Veitingamenn fá óverðskuldaða kartöflu í skóinn Hrefna Björk Sverrisdóttir og Jóhannes Þór Skúlason skrifa 23. nóvember 2021 10:30 Þær sex vikur í aðdraganda jóla sem afmarkast af aðventunni og hluta nóvembermánaðar hafa í gegnum tíðina skilað allt að 30% af ársveltu veitingastaða. Væntar tekjur þessa tímabils hafa gert rekstraraðilum kleift að viðhalda mannauði og halda úti eðlilegri starfsemi aðra mánuði ársins, en veitinghús verja nú um 50% af tekjum sínum í launakostnað. Árið 2019 störfuðu um 10 þúsund manns í veitingageiranum. Þegar orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi Á síðasta ári skáru sóttvarnaraðgerðir með tilheyrandi fjóldatakmörkunum og skertum opnunartíma verulega úr tekjustreymi veitingastaða. Það hafði gríðarleg áhrif á afkomu veitingastaða en heildartekjutap í veitingasölu milli áranna 2019 og 2020 var um 45 milljarðar króna. Ofan á það bættist að meginþorri veitingastaða féllu ekki undir stuðningsaðgerðir stjórnvalda varðandi lokunar- og/eða tekjufallsstyrki. Veitingamenn þurftu því flestir að treysta á eigið fé eða skuldsetningu til að koma sér út úr þrenginunum. Í ár höfðu rekstraraðilar gert sig klára í mjög fjöruga aðventu eftir takmarkanir síðustu missera og fjölgað starfsfólki með hliðsjón af því, en t.d. treystir stór hluti námsmanna á aukavinnu í veitingageiranum í desember til að fleyta sér yfir vetrarmánuðina. Einnig hefur verið miklu til kostað í hráefni og annan efniðvið til að gera tímann í aðdraganda jóla gleðilegan gestum. Kostnaðurinn liggur nú algjörlega á herðum veitingamanna þar sem stjórnvöld hafa enn og aftur þrengt að starfsemi þeirra með sóttvarnaraðgerðum án mótvægisaðgerða. Stuðningsaðgerða er þörf Eftir að síðustu takmarkanir í sóttvarnaraðgerðum voru kynntar hafa afbókanir hrúgast inn hjá veitingahúsum. Fyrirtæki á veitingamarkaði sitja því enn og aftur í súrnum en reikna má með að launakostnaður veitingahúsa næstu vikur verði um 70% af tekjum eða meira og í sumum tilfellum yfir 100%, en í báðum tilfellum endar afkoma veitingastaða í rauðum tölum og það fyrir tímabil sem í eðlilegu árferði stendur undir útgjöldum fyrstu mánaða næsta árs. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld axli ábyrgð á þeim takmörkunum sem settar hafa verið á starfsemi fyrirtækja í veitingasölu og -þjónustu og komi að þessu sinni til móts við tjón rekstraraðila vegna sóttvarnaaðgerða með beinum stuðningi, enda fordæmi fyrir slíkum aðgerðum á öðrum sviðum atvinnulífsins. Mannauðurinn er ein helsta auðlind fyrirtækja á veitingamarkaði og enginn vafi leikur á því að skynsamlegar mótvægisaðgerðir væru lykilþáttur í því að fyrirtækin geti staðið áfram undir launakostnaði og haldið ráðningarsambandi við starfsfólk. Hrefna Björk Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaðiJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þær sex vikur í aðdraganda jóla sem afmarkast af aðventunni og hluta nóvembermánaðar hafa í gegnum tíðina skilað allt að 30% af ársveltu veitingastaða. Væntar tekjur þessa tímabils hafa gert rekstraraðilum kleift að viðhalda mannauði og halda úti eðlilegri starfsemi aðra mánuði ársins, en veitinghús verja nú um 50% af tekjum sínum í launakostnað. Árið 2019 störfuðu um 10 þúsund manns í veitingageiranum. Þegar orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi Á síðasta ári skáru sóttvarnaraðgerðir með tilheyrandi fjóldatakmörkunum og skertum opnunartíma verulega úr tekjustreymi veitingastaða. Það hafði gríðarleg áhrif á afkomu veitingastaða en heildartekjutap í veitingasölu milli áranna 2019 og 2020 var um 45 milljarðar króna. Ofan á það bættist að meginþorri veitingastaða féllu ekki undir stuðningsaðgerðir stjórnvalda varðandi lokunar- og/eða tekjufallsstyrki. Veitingamenn þurftu því flestir að treysta á eigið fé eða skuldsetningu til að koma sér út úr þrenginunum. Í ár höfðu rekstraraðilar gert sig klára í mjög fjöruga aðventu eftir takmarkanir síðustu missera og fjölgað starfsfólki með hliðsjón af því, en t.d. treystir stór hluti námsmanna á aukavinnu í veitingageiranum í desember til að fleyta sér yfir vetrarmánuðina. Einnig hefur verið miklu til kostað í hráefni og annan efniðvið til að gera tímann í aðdraganda jóla gleðilegan gestum. Kostnaðurinn liggur nú algjörlega á herðum veitingamanna þar sem stjórnvöld hafa enn og aftur þrengt að starfsemi þeirra með sóttvarnaraðgerðum án mótvægisaðgerða. Stuðningsaðgerða er þörf Eftir að síðustu takmarkanir í sóttvarnaraðgerðum voru kynntar hafa afbókanir hrúgast inn hjá veitingahúsum. Fyrirtæki á veitingamarkaði sitja því enn og aftur í súrnum en reikna má með að launakostnaður veitingahúsa næstu vikur verði um 70% af tekjum eða meira og í sumum tilfellum yfir 100%, en í báðum tilfellum endar afkoma veitingastaða í rauðum tölum og það fyrir tímabil sem í eðlilegu árferði stendur undir útgjöldum fyrstu mánaða næsta árs. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld axli ábyrgð á þeim takmörkunum sem settar hafa verið á starfsemi fyrirtækja í veitingasölu og -þjónustu og komi að þessu sinni til móts við tjón rekstraraðila vegna sóttvarnaaðgerða með beinum stuðningi, enda fordæmi fyrir slíkum aðgerðum á öðrum sviðum atvinnulífsins. Mannauðurinn er ein helsta auðlind fyrirtækja á veitingamarkaði og enginn vafi leikur á því að skynsamlegar mótvægisaðgerðir væru lykilþáttur í því að fyrirtækin geti staðið áfram undir launakostnaði og haldið ráðningarsambandi við starfsfólk. Hrefna Björk Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaðiJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar