Erdogan heldur striki þrátt fyrir efnahagsvandræði Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2021 12:55 Tyrkir kaupa í matinn í Istanbul. EPA/ERDEM SAHIN Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogans, forseta Tyrklands, ætlar að halda áfram að lækka stýrivexti. Það er þrátt fyrir að líran, gjaldmiðill Tyrklands, hafi tapað stórum hluta verðmætis síns að undanförnu og verðbólga hefur hækkað mjög. Það sem af er þessu ári hefur virði lírunnar rýrnað um allt að 45 prósent, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þá nálgast verðbólga tuttugu prósent. Fréttaveitan segir stjórnarandstæðinga kalla eftir kosningum, sem að óbreyttu eiga að fara fram árið 2023, og gagnrýna Erdogan fyrir að valda efnahagskrísu. Þá segja hagfræðingar að stefna ríkisstjórnarinnar sé gáleysisleg. Í frétt Financial Times segir að framfærslukostnaður Tyrkja hafi hækkað verulega og hirðuleysi ráðamanna hafi leitt til mikillar reiði. Tyrkir flytja inn mikið af matvælum og lækkandi verðmæti lírunnar hefur leitt til þess að matur kostar meira. Einn þingmaður úr flokki Erdogans ráðlagði fólki til að mynda að takast á við efnahagsvandræðin með því að einfaldlega borða minna. „Segjum sem dæmi að við eðlilegar kringumstæður borðum við eitt eða tvö kíló af kjöti í mánuði. Borðum hálft kíló,“ sagði Zulfu Demirbag, þingmaður á þriðjudaginn. Þann dag féll líran um fimmtán prósent gagnvart Bandaríkjadal. „Ef við kaupum tvö kíló af tómötum, kaupum bara tvo tómata.“ Erdogan hefur gefið í skyn að hafa tekið markvissa ákvörðun um að draga úr virði lírunnar, því það opni á meiri fjárfestingar og framleiðslu. Sérfræðingur sem FT ræddi við segir að ef komi til mótmæla í Tyrklandi vegna ástandsins sé Erdogan, sem hefur ítrekað verið sakaður um einræðistilburði á undanförnum árum, líklegur til að bregðast við af hörku. Tyrkland Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Það sem af er þessu ári hefur virði lírunnar rýrnað um allt að 45 prósent, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þá nálgast verðbólga tuttugu prósent. Fréttaveitan segir stjórnarandstæðinga kalla eftir kosningum, sem að óbreyttu eiga að fara fram árið 2023, og gagnrýna Erdogan fyrir að valda efnahagskrísu. Þá segja hagfræðingar að stefna ríkisstjórnarinnar sé gáleysisleg. Í frétt Financial Times segir að framfærslukostnaður Tyrkja hafi hækkað verulega og hirðuleysi ráðamanna hafi leitt til mikillar reiði. Tyrkir flytja inn mikið af matvælum og lækkandi verðmæti lírunnar hefur leitt til þess að matur kostar meira. Einn þingmaður úr flokki Erdogans ráðlagði fólki til að mynda að takast á við efnahagsvandræðin með því að einfaldlega borða minna. „Segjum sem dæmi að við eðlilegar kringumstæður borðum við eitt eða tvö kíló af kjöti í mánuði. Borðum hálft kíló,“ sagði Zulfu Demirbag, þingmaður á þriðjudaginn. Þann dag féll líran um fimmtán prósent gagnvart Bandaríkjadal. „Ef við kaupum tvö kíló af tómötum, kaupum bara tvo tómata.“ Erdogan hefur gefið í skyn að hafa tekið markvissa ákvörðun um að draga úr virði lírunnar, því það opni á meiri fjárfestingar og framleiðslu. Sérfræðingur sem FT ræddi við segir að ef komi til mótmæla í Tyrklandi vegna ástandsins sé Erdogan, sem hefur ítrekað verið sakaður um einræðistilburði á undanförnum árum, líklegur til að bregðast við af hörku.
Tyrkland Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira