Sherrock tapaði í gær fyrir Scot Wright, 16-13, komst yfir í viðureigninni en Wright reyndist sterkari þegar að leið á keppnina. Wright vann einnig sigur á Sherrock í riðlakeppninni svo hann kom inn í einvígið fullur sjálfstrausts.
Sherrock setti heilt hlaðborð af metum á mótinu. Hún er fyrsta konan til þess að komast áfra upp úr riðlinum á stórmóti í pílu, fyrsta konan til þess að komast í átta manna úrslitin og engin kona hefur verið með jafn hátt meðalskor í einum leik eins og hún þegar hún sigraði Mike De Decker, en þá skoraði hún að meðaltali 101.55.
Deflated, pleased, tired, sad, happy, thrilled, disappointed, ecstatic, so many emotions and memories. I can hold my head high I know that now. Well done to @snakebitewright you played awesome and all the best tomorrow. Thankyou to everyone and I mean everyone, you are amazing pic.twitter.com/HtT8OhFaOq
— Fallon Sherrock (@Fsherrock) November 20, 2021
Wright mætir Michael Smith í undanúrslitunum en Smith bar sigurorð af Michael Van Gerwen í átta manna úrslitunum í gær. Hin undanúrslitaviðureignin er á milli Gerwyn Price og James Wade.