Collier um hálfleiksræðu Rúnars Inga: „Hann lét okkur heyra það“ Atli Arason skrifar 1. desember 2021 23:00 Rúnar Ingi beinir einhverjum vel völdum orðum að Aliyah Collier Bára Dröfn Aliyah Collier var enn eina ferðina stigahæst í liði Njarðvíkur, í þetta sinn með 18 stig í sigri á erkifjendunum í Grindavík. „Þetta var mjög góður sigur. Við erum að byrja aðra umferðina frekar vel og við erum búnar að vera í fínum takt, við erum að finna hvora aðra vel og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Collier í viðtali við Vísi eftir leik. Collier nefnir að góð frammistaða og samleikur liðsins í síðari hálfleik hafi skilað sigrinum í kvöld. „Liðsframmistaða, við komum út í fyrri hálfleik og vorum að klikka á nokkrum lykilskotum. Í síðari hálfleik þá fórum við að spila meira sem lið. Við vorum að tala betur saman, ná stoppum og finna leikmenn í opnu svæðunum.“ Njarðvík var 5 stigum yfir í hálfleik, 32-27, en þrátt fyrir það var Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, ekki sáttur. Collier segir að hálfleiksræða Rúnars hafi kveikt í liðinu fyrir síðari hálfleikinn. „Hann eiginlega lét okkur heyra það,“ sagði Collier og hló áður en hún hélt áfram, „hann vildi betri varnarleik og fá fleiri stopp. Ég held að við höfum móttekið þau skilaboð og komum betri út í síðari hálfleik og gerðum það sem við erum góðar í.“ Ásamt því að gera 18 stig þá var Collier með sex stolna bolta í vörninni en Njarðvík var alls með 7 stolna bolta í kvöld. Collier virtist ekki alveg vera búinn að átta sig á því þegar hún var spurð út í alla stolnu boltana sína. „Ég elska að spila í Njarðvík. Það er ágætt að ná 6 stolnum boltum,“ sagði Collier með stórt brös á vör, „varnarleikur er minn aðal fókus, ég hreyki mér af góðum varnarleik,“ svaraði Collier aðspurð af því hvort hún væri ekki að finna sig vel í Njarðvík þar sem hún er ítrekað að skila góðum tölum á tölfræðiblaðið. Collier neyddist til að fara af leikvelli undir lok fyrri hálfleiks þegar höfuð hennar lenti frekar harkalega í parketinu eftir árekstur við Robbi Ryan, leikmann Grindavíkur. „Ég fékk þungt högg og fékk mikinn höfuðverk í kjölfarið. Ég varð bara að harka af mér sem ég gerði og kom aftur inn í liðið og við sóttum sigurinn, mér líður bara nokkuð vel núna.“ Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Íslandsmeisturum Vals. Collier er staðráðin í því að hefna fyrir sigurinn sem Valur náði í Ljónagryfjunni með því að vinna Valskonur á Hlíðarenda. „Við eigum harma að hefna gegn Val. Þær komu hingað í fyrstu umferðinni og spiluðu vel. Þær eru með gott lið og frábæra leikmenn. Það verður erfiður leikur en ég held að við munum enda ofan á, ég hef mikla trú á liðsfélögum mínum og þjálfurunum,“ sagði Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, full af sjálfstrausti. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 71-54 | Heimakonur halda toppsætinu Njarðvík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfubolta þökk sé stórsigri á nágrönnum sínum í Grindavík, lokatölur 71-54 í kvöld. 1. desember 2021 21:50 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
„Þetta var mjög góður sigur. Við erum að byrja aðra umferðina frekar vel og við erum búnar að vera í fínum takt, við erum að finna hvora aðra vel og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Collier í viðtali við Vísi eftir leik. Collier nefnir að góð frammistaða og samleikur liðsins í síðari hálfleik hafi skilað sigrinum í kvöld. „Liðsframmistaða, við komum út í fyrri hálfleik og vorum að klikka á nokkrum lykilskotum. Í síðari hálfleik þá fórum við að spila meira sem lið. Við vorum að tala betur saman, ná stoppum og finna leikmenn í opnu svæðunum.“ Njarðvík var 5 stigum yfir í hálfleik, 32-27, en þrátt fyrir það var Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, ekki sáttur. Collier segir að hálfleiksræða Rúnars hafi kveikt í liðinu fyrir síðari hálfleikinn. „Hann eiginlega lét okkur heyra það,“ sagði Collier og hló áður en hún hélt áfram, „hann vildi betri varnarleik og fá fleiri stopp. Ég held að við höfum móttekið þau skilaboð og komum betri út í síðari hálfleik og gerðum það sem við erum góðar í.“ Ásamt því að gera 18 stig þá var Collier með sex stolna bolta í vörninni en Njarðvík var alls með 7 stolna bolta í kvöld. Collier virtist ekki alveg vera búinn að átta sig á því þegar hún var spurð út í alla stolnu boltana sína. „Ég elska að spila í Njarðvík. Það er ágætt að ná 6 stolnum boltum,“ sagði Collier með stórt brös á vör, „varnarleikur er minn aðal fókus, ég hreyki mér af góðum varnarleik,“ svaraði Collier aðspurð af því hvort hún væri ekki að finna sig vel í Njarðvík þar sem hún er ítrekað að skila góðum tölum á tölfræðiblaðið. Collier neyddist til að fara af leikvelli undir lok fyrri hálfleiks þegar höfuð hennar lenti frekar harkalega í parketinu eftir árekstur við Robbi Ryan, leikmann Grindavíkur. „Ég fékk þungt högg og fékk mikinn höfuðverk í kjölfarið. Ég varð bara að harka af mér sem ég gerði og kom aftur inn í liðið og við sóttum sigurinn, mér líður bara nokkuð vel núna.“ Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Íslandsmeisturum Vals. Collier er staðráðin í því að hefna fyrir sigurinn sem Valur náði í Ljónagryfjunni með því að vinna Valskonur á Hlíðarenda. „Við eigum harma að hefna gegn Val. Þær komu hingað í fyrstu umferðinni og spiluðu vel. Þær eru með gott lið og frábæra leikmenn. Það verður erfiður leikur en ég held að við munum enda ofan á, ég hef mikla trú á liðsfélögum mínum og þjálfurunum,“ sagði Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, full af sjálfstrausti.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 71-54 | Heimakonur halda toppsætinu Njarðvík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfubolta þökk sé stórsigri á nágrönnum sínum í Grindavík, lokatölur 71-54 í kvöld. 1. desember 2021 21:50 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 71-54 | Heimakonur halda toppsætinu Njarðvík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfubolta þökk sé stórsigri á nágrönnum sínum í Grindavík, lokatölur 71-54 í kvöld. 1. desember 2021 21:50