Markmiðið að grípa sem flesta og koma til móts við Landspítala Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. desember 2021 12:18 Hægt verður að taka á móti allt að tíu manns á nýju deildinni en hún opnar síðar í dag. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Ný Covid deild verður opnuð á hjúkrunarheimilinu Eir síðar í dag. Deildin getur tekið á móti allt að tíu öldruðum einstaklingum sem eru með væg einkenni. Framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar segir að um sé að ræða nauðsynlegt úrræði sem muni meðal annars létta undir með Landspítala. Deildin mun taka við íbúum hjúkrunarheimila sem veikjast af völdum Covid-19 og þurfa á sólarhringsumönnun að halda, auk aldraðra sem geta ekki verið í einangrun í heimahúsi. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir í tilkynningu að um sé að ræða eina af mörgum aðgerðum sem yfirvöld hafa ráðist í til að létta álagi af Landspítala. Tíu rými verða á hinni nýju deild sem opnar eftir hádegi í dag en deildin er hugsuð fyrir einstaklinga sem eru með væg einkenni og þurfa ekki á spítalaþjónustu að halda. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, segir að um sé að ræða nauðsynlegt úrræði. „Þetta er fólk sem að þarf kannski ákveðna hjúkrun, fólk sem er jafnvel með heilabilun og á erfitt með að vera í einangrun, eða fólk sem á veika ættingja heima, með einhverja undirliggjandi sjúkdóma, og það fólk sjáum við fyrir að gæti komið til okkar,“ segir Þórdís. „Bæði er þetta til að létta undir ef að það koma upp faraldrar á hjúkrunarheimilum og það getur verið erfitt að einangra það fólk á ákveðnum hjúkrunarheimilum, og eins þá sjáum við á tölunum á covid.is að það er alltaf hluti fólks yfir sjötíu ára sem að er greinilega að fá covid,“ segir Þórdís. Vonar að ekki þurfi að opna aðra deild Með úrræðinu er verið að grípa einstaklinga sem ekki þurfa á sértækri læknismeðferð að halda og koma þar með til móts við Landspítala. Þá er hugsunin einnig sú að taka á móti fólki sem er búið í meðferð á Landspítalanum og er á batavegi, en er enn smitandi. Von er á tveimur slíkum einstaklingum frá Landspítala á deildina í dag. Sambærileg deild hefur verið opnuð fyrr í faraldrinum en að sögn Þórdísar var þar einungis um að ræða úrræði fyrir íbúa hjúkrunarheimila. „Núna eru náttúrulega langflestir íbúar hjúkrunarheimila þríbólusettir, hjúkrunarheimilin hafa sjálf þurft að grípa boltann og þurft að einangra stundum í einbýlum, þannig þörfin fyrir svona sérhæft úrræði fyrir íbúa hjúkrunarheimila er ekki alveg jafn mikil en við sjáum alveg þörfina bara fyrir aldraða,“ segir Þórdís. Samningur um nýju deildina var gerður til þriggja mánaða með fyrirvara um lengingu, til þriggja eða sex mánaða, en Þórdís vonar að ekki þurfi að opna fleiri sambærilegar deildir. Það gæti þó komið til þess, til að mynda ef omíkron afbrigðið kemst frekar fram hjá bóluefnunum en önnur afbrigði. „Þá gæti auðvitað verið að það þyrfti fleiri svona úrræði eða stærri svona úrræði, það verður tíminn einn að leiða í ljós,“ segir Þórdís. „Það er svo mikil óvissa í öllu saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hjúkrunarheimili Reykjavík Tengdar fréttir 116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 116 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 63 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 7. desember 2021 10:36 Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. 6. desember 2021 19:03 Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Deildin mun taka við íbúum hjúkrunarheimila sem veikjast af völdum Covid-19 og þurfa á sólarhringsumönnun að halda, auk aldraðra sem geta ekki verið í einangrun í heimahúsi. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir í tilkynningu að um sé að ræða eina af mörgum aðgerðum sem yfirvöld hafa ráðist í til að létta álagi af Landspítala. Tíu rými verða á hinni nýju deild sem opnar eftir hádegi í dag en deildin er hugsuð fyrir einstaklinga sem eru með væg einkenni og þurfa ekki á spítalaþjónustu að halda. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, segir að um sé að ræða nauðsynlegt úrræði. „Þetta er fólk sem að þarf kannski ákveðna hjúkrun, fólk sem er jafnvel með heilabilun og á erfitt með að vera í einangrun, eða fólk sem á veika ættingja heima, með einhverja undirliggjandi sjúkdóma, og það fólk sjáum við fyrir að gæti komið til okkar,“ segir Þórdís. „Bæði er þetta til að létta undir ef að það koma upp faraldrar á hjúkrunarheimilum og það getur verið erfitt að einangra það fólk á ákveðnum hjúkrunarheimilum, og eins þá sjáum við á tölunum á covid.is að það er alltaf hluti fólks yfir sjötíu ára sem að er greinilega að fá covid,“ segir Þórdís. Vonar að ekki þurfi að opna aðra deild Með úrræðinu er verið að grípa einstaklinga sem ekki þurfa á sértækri læknismeðferð að halda og koma þar með til móts við Landspítala. Þá er hugsunin einnig sú að taka á móti fólki sem er búið í meðferð á Landspítalanum og er á batavegi, en er enn smitandi. Von er á tveimur slíkum einstaklingum frá Landspítala á deildina í dag. Sambærileg deild hefur verið opnuð fyrr í faraldrinum en að sögn Þórdísar var þar einungis um að ræða úrræði fyrir íbúa hjúkrunarheimila. „Núna eru náttúrulega langflestir íbúar hjúkrunarheimila þríbólusettir, hjúkrunarheimilin hafa sjálf þurft að grípa boltann og þurft að einangra stundum í einbýlum, þannig þörfin fyrir svona sérhæft úrræði fyrir íbúa hjúkrunarheimila er ekki alveg jafn mikil en við sjáum alveg þörfina bara fyrir aldraða,“ segir Þórdís. Samningur um nýju deildina var gerður til þriggja mánaða með fyrirvara um lengingu, til þriggja eða sex mánaða, en Þórdís vonar að ekki þurfi að opna fleiri sambærilegar deildir. Það gæti þó komið til þess, til að mynda ef omíkron afbrigðið kemst frekar fram hjá bóluefnunum en önnur afbrigði. „Þá gæti auðvitað verið að það þyrfti fleiri svona úrræði eða stærri svona úrræði, það verður tíminn einn að leiða í ljós,“ segir Þórdís. „Það er svo mikil óvissa í öllu saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hjúkrunarheimili Reykjavík Tengdar fréttir 116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 116 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 63 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 7. desember 2021 10:36 Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. 6. desember 2021 19:03 Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 116 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 63 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 7. desember 2021 10:36
Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. 6. desember 2021 19:03
Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34