Ekki vera þessi gaur María Rún Bjarnadóttir skrifar 1. desember 2021 16:00 Ofbeldi gegn konum og kynferðislegt ofbeldi er rótgróið. Fyrir tilstilli kvennahreyfingarinnar, þolenda og öflugra baráttukvenna hefur ljósi verið varpað á þennan alvarlega og kerfisbunda vanda. #metoo bylgjurnar og aðrar sambærilega hreyfingar hafa virkjað nýjar kynslóðir fólks sem berst gegn kynferðisofbeldi. Meðal þess sem kallað hefur verið eftir í tengslum við #metoo er að gerendur í kynferðisbrotamálum axli ábyrgð á háttsemi sinni. Karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra beita kynferðisofbeldi. Á árunum 2011–2016, voru karlar að meðaltali 96% grunaðra í málum sem rata til lögreglu, en í 94% brota það sem af er þessu ári. Konur hins vegar eru í meirihluta brotaþola, eða í 84% brota. Ef eingöngu er litið til nauðgana á þessu ári hækkar hlutfall kvenna í hópi brotaþola í 93%. Fyrstu 10 mánuði ársins 2021 bárust lögreglu 184 tilkynningar um nauðganir, eða að meðaltali átján nauðganir á mánuði. Brot sem tilkynnt eru til lögreglu eru þó aðeins toppurinn á ísjakanum, fjölmörg brot eru aldrei kærð. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um bætta meðferð kynferðisbrota 2018–2022 kemur fram að flest nauðgunarbrot eigi sér stað um helgar, sér í lagi frá miðnætti til kl. sex um morgun. Þetta breyttist nokkuð á meðal samkomutakmarkanir vegna Covid stóðu yfir, og árið 2020 varð fækkun í tilkynningum nauðgunarbrota. Það sem er af þessu ári hefur tikynningum um slík brot fjölgað aftur. Í Kanada og Skotlandi hefur lögreglan staðið fyrir samfélagsátaki þar sem karlar eru hvattir til þess að vera ekki „þessi gaur“. Er þá vísað til þeirra sem virða ekki kynfrelsi annarra, leggja lítið upp úr samþykki og telja það jafnvel til kynlífs að hafa samræði við konur sem eru ekki með ráði og rænu. Þá hefur norska lögreglan vakið athygli á að almennilegir karlar í krapinu gangi ekki yfir mörk annarra, sérstaklega þegar viðkomandi getur ekki gefið skýrt samþykki fyrir kynferðislegum samskiptum, til dæmis vegna ölvunar. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan taka undir með þessum erlendu lögregluliðum og hleypa í þessari viku af stokkunum herferðinni „ekki vera þessi gaur“ Henni er ætlað að vekja athygli á viðhorfum til kynferðisbrota. Skilaboðunum er beint til karla á aldrinum 18 – 35 ára, en það er það aldursbil sem tölfræði lögreglu sýnir flesta brotamenn í kynferðisbrotamálum vera á. Einfaldasta og árangursríkasta leiðin til þess að fækka kynferðisbrotum er að brotin eigi sér ekki stað. Hér verður undirstrikað að fæstir karlar hafa eða munu nokkur tíma brjóta af sér kynferðislega. Það er þó í hópi karla sem flestir brotamenn í kynferðisbrotamálum finnast. Það eru ýmsar leiðir færar til þess að vera ekki „þessi gaur“. Á 112.is er að finna ýmis konar ráð til þess að stoppa ofbeldishegðun. Þar má einnig finna úrræðið Heimilisfriður fyrir gerendur í heimilisofbeldismálum og Taktu skrefið fyrir þá sem vilja breyta kynferðislegri hegðun sinni eða hafa framið kynferðisbrot, hvort sem brot hafi fengið meðferð réttarvörslukerfisins eða ekki. Þá standa Stígamót fyrir námskeiðinu Bandamenn fyrir karla sem vilja berjast gegn kynferðislegu ofbeldi og fræðsluvettvangurinn Karlmennskan hefur yfir að ráða ýmsum fróðleik um málið. Til þess að við náum sem bestum árangri í baráttu gegn kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi er mikilvægt að karlar taki virkan þátt í að brjóta niður staðalímyndir og breyta þeirri menningu sem gerir að verkum að kynferðisbrot þrífast. Með því að karlar taki meðvitaða ákvörðun um að vera ekki „þessi gaur“ og hvetji félaga sína til að gera hið sama geta þeir verið hluti af lausninni við að binda enda á eitt rótgrónasta misrétti samtímans. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Klippa: Ekki vera þessi gaur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Lögreglumál MeToo Kynferðisofbeldi María Rún Bjarnadóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum og kynferðislegt ofbeldi er rótgróið. Fyrir tilstilli kvennahreyfingarinnar, þolenda og öflugra baráttukvenna hefur ljósi verið varpað á þennan alvarlega og kerfisbunda vanda. #metoo bylgjurnar og aðrar sambærilega hreyfingar hafa virkjað nýjar kynslóðir fólks sem berst gegn kynferðisofbeldi. Meðal þess sem kallað hefur verið eftir í tengslum við #metoo er að gerendur í kynferðisbrotamálum axli ábyrgð á háttsemi sinni. Karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra beita kynferðisofbeldi. Á árunum 2011–2016, voru karlar að meðaltali 96% grunaðra í málum sem rata til lögreglu, en í 94% brota það sem af er þessu ári. Konur hins vegar eru í meirihluta brotaþola, eða í 84% brota. Ef eingöngu er litið til nauðgana á þessu ári hækkar hlutfall kvenna í hópi brotaþola í 93%. Fyrstu 10 mánuði ársins 2021 bárust lögreglu 184 tilkynningar um nauðganir, eða að meðaltali átján nauðganir á mánuði. Brot sem tilkynnt eru til lögreglu eru þó aðeins toppurinn á ísjakanum, fjölmörg brot eru aldrei kærð. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um bætta meðferð kynferðisbrota 2018–2022 kemur fram að flest nauðgunarbrot eigi sér stað um helgar, sér í lagi frá miðnætti til kl. sex um morgun. Þetta breyttist nokkuð á meðal samkomutakmarkanir vegna Covid stóðu yfir, og árið 2020 varð fækkun í tilkynningum nauðgunarbrota. Það sem er af þessu ári hefur tikynningum um slík brot fjölgað aftur. Í Kanada og Skotlandi hefur lögreglan staðið fyrir samfélagsátaki þar sem karlar eru hvattir til þess að vera ekki „þessi gaur“. Er þá vísað til þeirra sem virða ekki kynfrelsi annarra, leggja lítið upp úr samþykki og telja það jafnvel til kynlífs að hafa samræði við konur sem eru ekki með ráði og rænu. Þá hefur norska lögreglan vakið athygli á að almennilegir karlar í krapinu gangi ekki yfir mörk annarra, sérstaklega þegar viðkomandi getur ekki gefið skýrt samþykki fyrir kynferðislegum samskiptum, til dæmis vegna ölvunar. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan taka undir með þessum erlendu lögregluliðum og hleypa í þessari viku af stokkunum herferðinni „ekki vera þessi gaur“ Henni er ætlað að vekja athygli á viðhorfum til kynferðisbrota. Skilaboðunum er beint til karla á aldrinum 18 – 35 ára, en það er það aldursbil sem tölfræði lögreglu sýnir flesta brotamenn í kynferðisbrotamálum vera á. Einfaldasta og árangursríkasta leiðin til þess að fækka kynferðisbrotum er að brotin eigi sér ekki stað. Hér verður undirstrikað að fæstir karlar hafa eða munu nokkur tíma brjóta af sér kynferðislega. Það er þó í hópi karla sem flestir brotamenn í kynferðisbrotamálum finnast. Það eru ýmsar leiðir færar til þess að vera ekki „þessi gaur“. Á 112.is er að finna ýmis konar ráð til þess að stoppa ofbeldishegðun. Þar má einnig finna úrræðið Heimilisfriður fyrir gerendur í heimilisofbeldismálum og Taktu skrefið fyrir þá sem vilja breyta kynferðislegri hegðun sinni eða hafa framið kynferðisbrot, hvort sem brot hafi fengið meðferð réttarvörslukerfisins eða ekki. Þá standa Stígamót fyrir námskeiðinu Bandamenn fyrir karla sem vilja berjast gegn kynferðislegu ofbeldi og fræðsluvettvangurinn Karlmennskan hefur yfir að ráða ýmsum fróðleik um málið. Til þess að við náum sem bestum árangri í baráttu gegn kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi er mikilvægt að karlar taki virkan þátt í að brjóta niður staðalímyndir og breyta þeirri menningu sem gerir að verkum að kynferðisbrot þrífast. Með því að karlar taki meðvitaða ákvörðun um að vera ekki „þessi gaur“ og hvetji félaga sína til að gera hið sama geta þeir verið hluti af lausninni við að binda enda á eitt rótgrónasta misrétti samtímans. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Klippa: Ekki vera þessi gaur
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun