Spá því að fólk snúi aftur í verðtryggð húsnæðislán Eiður Þór Árnason skrifar 19. nóvember 2021 16:35 Mikil hreyfing hefur verið á húsnæðismarkaði síðasta eina og hálfa árið. Vísir/Vilhelm Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár. Áframhaldandi vaxtahækkanir Seðlabankans gætu haft töluverð áhrif á fjárhag heimila með óverðtryggð íbúðalán og geta áhrifin á greiðslubyrði auðveldlega numið tugum þúsunda. Hafa hækkanirnar mest að segja fyrir fólk sem hefur gengið langt í skuldsetningu. Breytilegir vextir náðu lágmarki í byrjun þessa árs þegar vextir íbúðalána bankanna að meðaltali 3,4%. Í nýju mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar ASÍ er nefnt dæmi um 50 milljóna króna jafngreiðslulán sem var með um 190 þúsund króna greiðslubyrði í upphafi árs. Í dag eru breytilegir vextir í kringum 3,7% og greiðslubyrði lánsins hefur því hækkað um níu þúsund krónur á mánuði. Hefði stýrivaxtahækkun Seðlabankans að öllu leyti miðlast í vexti væru þeir 4,15% og greiðslubyrðin hækkað um 22 þúsund á mánuði. Stýrivextir voru hækkaðir í 2% á miðvikudag en þeir voru 0,75% á í byrjun árs. „Fari stýrivextir áfram hækkandi er ljóst að áhrif vaxtahækkana geta verið veruleg á heimili. Breytilegir óverðtryggðir vextir voru um 6% fyrir heimsfaraldur og gæti greiðslubyrði ofangreinds láns hækkað um rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði þróist vextir í átt að fyrra vaxtastigi,“ segir í mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar ASÍ. Hærra húsnæðisverð vegi upp á móti lægri vöxtum Vaxtastig er í dag lægra en fyrir heimsfaraldur, en á móti hefur húsnæðisverð farið hækkandi. Verð á 90 fermetra íbúð í Reykjavík er í dag að jafnaði um 55,4 milljónir og ef skoðuð er greiðslubyrði af láni sem notað væri til kaupa, með 20% eigið fé, væri mánaðarleg greiðslubyrði í dag 176 þúsund krónur. Ef farið væri aftur til ársins 2017, kostar sambærileg íbúð 40,5 milljónir og greiðslubyrði af láni einnig um 176 þúsund krónur á mánuði af um 12 milljóna lægra láni. Greiðslubyrði fyrstu kaupenda er í dag að raungildi um 12% lægri en árið 2017, samkvæmt greiningu ASÍ. Í mánaðaryfirlitinu segir að áframhaldandi hækkun vaxta muni þrengja verulega að fyrstu kaupendum með aukinni greiðslubyrði á næstu misserum ef spár um þróun fasteignaverðs og vaxta gangi eftir. Kaupendur þyrftu þá að koma inn á markað með sögulega háu raunverði og vaxandi fjármögnunarkostnaði. Líklegt sé að ásókn heimila í verðtryggð lán muni aukast í kjölfarið. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Áframhaldandi vaxtahækkanir Seðlabankans gætu haft töluverð áhrif á fjárhag heimila með óverðtryggð íbúðalán og geta áhrifin á greiðslubyrði auðveldlega numið tugum þúsunda. Hafa hækkanirnar mest að segja fyrir fólk sem hefur gengið langt í skuldsetningu. Breytilegir vextir náðu lágmarki í byrjun þessa árs þegar vextir íbúðalána bankanna að meðaltali 3,4%. Í nýju mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar ASÍ er nefnt dæmi um 50 milljóna króna jafngreiðslulán sem var með um 190 þúsund króna greiðslubyrði í upphafi árs. Í dag eru breytilegir vextir í kringum 3,7% og greiðslubyrði lánsins hefur því hækkað um níu þúsund krónur á mánuði. Hefði stýrivaxtahækkun Seðlabankans að öllu leyti miðlast í vexti væru þeir 4,15% og greiðslubyrðin hækkað um 22 þúsund á mánuði. Stýrivextir voru hækkaðir í 2% á miðvikudag en þeir voru 0,75% á í byrjun árs. „Fari stýrivextir áfram hækkandi er ljóst að áhrif vaxtahækkana geta verið veruleg á heimili. Breytilegir óverðtryggðir vextir voru um 6% fyrir heimsfaraldur og gæti greiðslubyrði ofangreinds láns hækkað um rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði þróist vextir í átt að fyrra vaxtastigi,“ segir í mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar ASÍ. Hærra húsnæðisverð vegi upp á móti lægri vöxtum Vaxtastig er í dag lægra en fyrir heimsfaraldur, en á móti hefur húsnæðisverð farið hækkandi. Verð á 90 fermetra íbúð í Reykjavík er í dag að jafnaði um 55,4 milljónir og ef skoðuð er greiðslubyrði af láni sem notað væri til kaupa, með 20% eigið fé, væri mánaðarleg greiðslubyrði í dag 176 þúsund krónur. Ef farið væri aftur til ársins 2017, kostar sambærileg íbúð 40,5 milljónir og greiðslubyrði af láni einnig um 176 þúsund krónur á mánuði af um 12 milljóna lægra láni. Greiðslubyrði fyrstu kaupenda er í dag að raungildi um 12% lægri en árið 2017, samkvæmt greiningu ASÍ. Í mánaðaryfirlitinu segir að áframhaldandi hækkun vaxta muni þrengja verulega að fyrstu kaupendum með aukinni greiðslubyrði á næstu misserum ef spár um þróun fasteignaverðs og vaxta gangi eftir. Kaupendur þyrftu þá að koma inn á markað með sögulega háu raunverði og vaxandi fjármögnunarkostnaði. Líklegt sé að ásókn heimila í verðtryggð lán muni aukast í kjölfarið.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira