Njarðvík áfram á toppnum eftir dramatískan sigur | Haukar upp að hlið Keflavíkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2021 21:16 Njarðvík er á toppi Subway-deildar kvenna í körfubolta. Vísir/Bára Dröfn Njarðvík og Haukar unnu góða sigra í Subway-deild kvenna í kvöld. Leikirnir í Njarðvík og Hafnafirði voru æsispennandi þó meira hafi verið um sterkar varnir en flæðandi sóknarleik. Í Njarðvík var Breiðablik í heimsókn. Toppliðið gegn liðinu í næstneðsta sæti, það var því fyrir fram reiknað með nokkuð öruggum sigri Njarðvíkur. Gestirnir voru hins vegar ekki á sama máli. Leikurinn var einkar jafn frá upphafi til enda en toppliðið ávallt hænuskrefi á undan. Það er þangað til seint í lokafjórðung leiksins þegar Breiðablik var allt í einu komið einu stigi yfir. Í stöðunni 66-67 var hins vegar brotið á Diane Diéné Oumou sem fór á vítalínuna og skoraði úr báðum skotum sínum. Breiðablik átti síðustu sókn leiksins en skotið geigaði, Diéné Oumou tók frákastið og Njarðvík fagnaði enn einum sigrinum. Lokatölur í Njarðvík 68-67 og heimaliðið trónir sem fyrr á toppi Subway-deildar kvenna. Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 24 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Diéné Oumou skoraði 14 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hjá Blikum var Michaela Lynn Kelly stigahæst með 19 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Haukar unnu góðan heimasigur á Grindavík í leik sem gestirnir byrjuðu betur. Staðan í hálfleik 30-35 og Grindavík með góð tök á leiknum. Jafnfræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en í fjórða leikhluta hrökk allt í baklás hjá Grindvíkingum á meðan Haukakonur fóru á kostum. Þær skoruðu alls 21 stig gegn aðeins 10 hjá gestunum og unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 68-63. Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka á meðan Haiden Denise Palmer skoraði 13 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Robbi Ryan einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hún skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Í Njarðvík var Breiðablik í heimsókn. Toppliðið gegn liðinu í næstneðsta sæti, það var því fyrir fram reiknað með nokkuð öruggum sigri Njarðvíkur. Gestirnir voru hins vegar ekki á sama máli. Leikurinn var einkar jafn frá upphafi til enda en toppliðið ávallt hænuskrefi á undan. Það er þangað til seint í lokafjórðung leiksins þegar Breiðablik var allt í einu komið einu stigi yfir. Í stöðunni 66-67 var hins vegar brotið á Diane Diéné Oumou sem fór á vítalínuna og skoraði úr báðum skotum sínum. Breiðablik átti síðustu sókn leiksins en skotið geigaði, Diéné Oumou tók frákastið og Njarðvík fagnaði enn einum sigrinum. Lokatölur í Njarðvík 68-67 og heimaliðið trónir sem fyrr á toppi Subway-deildar kvenna. Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 24 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Diéné Oumou skoraði 14 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hjá Blikum var Michaela Lynn Kelly stigahæst með 19 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Haukar unnu góðan heimasigur á Grindavík í leik sem gestirnir byrjuðu betur. Staðan í hálfleik 30-35 og Grindavík með góð tök á leiknum. Jafnfræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en í fjórða leikhluta hrökk allt í baklás hjá Grindvíkingum á meðan Haukakonur fóru á kostum. Þær skoruðu alls 21 stig gegn aðeins 10 hjá gestunum og unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 68-63. Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka á meðan Haiden Denise Palmer skoraði 13 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Robbi Ryan einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hún skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira