Seinni bylgjan: „Ekki oft sem maður sér stjórnarmenn spila með liðunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 14:31 Magnús Gunnar í leik með Fram fyrir meira en áratug síðan. Hann rifjaði upp gamla takta um helgina. Vísir/Stefán Magnús Gunnar Erlendsson sýndi okkur að allt er fertugum fært með frábærri frammistöðu í leik Fram og Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta um helgina. Fram og Afturelding gerðu 27-27 jafntefli í Olís-deildinni um helgina. Ef ekki hefði verið fyrir innkomu hins 42 ára gamla Magnúsar Gunnars í síðari hálfleik hefði Afturelding eflaust farið með sigur af hólmi. Alls varði hann fimm skot, þar af nokkur úr dauðafærum, og var með 42 prósent markvörslu. Eðlilega var markvörðurinn þaulreyndi og frammistaða hans því til umræðu í Seinni bylgjunni. „Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram. Hann hættir í handbolta með þér (Jóhann Gunnar Einarsson) árið 2013, kemur aðeins aftur eftir það en er í dag orðinn 42 ára,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, áður en Jóhann Gunnar tók orðið. „Hann fór í smá Víkings ævintýri, fékk góðan tékka og hjálpaði þeim að fara upp úr deildinni en er í stjórninni hjá Fram. Það er nú ekki oft sem maður sér stjórnarmenn spila með liðunum. Sjáðu, hann er náttúrulega 42 ára en hann er greinilega sama og þegar ég var að spila með honum. Hann var alltaf fyrstur í langhlaupum og var náttúrulega ótrúlega fit og hann var alltaf bestur í hornafærum.“ „Ég er ekki frá því að Einar (Jónsson, þjálfari) hafi lagt til að hornin færu inn. Því hann var frábær að verja úr hornunum. Hann étur þennan unga dreng, greyið. Heldur betur gaman að sjá. Ég kallaði eftir honum fyrir nokkrum umferðum, sagði að þetta myndi ekki ganga með markverðina sem þeir eru með. Þeir eru báðir svo óreyndir og Valtýr (Már Hákonarson) spilar lítið og Arnór Máni (Daðason) er náttúrulega bara 17 ára.“ Klippa: Seinni bylgjan: Allt er fertugum fært „Var ekki að setja útá að þeir væru hræðilegir, þetta er bara of stórt að ætla allt í einu verja markið. Mér finnst Arnór Máni fínn í fyrri hálfleik, var með rúma 30 prósent markvörslu. Maður hefur heyrt að þetta sé mikið efni, rosalega metnaðarfullur, það er lítið við hann að sakast. Það þarf að hafa Magga þarna upp á reynslu og hann vinnur klárlega þetta stig fyrir Fram. Ætla ekki að segja upp á einsdæmi en hann fór langt með það,“ sagði Jóhann Gunnar að endingu um sinn fyrrum samherja. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Fram og Afturelding gerðu 27-27 jafntefli í Olís-deildinni um helgina. Ef ekki hefði verið fyrir innkomu hins 42 ára gamla Magnúsar Gunnars í síðari hálfleik hefði Afturelding eflaust farið með sigur af hólmi. Alls varði hann fimm skot, þar af nokkur úr dauðafærum, og var með 42 prósent markvörslu. Eðlilega var markvörðurinn þaulreyndi og frammistaða hans því til umræðu í Seinni bylgjunni. „Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram. Hann hættir í handbolta með þér (Jóhann Gunnar Einarsson) árið 2013, kemur aðeins aftur eftir það en er í dag orðinn 42 ára,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, áður en Jóhann Gunnar tók orðið. „Hann fór í smá Víkings ævintýri, fékk góðan tékka og hjálpaði þeim að fara upp úr deildinni en er í stjórninni hjá Fram. Það er nú ekki oft sem maður sér stjórnarmenn spila með liðunum. Sjáðu, hann er náttúrulega 42 ára en hann er greinilega sama og þegar ég var að spila með honum. Hann var alltaf fyrstur í langhlaupum og var náttúrulega ótrúlega fit og hann var alltaf bestur í hornafærum.“ „Ég er ekki frá því að Einar (Jónsson, þjálfari) hafi lagt til að hornin færu inn. Því hann var frábær að verja úr hornunum. Hann étur þennan unga dreng, greyið. Heldur betur gaman að sjá. Ég kallaði eftir honum fyrir nokkrum umferðum, sagði að þetta myndi ekki ganga með markverðina sem þeir eru með. Þeir eru báðir svo óreyndir og Valtýr (Már Hákonarson) spilar lítið og Arnór Máni (Daðason) er náttúrulega bara 17 ára.“ Klippa: Seinni bylgjan: Allt er fertugum fært „Var ekki að setja útá að þeir væru hræðilegir, þetta er bara of stórt að ætla allt í einu verja markið. Mér finnst Arnór Máni fínn í fyrri hálfleik, var með rúma 30 prósent markvörslu. Maður hefur heyrt að þetta sé mikið efni, rosalega metnaðarfullur, það er lítið við hann að sakast. Það þarf að hafa Magga þarna upp á reynslu og hann vinnur klárlega þetta stig fyrir Fram. Ætla ekki að segja upp á einsdæmi en hann fór langt með það,“ sagði Jóhann Gunnar að endingu um sinn fyrrum samherja. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira