Samningar undirritaðir um breikkun í Lækjarbotnum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2021 17:34 Svona á Lækjarbotnabrekkan að líta út næsta haust, gangi áformin eftir. Vegagerðin Samningar um tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur voru undirritaðir hjá Vegagerðinni í dag. Verkinu seinkar um fjóra mánuði þar sem lengri tíma tók að fá framkvæmdaleyfi en búist var við. Vegagerðin gekk til samninga við læstbjóðendur, Jarðval sf. og Bjössa ehf., í Kópavogi. Tilboð þeirra hljóðaði upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Árni Snær Kristjánsson, frá Bjössa ehf., Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Árni Geir Eyþórsson, frá Jarðvali sf., að lokinni undirskrift síðdegis.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson Tilboðin voru opnuð þann 13. júlí í sumar. Miðað við það hefðu verksamningar átt að geta verið klárir í ágústmánuði og verkið að geta hafist fyrir haustið. Vegagerðin skammtaði enda nauman verktíma og átti verkinu að vera að fullu lokið 31. mars 2022. „Verklok áttu að vera í mars en færast aftur til júlí,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, og segir skýringuna á seinkuninni þá að lengri tíma hafi tekið að fá framkvæmdaleyfi en Vegagerðin áætlaði. Það lúti mest að skipulagsmálum. Vegurinn verður breikkaður milli Fossvalla og Gunnarhólma.Vegagerðin Suðurlandsvegur næst Reykjavík er einn fjölfarnasti þjóðvegur landsins og aðeins með eina akrein í hvora átt á tíu kílómetra löngum kafla milli Rauðavatns og Fossvalla, ef frá er talin klifurrein í Lögbergsbrekku. Þá eru akreinar á þessum kafla ekki aðskildar með vegriði né umferðareyju. „Vinna á verkstað ætti að fara fljótlega af stað, mér skilst að það séu jafnvel komin tæki á staðinn,“ segir G. Pétur. Frétt Stöðvar 2 í sumar um verkið má sjá hér: Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Kópavogur Tengdar fréttir Verktakar börðust hart um að fá að breikka Lögbergsbrekku Vegagerðinni bárust fjögur tilboð í tvöföldun Suðurlandsvegar á 3,3 kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur en tilboð voru opnuð í dag. Þrjú þeirra reyndust undir 937 milljóna króna kostnaðaráætlun. Það lægsta kom frá Jarðvali sf. í Kópavogi, upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði. 13. júlí 2021 21:31 Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Vegagerðin gekk til samninga við læstbjóðendur, Jarðval sf. og Bjössa ehf., í Kópavogi. Tilboð þeirra hljóðaði upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Árni Snær Kristjánsson, frá Bjössa ehf., Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Árni Geir Eyþórsson, frá Jarðvali sf., að lokinni undirskrift síðdegis.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson Tilboðin voru opnuð þann 13. júlí í sumar. Miðað við það hefðu verksamningar átt að geta verið klárir í ágústmánuði og verkið að geta hafist fyrir haustið. Vegagerðin skammtaði enda nauman verktíma og átti verkinu að vera að fullu lokið 31. mars 2022. „Verklok áttu að vera í mars en færast aftur til júlí,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, og segir skýringuna á seinkuninni þá að lengri tíma hafi tekið að fá framkvæmdaleyfi en Vegagerðin áætlaði. Það lúti mest að skipulagsmálum. Vegurinn verður breikkaður milli Fossvalla og Gunnarhólma.Vegagerðin Suðurlandsvegur næst Reykjavík er einn fjölfarnasti þjóðvegur landsins og aðeins með eina akrein í hvora átt á tíu kílómetra löngum kafla milli Rauðavatns og Fossvalla, ef frá er talin klifurrein í Lögbergsbrekku. Þá eru akreinar á þessum kafla ekki aðskildar með vegriði né umferðareyju. „Vinna á verkstað ætti að fara fljótlega af stað, mér skilst að það séu jafnvel komin tæki á staðinn,“ segir G. Pétur. Frétt Stöðvar 2 í sumar um verkið má sjá hér:
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Kópavogur Tengdar fréttir Verktakar börðust hart um að fá að breikka Lögbergsbrekku Vegagerðinni bárust fjögur tilboð í tvöföldun Suðurlandsvegar á 3,3 kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur en tilboð voru opnuð í dag. Þrjú þeirra reyndust undir 937 milljóna króna kostnaðaráætlun. Það lægsta kom frá Jarðvali sf. í Kópavogi, upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði. 13. júlí 2021 21:31 Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Verktakar börðust hart um að fá að breikka Lögbergsbrekku Vegagerðinni bárust fjögur tilboð í tvöföldun Suðurlandsvegar á 3,3 kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur en tilboð voru opnuð í dag. Þrjú þeirra reyndust undir 937 milljóna króna kostnaðaráætlun. Það lægsta kom frá Jarðvali sf. í Kópavogi, upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði. 13. júlí 2021 21:31
Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22