Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2021 21:41 Garðar Svavarsson er formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda og forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims. Egill Aðalsteinsson Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að fyrstu loðnufarmar nýhafinnar loðnuvertíðar hafi borist á land á Vopnafirði og Norðfirði í gær. Sama dag fengu eigendur ellefu fiskimjölsverksmiðja í landinu þær fréttir frá Landsvirkjun að bræðslurnar fengju ekki rafmagn, engin afgangsorka væri til í kerfinu. „Við höfum náttúrlega ekki keyrt af neinum krafti á olíu til fjölda ára. Þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig sá búnaður stendur sig þegar á reynir. En það er nú aðallega kannski bara út frá umhverfislegum sjónarmiðum sem þetta er áfall og sorglegt,“ segir Garðar Svavarsson, formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Loðnu landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað á síðustu vertíð.Einar Árnason Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tók málið fyrir í ríkisstjórn í morgun. „Það er auðvitað mjög alvarlegt. Og þetta er þvert á stefnu okkar og aðgerðaáætlun okkar í loftlagsmálum. Þvert á orkustefnuna,“ segir Guðlaugur Þór. Og það er ekkert smáræði sem ein loðnubræðsla, eins og sú sem Brim rekur á Vopnafirði, þarf af olíu. „Svona fiskimjölsverksmiðja á fullum afköstum er kannski að nota 35-40 þúsund lítra á sólarhring. Það samsvarar ársnotkun einhverra fjörutíu bíla,“ segir Garðar, sem jafnframt er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims. „Það er náttúrlega augljóst að það vantar orku,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. -En ætlið þið að virkja meira? „Þá þarf að virkja og það þarf líka að bæta flutningsgetuna,“ segir Sigurður Ingi. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim fiskimjölsverksmiðju.Stöð 2 „Ég held að það þjóni mjög litlum tilgangi að reyna alltaf að færa þessa umræðu í skotgrafir. Við erum með tól og tæki til þess að geta tryggt þetta framboð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En hins vegar hef ég haft áhyggjur af því að flutningskerfið, - að þar megi ráðast í úrbætur,“ segir Katrín. Guðlaugur segir mikilvægt að ræða málið út frá staðreyndum. Í mörg horn sé að líta. „Að við drögum fram allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að við getum tekið upplýstar ákvarðanir. Og sömuleiðis upplýsta umræðu.“ Talsmaður fiskimjölsiðnaðarins kallar eftir samtali við stjórnvöld og Landsvirkjun. „Hugsanlega er bara sá samningur sem við vinnum eftir með Landsvirkjun.. - þarfnast einhverrar endurskoðunar. En það þarf klárlega að eiga sér stað eitthvert samtal. Þetta er ekki ásættanlegt,“ segir Garðar Svavarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Loftslagsmál Bensín og olía Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32 Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. 7. desember 2021 12:16 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að fyrstu loðnufarmar nýhafinnar loðnuvertíðar hafi borist á land á Vopnafirði og Norðfirði í gær. Sama dag fengu eigendur ellefu fiskimjölsverksmiðja í landinu þær fréttir frá Landsvirkjun að bræðslurnar fengju ekki rafmagn, engin afgangsorka væri til í kerfinu. „Við höfum náttúrlega ekki keyrt af neinum krafti á olíu til fjölda ára. Þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig sá búnaður stendur sig þegar á reynir. En það er nú aðallega kannski bara út frá umhverfislegum sjónarmiðum sem þetta er áfall og sorglegt,“ segir Garðar Svavarsson, formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Loðnu landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað á síðustu vertíð.Einar Árnason Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tók málið fyrir í ríkisstjórn í morgun. „Það er auðvitað mjög alvarlegt. Og þetta er þvert á stefnu okkar og aðgerðaáætlun okkar í loftlagsmálum. Þvert á orkustefnuna,“ segir Guðlaugur Þór. Og það er ekkert smáræði sem ein loðnubræðsla, eins og sú sem Brim rekur á Vopnafirði, þarf af olíu. „Svona fiskimjölsverksmiðja á fullum afköstum er kannski að nota 35-40 þúsund lítra á sólarhring. Það samsvarar ársnotkun einhverra fjörutíu bíla,“ segir Garðar, sem jafnframt er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims. „Það er náttúrlega augljóst að það vantar orku,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. -En ætlið þið að virkja meira? „Þá þarf að virkja og það þarf líka að bæta flutningsgetuna,“ segir Sigurður Ingi. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim fiskimjölsverksmiðju.Stöð 2 „Ég held að það þjóni mjög litlum tilgangi að reyna alltaf að færa þessa umræðu í skotgrafir. Við erum með tól og tæki til þess að geta tryggt þetta framboð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En hins vegar hef ég haft áhyggjur af því að flutningskerfið, - að þar megi ráðast í úrbætur,“ segir Katrín. Guðlaugur segir mikilvægt að ræða málið út frá staðreyndum. Í mörg horn sé að líta. „Að við drögum fram allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að við getum tekið upplýstar ákvarðanir. Og sömuleiðis upplýsta umræðu.“ Talsmaður fiskimjölsiðnaðarins kallar eftir samtali við stjórnvöld og Landsvirkjun. „Hugsanlega er bara sá samningur sem við vinnum eftir með Landsvirkjun.. - þarfnast einhverrar endurskoðunar. En það þarf klárlega að eiga sér stað eitthvert samtal. Þetta er ekki ásættanlegt,“ segir Garðar Svavarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Loftslagsmál Bensín og olía Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32 Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. 7. desember 2021 12:16 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32
Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. 7. desember 2021 12:16
Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14