Veitingamenn fá óverðskuldaða kartöflu í skóinn Hrefna Björk Sverrisdóttir og Jóhannes Þór Skúlason skrifa 23. nóvember 2021 10:30 Þær sex vikur í aðdraganda jóla sem afmarkast af aðventunni og hluta nóvembermánaðar hafa í gegnum tíðina skilað allt að 30% af ársveltu veitingastaða. Væntar tekjur þessa tímabils hafa gert rekstraraðilum kleift að viðhalda mannauði og halda úti eðlilegri starfsemi aðra mánuði ársins, en veitinghús verja nú um 50% af tekjum sínum í launakostnað. Árið 2019 störfuðu um 10 þúsund manns í veitingageiranum. Þegar orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi Á síðasta ári skáru sóttvarnaraðgerðir með tilheyrandi fjóldatakmörkunum og skertum opnunartíma verulega úr tekjustreymi veitingastaða. Það hafði gríðarleg áhrif á afkomu veitingastaða en heildartekjutap í veitingasölu milli áranna 2019 og 2020 var um 45 milljarðar króna. Ofan á það bættist að meginþorri veitingastaða féllu ekki undir stuðningsaðgerðir stjórnvalda varðandi lokunar- og/eða tekjufallsstyrki. Veitingamenn þurftu því flestir að treysta á eigið fé eða skuldsetningu til að koma sér út úr þrenginunum. Í ár höfðu rekstraraðilar gert sig klára í mjög fjöruga aðventu eftir takmarkanir síðustu missera og fjölgað starfsfólki með hliðsjón af því, en t.d. treystir stór hluti námsmanna á aukavinnu í veitingageiranum í desember til að fleyta sér yfir vetrarmánuðina. Einnig hefur verið miklu til kostað í hráefni og annan efniðvið til að gera tímann í aðdraganda jóla gleðilegan gestum. Kostnaðurinn liggur nú algjörlega á herðum veitingamanna þar sem stjórnvöld hafa enn og aftur þrengt að starfsemi þeirra með sóttvarnaraðgerðum án mótvægisaðgerða. Stuðningsaðgerða er þörf Eftir að síðustu takmarkanir í sóttvarnaraðgerðum voru kynntar hafa afbókanir hrúgast inn hjá veitingahúsum. Fyrirtæki á veitingamarkaði sitja því enn og aftur í súrnum en reikna má með að launakostnaður veitingahúsa næstu vikur verði um 70% af tekjum eða meira og í sumum tilfellum yfir 100%, en í báðum tilfellum endar afkoma veitingastaða í rauðum tölum og það fyrir tímabil sem í eðlilegu árferði stendur undir útgjöldum fyrstu mánaða næsta árs. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld axli ábyrgð á þeim takmörkunum sem settar hafa verið á starfsemi fyrirtækja í veitingasölu og -þjónustu og komi að þessu sinni til móts við tjón rekstraraðila vegna sóttvarnaaðgerða með beinum stuðningi, enda fordæmi fyrir slíkum aðgerðum á öðrum sviðum atvinnulífsins. Mannauðurinn er ein helsta auðlind fyrirtækja á veitingamarkaði og enginn vafi leikur á því að skynsamlegar mótvægisaðgerðir væru lykilþáttur í því að fyrirtækin geti staðið áfram undir launakostnaði og haldið ráðningarsambandi við starfsfólk. Hrefna Björk Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaðiJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þær sex vikur í aðdraganda jóla sem afmarkast af aðventunni og hluta nóvembermánaðar hafa í gegnum tíðina skilað allt að 30% af ársveltu veitingastaða. Væntar tekjur þessa tímabils hafa gert rekstraraðilum kleift að viðhalda mannauði og halda úti eðlilegri starfsemi aðra mánuði ársins, en veitinghús verja nú um 50% af tekjum sínum í launakostnað. Árið 2019 störfuðu um 10 þúsund manns í veitingageiranum. Þegar orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi Á síðasta ári skáru sóttvarnaraðgerðir með tilheyrandi fjóldatakmörkunum og skertum opnunartíma verulega úr tekjustreymi veitingastaða. Það hafði gríðarleg áhrif á afkomu veitingastaða en heildartekjutap í veitingasölu milli áranna 2019 og 2020 var um 45 milljarðar króna. Ofan á það bættist að meginþorri veitingastaða féllu ekki undir stuðningsaðgerðir stjórnvalda varðandi lokunar- og/eða tekjufallsstyrki. Veitingamenn þurftu því flestir að treysta á eigið fé eða skuldsetningu til að koma sér út úr þrenginunum. Í ár höfðu rekstraraðilar gert sig klára í mjög fjöruga aðventu eftir takmarkanir síðustu missera og fjölgað starfsfólki með hliðsjón af því, en t.d. treystir stór hluti námsmanna á aukavinnu í veitingageiranum í desember til að fleyta sér yfir vetrarmánuðina. Einnig hefur verið miklu til kostað í hráefni og annan efniðvið til að gera tímann í aðdraganda jóla gleðilegan gestum. Kostnaðurinn liggur nú algjörlega á herðum veitingamanna þar sem stjórnvöld hafa enn og aftur þrengt að starfsemi þeirra með sóttvarnaraðgerðum án mótvægisaðgerða. Stuðningsaðgerða er þörf Eftir að síðustu takmarkanir í sóttvarnaraðgerðum voru kynntar hafa afbókanir hrúgast inn hjá veitingahúsum. Fyrirtæki á veitingamarkaði sitja því enn og aftur í súrnum en reikna má með að launakostnaður veitingahúsa næstu vikur verði um 70% af tekjum eða meira og í sumum tilfellum yfir 100%, en í báðum tilfellum endar afkoma veitingastaða í rauðum tölum og það fyrir tímabil sem í eðlilegu árferði stendur undir útgjöldum fyrstu mánaða næsta árs. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld axli ábyrgð á þeim takmörkunum sem settar hafa verið á starfsemi fyrirtækja í veitingasölu og -þjónustu og komi að þessu sinni til móts við tjón rekstraraðila vegna sóttvarnaaðgerða með beinum stuðningi, enda fordæmi fyrir slíkum aðgerðum á öðrum sviðum atvinnulífsins. Mannauðurinn er ein helsta auðlind fyrirtækja á veitingamarkaði og enginn vafi leikur á því að skynsamlegar mótvægisaðgerðir væru lykilþáttur í því að fyrirtækin geti staðið áfram undir launakostnaði og haldið ráðningarsambandi við starfsfólk. Hrefna Björk Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaðiJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar