Fékk þriggja leikja bann í NFL fyrir að falsa kórónuveiruvottorðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 11:00 Antonio Brown var örugglega ekki svona kátur þegar hann frétti af leikbanninu. Getty/Julio Aguilar Stórstjarnan Antonio Brown er einn af þremur leikmönnum NFL-deildarinnar sem í gær voru dæmdir í þriggja leikja bann fyrir að falsa kórónuveiruvottorðið sitt. Leikmenn í NFL-deildarinnar missa ákveðin réttindi séu þeir ekki bólusettir og þurfa því að fara eftir mun strangari sóttvarnarreglum. Breaking: The NFL announced Antonio Brown has been suspended without pay for the next three games for violating the NFL-NFLPA COVID-19 protocols. pic.twitter.com/wCSM2l6fJb— SportsCenter (@SportsCenter) December 2, 2021 Brown vildi greinilega ekki bólusetja sig við kórónuveirunni en vildi þó ekki þurfa að ganga í gegnum þetta auka vesen. Hann fann því leið til þess með því að falsa kórónuveiruvottorðið sitt. Upp komst um hann á endanum og NFL-deild ákvað að taka á því í gær. Brown á skrautlegan feril, frábær leikmaður sem er hefur síðustu ár orðið þekktari fyrir vandamál sín utan vallar. Hann varð samt NFL-meistari með Tampa Bay Buccaneers á síðustu leiktíð. Antonio Brown be like pic.twitter.com/qw2gcZyuZW— TPS (@TotalProSports) December 2, 2021 Brown er nú 33 ára gamall og hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Hann getur reynt að ná sér góðum að þeim næstu vikurnar því ekki má hann spila. NFL-deildin dæmdi hann í bann ásamt tveimur öðrum leikmönnum. Það eru varnarmaðurinn Mike Edwards hjá Tampa Bay Buccaneers og John Franklin III sem missti samning sinn hjá Buccaneers í haust. Leikmennirnir ætla ekki að áfrýja þessum dómi. Umboðsmaður Brown sendi frá sér skrýtna yfirlýsingu um að leikmaðurinn hafi gert allt rétt og ekki brotið neinar reglur en hafi talið best að enda málið, sætta sig við refsinguna og einbeita sér að því að ná sér góðum af meiðslunum. Hefði hann líka áfrýjað og dregið málið hefði Brown mögulega misst af leikjum í úrslitakeppninni en nú nær hann henni allri. Hilarious. https://t.co/rD3UfGt9xu— Peter King (@peter_king) December 2, 2021 Antonio Brown var einn allra besti útherji sögunnar þegar hann spilaði með Pittsburgh Steelers en náði bara að spila einn leik samanlagt þegar hann fór til bæði Oakland Raiders og New England Patriots. Hann fékk átta leikja bann fyrir margs konar brot en gekk á endanum til liðs við Tampa Bay í októtber 2019. NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Leikmenn í NFL-deildarinnar missa ákveðin réttindi séu þeir ekki bólusettir og þurfa því að fara eftir mun strangari sóttvarnarreglum. Breaking: The NFL announced Antonio Brown has been suspended without pay for the next three games for violating the NFL-NFLPA COVID-19 protocols. pic.twitter.com/wCSM2l6fJb— SportsCenter (@SportsCenter) December 2, 2021 Brown vildi greinilega ekki bólusetja sig við kórónuveirunni en vildi þó ekki þurfa að ganga í gegnum þetta auka vesen. Hann fann því leið til þess með því að falsa kórónuveiruvottorðið sitt. Upp komst um hann á endanum og NFL-deild ákvað að taka á því í gær. Brown á skrautlegan feril, frábær leikmaður sem er hefur síðustu ár orðið þekktari fyrir vandamál sín utan vallar. Hann varð samt NFL-meistari með Tampa Bay Buccaneers á síðustu leiktíð. Antonio Brown be like pic.twitter.com/qw2gcZyuZW— TPS (@TotalProSports) December 2, 2021 Brown er nú 33 ára gamall og hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Hann getur reynt að ná sér góðum að þeim næstu vikurnar því ekki má hann spila. NFL-deildin dæmdi hann í bann ásamt tveimur öðrum leikmönnum. Það eru varnarmaðurinn Mike Edwards hjá Tampa Bay Buccaneers og John Franklin III sem missti samning sinn hjá Buccaneers í haust. Leikmennirnir ætla ekki að áfrýja þessum dómi. Umboðsmaður Brown sendi frá sér skrýtna yfirlýsingu um að leikmaðurinn hafi gert allt rétt og ekki brotið neinar reglur en hafi talið best að enda málið, sætta sig við refsinguna og einbeita sér að því að ná sér góðum af meiðslunum. Hefði hann líka áfrýjað og dregið málið hefði Brown mögulega misst af leikjum í úrslitakeppninni en nú nær hann henni allri. Hilarious. https://t.co/rD3UfGt9xu— Peter King (@peter_king) December 2, 2021 Antonio Brown var einn allra besti útherji sögunnar þegar hann spilaði með Pittsburgh Steelers en náði bara að spila einn leik samanlagt þegar hann fór til bæði Oakland Raiders og New England Patriots. Hann fékk átta leikja bann fyrir margs konar brot en gekk á endanum til liðs við Tampa Bay í októtber 2019.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira