Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 11:50 Læknirinn starfaði við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vísir/Egill Aðalsteinsson Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. Læknirinn fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi og starfar á Landspítala. Grunur leikur á að andlát sex sjúklinga mannsins hafi borið að með saknæmum hætti og mál fimm annarra eru einnig í skoðun. Læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að landlæknir hóf athugun á störfum hans í nóvember 2019. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málið en Skúli Tómas er meðal annars grunaður um að hafa veitt fólk lífslokameðferð að tilefnislausu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur alfarið neitað að tjá sig um málið en greint var frá því í ágúst að þrír starfsmenn stofnunarinnar hefðu verið kærðir vegna meintrar vanrækslu, Skúli Tómas og tveir aðrir. Í svartri og ítarlegri skýrslu landlæknis vegna málsins eru starfsmennirnir meðal annars sakaðir um mistök, vanrækslu, hirðuleysi og vanvirðingu - með alvarlegum og endurteknum hætti. Í úrskurði sem féll í Landsrétti í vikunni kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi andlát sex sjúklinga Skúla Tómasar til rannsóknar, sem hún telur að borið hafi að með saknæmum hætti. Mál fimm annarra sjúklinga séu til meðferðar. Sjúklingarnir eru því ellefu talsins. Þá hafi fyrrnefndir þrír starfsmenn réttarstöðu sakbornings í málunum. Landsréttur féllst á kröfu lögreglunnar um að tveir dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að svara spurningum í tengslum við andlát einssjúklings, sem er samkvæmt heimildum Dana Kristín Jóhannsdóttir, en hún var 73 ára þegar hún lést. Hún átti að fá hvíldarinnlögn á HSS - en var þess í stað sett á lífslokameðferð og lést nokkrum vikum síðar. Skúli Tómas hefur undanfarna mánuði verið í endurmenntun á Landspítala en fékk nýverið, samkvæmt heimildum fréttastofu, endurnýjað takmarkað starfsleyfi. Þá herma heimildir fréttastofu að lögreglan á Suðurnesjum hafi farið fram á farbann yfir Skúla Tómasi. Héraðsdómur Reykjaness hafi fallist á farbannið, en að Landsréttur hafi snúið því við og hafnað því. Spurningarnar sem dómkvöddum matsmönnum er gert að svara eru eftirfarandi: Hver var dánarorsök A? Voru til staðar forsendur til að hefja lífslokameðferð á Aþann 1. ágúst 2019 og var verklagi við framkvæmd líknandi/lífslokameðferðar fylgt? Var lyfjagjöf til handa Aeðlileg að teknu tilliti til ástands hennar og sjúkdómsgreiningar frá 1. ágúst til október 2019? Var rétt staðið að sjúkdómsgreiningum Aog þeim meðferðum sem ákveðnar voru vegna þeirra á árinu 2019? Læknamistök á HSS Landspítalinn Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Sjá meira
Læknirinn fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi og starfar á Landspítala. Grunur leikur á að andlát sex sjúklinga mannsins hafi borið að með saknæmum hætti og mál fimm annarra eru einnig í skoðun. Læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að landlæknir hóf athugun á störfum hans í nóvember 2019. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málið en Skúli Tómas er meðal annars grunaður um að hafa veitt fólk lífslokameðferð að tilefnislausu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur alfarið neitað að tjá sig um málið en greint var frá því í ágúst að þrír starfsmenn stofnunarinnar hefðu verið kærðir vegna meintrar vanrækslu, Skúli Tómas og tveir aðrir. Í svartri og ítarlegri skýrslu landlæknis vegna málsins eru starfsmennirnir meðal annars sakaðir um mistök, vanrækslu, hirðuleysi og vanvirðingu - með alvarlegum og endurteknum hætti. Í úrskurði sem féll í Landsrétti í vikunni kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi andlát sex sjúklinga Skúla Tómasar til rannsóknar, sem hún telur að borið hafi að með saknæmum hætti. Mál fimm annarra sjúklinga séu til meðferðar. Sjúklingarnir eru því ellefu talsins. Þá hafi fyrrnefndir þrír starfsmenn réttarstöðu sakbornings í málunum. Landsréttur féllst á kröfu lögreglunnar um að tveir dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að svara spurningum í tengslum við andlát einssjúklings, sem er samkvæmt heimildum Dana Kristín Jóhannsdóttir, en hún var 73 ára þegar hún lést. Hún átti að fá hvíldarinnlögn á HSS - en var þess í stað sett á lífslokameðferð og lést nokkrum vikum síðar. Skúli Tómas hefur undanfarna mánuði verið í endurmenntun á Landspítala en fékk nýverið, samkvæmt heimildum fréttastofu, endurnýjað takmarkað starfsleyfi. Þá herma heimildir fréttastofu að lögreglan á Suðurnesjum hafi farið fram á farbann yfir Skúla Tómasi. Héraðsdómur Reykjaness hafi fallist á farbannið, en að Landsréttur hafi snúið því við og hafnað því. Spurningarnar sem dómkvöddum matsmönnum er gert að svara eru eftirfarandi: Hver var dánarorsök A? Voru til staðar forsendur til að hefja lífslokameðferð á Aþann 1. ágúst 2019 og var verklagi við framkvæmd líknandi/lífslokameðferðar fylgt? Var lyfjagjöf til handa Aeðlileg að teknu tilliti til ástands hennar og sjúkdómsgreiningar frá 1. ágúst til október 2019? Var rétt staðið að sjúkdómsgreiningum Aog þeim meðferðum sem ákveðnar voru vegna þeirra á árinu 2019?
Læknamistök á HSS Landspítalinn Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Sjá meira
Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30