Viðbjóðsleg herbergi íslensku stelpnanna í Belgrad: „Mýs hlaupandi hérna út um allt hótel“ Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 11:01 Íslensku stelpurnar fögnuðu frábærum sigri í gær, þrátt fyrir músaganginn sem verið hefur á hóteli liðsins í Belgrad. Skjáskot/Twitter og HSÍ Íslensku stelpurnar í U17-landsliðinu í handbolta hafa þurft að búa við óboðlegar aðstæður á hóteli sínu í Serbíu þar sem þær eru staddar til að spila um sæti á EM 2023. „Það er ekkert leyndarmál að það eru mýs hlaupandi hérna út um allt hótel. Það er ekkert bara á einu herbergi, heldur bara á öllu hótelinu. Þetta er auðvitað óboðlegt,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við RÚV. Haukagoðsögnin Harpa Melsteð á dóttur í liðinu, Thelmu Melsteð Björgvinsdóttur, og birti hún myndskeið á Twitter af hótelinu í Belgrad þar sem sjá má mús læðast um á einu hótelherbergjanna. Óþrifnaður, táneglur og fleira gums var eitthvað sem maður sá í mööörgum landsliðsferðum í gegnum tíðina Ég get sagt ykkur að ég hefði ekki hvílst í 1 sek ef það hefði verið músagangur í herberginu mínu eins og U-18 landsliðið okkar er að upplifa í Serbíu,ekki boðlegt pic.twitter.com/9pOmAtfpJp— Harpa Melsteð (@harpamel) November 22, 2021 „Við erum auðvitað búin að kvarta og það er verið að vinna í málinu. En þetta er bara algjör viðbjóður,“ sagði Ágúst við RÚV. Ágúst segir að músagangurinn hafi auðvitað áhrif á ástand leikmanna og geri þeim erfiðara fyrir með að hvílast. Það kom þó ekki að sök í gær þegar Ísland vann fyrsta leik sinn á mótinu, þar sem fjögur lið berjast um eitt sæti á EM 2023. Ísland vann Slóveníu 24-21 á meðan að heimakonur í Serbíu unnu Slóvakíu 30-20. Lilja Ágústsdóttir fór fyrir íslenska liðinu og skoraði átta mörk en staðan var jöfn í hálfleik, 9-9. Í dag mætir Ísland liði Slóvakíu en Serbía og Slóvenía mætast. Á fimmtudaginn ræðst svo hvaða lið mun eiga fulltrúa á EM U17 og EM U19 árið 2023, þegar lokaleikirnir fara fram. Handbolti Serbía Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að það eru mýs hlaupandi hérna út um allt hótel. Það er ekkert bara á einu herbergi, heldur bara á öllu hótelinu. Þetta er auðvitað óboðlegt,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við RÚV. Haukagoðsögnin Harpa Melsteð á dóttur í liðinu, Thelmu Melsteð Björgvinsdóttur, og birti hún myndskeið á Twitter af hótelinu í Belgrad þar sem sjá má mús læðast um á einu hótelherbergjanna. Óþrifnaður, táneglur og fleira gums var eitthvað sem maður sá í mööörgum landsliðsferðum í gegnum tíðina Ég get sagt ykkur að ég hefði ekki hvílst í 1 sek ef það hefði verið músagangur í herberginu mínu eins og U-18 landsliðið okkar er að upplifa í Serbíu,ekki boðlegt pic.twitter.com/9pOmAtfpJp— Harpa Melsteð (@harpamel) November 22, 2021 „Við erum auðvitað búin að kvarta og það er verið að vinna í málinu. En þetta er bara algjör viðbjóður,“ sagði Ágúst við RÚV. Ágúst segir að músagangurinn hafi auðvitað áhrif á ástand leikmanna og geri þeim erfiðara fyrir með að hvílast. Það kom þó ekki að sök í gær þegar Ísland vann fyrsta leik sinn á mótinu, þar sem fjögur lið berjast um eitt sæti á EM 2023. Ísland vann Slóveníu 24-21 á meðan að heimakonur í Serbíu unnu Slóvakíu 30-20. Lilja Ágústsdóttir fór fyrir íslenska liðinu og skoraði átta mörk en staðan var jöfn í hálfleik, 9-9. Í dag mætir Ísland liði Slóvakíu en Serbía og Slóvenía mætast. Á fimmtudaginn ræðst svo hvaða lið mun eiga fulltrúa á EM U17 og EM U19 árið 2023, þegar lokaleikirnir fara fram.
Handbolti Serbía Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira