og það að fara og ráða í gegn um ráðningarskrifstofu erlendis frá fyllir aldrei upp í þann kvóta ef maður getur orðað það þannig - bara alls ekki. En það myndi hjálpa okkur sannarlega,“ segir Guðlaug. Enda sé ekki hægt að taka á móti svo mörgum erlendum nýliðum í einu; þeir þurfi að fara í gegn um ákveðið ferli til að fá hjúkrunarleyfi á Íslandi og læra íslensku til að mega starfa á spítalanum. „Þú verður að skilja sjúklingana, númer eitt, tvö og þrjú. Og þú þarft að geta gert þig skiljanlegan á móðurmálinu, það er nú þannig. Og við gerum kröfu um það að hjúkrunarfræðingar hafi lágmarkskunnáttu í íslensku.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Þetta mun þó ekki leysa mönnunarvandann enda ekki hægt að ráða inn 200 nýja erlenda starfsmenn inn á spítalann í einu. Sýnd veiði en ekki gefin Landspítalinn er kominn í viðræður við norrænar ráðningarskrifstofur, sem ganga vel. „En þetta er náttúrulega bara, eins og gefur að skilja, sýnd veiði en ekki gefin vega þess að hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt vinnuafl ekki bara hér á Íslandi heldur líka í öðrum löndum,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur beðið vestræn ríki sérstaklega um að vera ekki að laða til sín hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk frá öðrum heimsálfum. „Það er nákvæmlega þess vegna sem við gerum það að leita á norræna ráðningarskrifstofu en ekki annað. Vegna þess að við skiljum mjög vel þetta að vera ekki að sækja hjúkrunarfræðinga í löndum þar sem er skortur á hjúkrunarfræðingum og launin töluvert mikið lægri og vera að kippa fótunum undan því heilbrigðiskerfi,“ segir Guðlaug. Landspítalinn hefur ítrekað sent frá sér neyðarköll vegna mikils álags. Guðlaug Rakel segir vanta 200 nýja hjúkrunarfræðinga svo spítalinn geti starfað eðlilega.Vísir/Vilhelm Hún segir algeran skort á faglærðu fólki á Íslandi og að þess vegna sé leitað út. Það þurfi tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að spítalinn geti sinnt verkefnum sínum eðlilega. Verða að kunna íslensku „Og það að fara og ráða í gegn um ráðningarskrifstofu erlendis frá fyllir aldrei upp í þann kvóta ef maður getur orðað það þannig - bara alls ekki. En það myndi hjálpa okkur sannarlega,“ segir Guðlaug. Enda sé ekki hægt að taka á móti svo mörgum erlendum nýliðum í einu; þeir þurfi að fara í gegn um ákveðið ferli til að fá hjúkrunarleyfi á Íslandi og læra íslensku til að mega starfa á spítalanum. „Þú verður að skilja sjúklingana, númer eitt, tvö og þrjú. Og þú þarft að geta gert þig skiljanlegan á móðurmálinu, það er nú þannig. Og við gerum kröfu um það að hjúkrunarfræðingar hafi lágmarkskunnáttu í íslensku.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58
Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent