Eþíópar á Íslandi hvetja stjórnvöld til stuðnings við stjórn lands síns Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2021 19:41 Hópur fólks frá Eþíópíu sem býr á Íslandi kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla afskiptum vestrænna þjóða af innanríkismálum í Eþíópíu og stuðningi við TPLF hreyfinguna sem fer með völd í Tigray héraði í landinu. Það búa á bilinu hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns frá Eþíópíu á Íslandi. Þau hvöttu íslensk stjórnvöld til að standa að baki lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í heimalandinu með mótmælastöðu á Austurvelli í dag. Síðar hélt hópurinn svo að sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík til að mótmæla afskiptum Bandaríkjastjórnar að málefnum landsins.. Abiy Ahmed forsætisráðherra Eþíópíu frestaði þingkosningum í landinu í fyrra vegna kórónuveirufaraldurins. Ríkjandi flokkur í Tigray héraði í norðri, eða Frelsishreyfing Tigray, boðaði engu að síður til kosninga og eftir það hafa geysað bardagar á milli stjórnarhersins og bardagasveita Tigray héraðs. „Okkar leiðtogar, okkar val,“ sagði meðal annars á kröfuspjöldum mótmælenda á Austurvelli.Stöð 2/Egill Á mótmælafundinum í dag voru Bandaríkin og önnur vestræn ríki sökuð um að styðja „hryðjuverkasamtök Tigray“ gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Hópurinn afhenti afhenti þingvörðum síðan áskorun til Alþingis um stuðning við lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Eþíópíu. Kassahun Alemayehu sem býr á Íslandi hafði orð fyrir hópnum sem hélt á mótmælaspjöldum og fánum Íslands og Eþíópíu á Austurvelli í dag. „Við erum öll friðelskandi Eþíópar og andstæðingar stríðsátaka. Við erum að mótmæla utanríkisstefnu Bandaríkjanna og refsiaðgerðum þeirra gegn Eþíópíu,“ sagði Alemayehu. „Á Íslandi eru góð stjórnvöld. Lýðræðislega kjörin og styðja alla tíð mennsku og mannleg gildi. Þannig að við hvetjum ríkisstjórn Íslands til að styðja lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Eþíópíu,“ sagði Kassahun Alemayehu. Eþíópía Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Tengdar fréttir Tvöfaldur Ólympíumeistari farinn í herinn Einn frægasti langhlaupari allra tíma og margfaldur meistari á stórmótum er tilbúinn að fórna lífinu fyrir þjóð sína Eþíópíu. 29. nóvember 2021 15:00 Íslendingum í Eþíópíu ráðlagt að virða lokanir og tilmæli Óttast er að borgarastríðið í Eþíópíu, á milli stjórnarhersins og hermanna frá Tigray-héraði fari brátt að bitna á íbúum höfuðborgarinnar Addis Ababa. 4. nóvember 2021 08:10 Lokasókn inn í Tigray að hefjast Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað. 26. nóvember 2020 07:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Það búa á bilinu hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns frá Eþíópíu á Íslandi. Þau hvöttu íslensk stjórnvöld til að standa að baki lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í heimalandinu með mótmælastöðu á Austurvelli í dag. Síðar hélt hópurinn svo að sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík til að mótmæla afskiptum Bandaríkjastjórnar að málefnum landsins.. Abiy Ahmed forsætisráðherra Eþíópíu frestaði þingkosningum í landinu í fyrra vegna kórónuveirufaraldurins. Ríkjandi flokkur í Tigray héraði í norðri, eða Frelsishreyfing Tigray, boðaði engu að síður til kosninga og eftir það hafa geysað bardagar á milli stjórnarhersins og bardagasveita Tigray héraðs. „Okkar leiðtogar, okkar val,“ sagði meðal annars á kröfuspjöldum mótmælenda á Austurvelli.Stöð 2/Egill Á mótmælafundinum í dag voru Bandaríkin og önnur vestræn ríki sökuð um að styðja „hryðjuverkasamtök Tigray“ gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Hópurinn afhenti afhenti þingvörðum síðan áskorun til Alþingis um stuðning við lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Eþíópíu. Kassahun Alemayehu sem býr á Íslandi hafði orð fyrir hópnum sem hélt á mótmælaspjöldum og fánum Íslands og Eþíópíu á Austurvelli í dag. „Við erum öll friðelskandi Eþíópar og andstæðingar stríðsátaka. Við erum að mótmæla utanríkisstefnu Bandaríkjanna og refsiaðgerðum þeirra gegn Eþíópíu,“ sagði Alemayehu. „Á Íslandi eru góð stjórnvöld. Lýðræðislega kjörin og styðja alla tíð mennsku og mannleg gildi. Þannig að við hvetjum ríkisstjórn Íslands til að styðja lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Eþíópíu,“ sagði Kassahun Alemayehu.
Eþíópía Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Tengdar fréttir Tvöfaldur Ólympíumeistari farinn í herinn Einn frægasti langhlaupari allra tíma og margfaldur meistari á stórmótum er tilbúinn að fórna lífinu fyrir þjóð sína Eþíópíu. 29. nóvember 2021 15:00 Íslendingum í Eþíópíu ráðlagt að virða lokanir og tilmæli Óttast er að borgarastríðið í Eþíópíu, á milli stjórnarhersins og hermanna frá Tigray-héraði fari brátt að bitna á íbúum höfuðborgarinnar Addis Ababa. 4. nóvember 2021 08:10 Lokasókn inn í Tigray að hefjast Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað. 26. nóvember 2020 07:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Tvöfaldur Ólympíumeistari farinn í herinn Einn frægasti langhlaupari allra tíma og margfaldur meistari á stórmótum er tilbúinn að fórna lífinu fyrir þjóð sína Eþíópíu. 29. nóvember 2021 15:00
Íslendingum í Eþíópíu ráðlagt að virða lokanir og tilmæli Óttast er að borgarastríðið í Eþíópíu, á milli stjórnarhersins og hermanna frá Tigray-héraði fari brátt að bitna á íbúum höfuðborgarinnar Addis Ababa. 4. nóvember 2021 08:10
Lokasókn inn í Tigray að hefjast Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað. 26. nóvember 2020 07:56